Claudia ein mætt í Hæstarétt og farið fram á sextán ár yfir Angjelin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. maí 2023 11:16 Claudia mætti ein sakborninga í Hæstarétt í morgun. Þarna heilsar hún verjanda sínum Karli Georg Sigurbjörnssyni. Vísir/Vilhelm Málflutningur í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Hæstarétti í morgun og heldur áfram fram eftir degi. Landsréttur dæmdi í málinu í október í fyrra og sakfelldi þar þrjá sakborninga, sem höfðu verið sýknaðir í héraði, og þyngdi dóm Angjelins Sterkaj, sem hefur játað að hafa banað Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. Hæstiréttur féllst á beiðni verjenda í málinu að taka málið fyrir í janúar síðastliðnum. Bæði verjendur og ríkissaksóknari hafa sagt annmarka vera á dómi Landsréttar í málinu. Til að mynda hafi skort lagaheimild til að þyngja dóm Angjelins úr sextán árum í tuttugu. Þá hefur verið kallað eftir því að Hæstiréttur skoði skilyrði um samverknað í málinu annars vegar og hlutdeild hins vegar. Þremenningarnir Murat Selivrada, Sheptim Qerimi og Claudia Carvalho voru sakfelld fyrir samverknað í Landsrétti og hvert um sig dæmt í fjórtán ára fangelsi. Claudia var ein viðstödd réttarhöldin í dag. Öll fjögur afplána nú þann dóm sem þeim var dæmdur í Landsrétti og kom hún því í fylgd lögreglumanna í morgun. Segir augljóst að Angjelin hafi ætlað að bana Armando Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, sækir málið sjálf fyrir Hæstarétti en Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, gerði það bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Sigríður hóf málflutninginn og byrjaði á að fara yfir ákæruna sjálfa. Byrjaði hún á því að rekja að sakarkostnaður í málinu nemi nú 96 milljónum króna. Ágreiningurinn í máli Angjelins, sem hefur játað að hafa myrt Armando, er hvenær ásetningur um að bana Armando kviknaði. Angjelin segir að hann hafi farið að heimili Armandos þetta kvöld til að ná sáttum eftir miklar deilur þeirra á milli en ákæruvaldið heldur því fram að hann hafi ákveðið að bana honum nokkru fyrr og því haft fullan ásetning þegar hann keyrði heim til Armandos þetta kvöld. Sigríður ítrekaði að Armando hafi ekki getað borið hendur fyrir höfuð sér. Hann hafi ekki verið vopnaður og Angjelin einn verið með skotvopn, sem hann var búinn að skrúfa á hljóðdeyfi. Þá ítrekaði Sigríður það að atlagan tók innan við mínútu og á þeim stutta tíma hafi hann skotið Armando níu skotum. Angjelin hefur lýst því að hann hafi ætlað að leita þarna sátta en sagði Sigríður augljóst að hann hafi ekki verið þarna í þeim tilgangi. Sigríður nefndi það einnig að kvöldið áður hafi Angjelin keyrt suður í Borgarnes úr Skagafirði, þar sem hann var í sumarbústað með félögum sínum, til að hitta Shpetim og Claudiu. Þau hafi fundað þar stuttlega og afhent Claudiu byssuna, morðvopnið, sem hún tók svo til Reykjavíkur að beiðni Angjelins. Angjelin hafi keyrt aftur norður og áður en hann kom til Reykjavíkur daginn eftir, 13. Febrúar, skildi hann snjallúrið sitt og símann sinn eftir fyrir norðan. Allan laugardaginn, eftir að hann kom til Reykjavíkur, hafði hann samskipti við Claudiu og Murat í gegnum síma Shpetims. Sigríður nefndi einnig að strax eftir morðið hafi hann ásamt Shpetim, sem keyrði hann í Rauðagerði, keyrt norður í Skagafjörð. Þetta gefi til kynna að Shpetim hafi haft fulla vitneskju um hvað átti sér þarna stað. Ítrekaði þátt Murats og ótrúverðugleika Landsréttur gerði sérstaklega athugasemd við ákæruna á hendur Murat. Taldi hann ekki liggja fyrir nægar sönnur fyrir því að Murat hafi gefið Claudiu fyrirmæli um að fylgjast með bifreið í eigu Armandos og að senda skilaboð þegar bíllinn hreyfðist frá Rauðarárstíg, þar sem Armando var að heimsækja vin sinn eftir vinnu. Niðurstaða Landsréttar var hins vegar sú að þó að þáttur Murats samkvæmt ákæru hafi ekki verið sannaður hafi Murat ekki verið trúverðugur. Sigríður ítrekaði það sem saksóknari rakti í málflutningi við Landsrétt að Murat hafi verið margsaga og ítrekað hafi komið fram sönnunargögn sem sýndu fram á að framburður hans væri rangur. Sigríður ítrekaði það að Murat hafi sýnt Claudiu bifreið í eigu Aramandos, samkvæmt ákæru. Sigríður sagði aukaatriði hvort Murat hafi farið með Claudiu og sýnt henni bílinn eða hvort hann hafi sagt henni að fylgjast með henni á einhvern annan hátt. Vitað sé, sagði hún, að Murat hafi gefið henni leiðbeiningarnar. Gagnrýndu skýrslu lögreglu Geir Gestsson, verjandi Murats, hefur verið mjög gagnrýninn á ákæruna vegna þess að bæði Angjelin og Claudia hafa borið vitni um að Angjelin sjálfur hafi gefið henni fyrirmæli um að fylgjast með bílunum, ekki Murat. Vitnisburðir Angjelins og Claudiu um að Angjelin hafi sýnt bílana komu fram í skýrslutökum hjá lögreglu en voru ekki reifaðir í skýrslu hennar í málinu. Geir er ekki einn um að hafa gagnrýnt skýrsluna heldur gerði Guðjón St. Marteinsson, dómari í málinu í héraðsdómi, það einnig. Guðjón gagnrýndi skýrsluna harðlega í dómi sínum og sagði lögreglu meðal annars ekki hafa gætt að meginreglu um hlutlægnisskýrslu við gerð skýrslunnar. Sigríður sagði þá ljóst að Claudia hafi vitað af hótunum sem flugu milli Angjelins og Armandos. Hún hafi eins vitað af byssunni og vitað af því að hún sjálf hafi flutt byssuna fyrir Angjelin úr Borgarnesi til Reykjavíkur en hún hafi einskis spurt. Auk þess sé óumdeilt að Claudia hafi fylgst með bíl Armandos, þar sem hann var lagður við Rauðarárstíg þetta kvöld, og látið vita af því þegar hann lagði af stað heim á leið. Þessi þáttur henar sé óumdeildur en spurningin hvort Claudia hafi vitað hvað stóð til, sem Sigríður segir ljóst að hún hafi gert. Þáttur Shpetims stærri en Murats og Claudiu Sigríður segir þátt Shpetims, Murats og Claudiu hafa gert Angjelin kleift að bana Armando og samskipti þeirra á milli gefi til kynna að þau hafi öll vitað hvað var í vændum. Þau séu þannig samverkamenn í manndrápinu og Angjelin hafi haft beinan ásetning um manndráp, það er að segja að hann fór í Rauðagerði til að drepa Armando. Þremenningarnir eru eins og áður segir ákærð fyrir samverknað og liggur nú á að fá úr því skorið hvort þáttur þeirra í málinu megi teljast sem slíkur. Sigríður rakti það í lok málflutnings síns að þó þau séu ákærð fyrir samverknað séu fordæmi fyrir því að sakfellt sé fyrir hlutdeild þó ákært hafi verið fyrir samverknað. Af þeim þremur hefði Shpetim átt stærstan þátt í málinu. Sigríður kom jafnframt inn á dóm Landsréttar í málinu og sagðist engar ástæður sjá fyrir því að Landsréttur hefði haft lagaheimild til að lengja dóm Angjelins upp í 20 ár. Þannig fór Sigríður fram á 16 ára fangelsi yfir Angjelin, í stað 20 ára eins og honum voru dæmd í Landsrétti. Björgvin Jónsson, réttargæslumaður fjölskyldunnar, tók næst til máls og fór fram fyrir hönd Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur ekkju Armandos, að staðfest verði að Angjelin greiði henni rúma 31 milljón króna í skaða- og miskabætur. Börnum þeirra tveimur verði þá greiddar fjórar til fimm milljónir hvoru í miskabætur og að þeim verði greiddar sjö milljónir í skaðabætur vegna framfærslumissis. Auk þess var farið fram á að foreldrum Armando verði greiddar þrjár milljónir í miskabætur. Þóranna Helga Gunnarsdóttir ekkja Armando Beqirai, og Ólafur V. Thordersen sem var réttargæslumaður hennar og fjölskyldunnar í héraðsdómi. Ólafur hefur fylgt henni bæði í Landsrétti og Hæstarétti í morgun.Vísir/Vilhelm Næst munu verjendur í málinu taka til máls. Hverjum og einum hefur verið gefinn klukkustund til að flytja mál sitt. Ein umfangsmesta rannsókn seinni tíma Undir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar 2021 kom Armando Beqirai, 33 ára fjölskyldufaðir frá Albaníu, að heimili sínu í Rauðagerði. Hann lagði bíl sínum í bílskúrnum og þegar hann gekk út um bílskúrsdyrnar var hann skotinn níu sinnum. Rannsókn málsins var ein sú umfangsmesta í síðari tíð. Fjöldi fólks var handtekinn við rannsóknina en grunur lék á um að morðið tengdist einhvers konar uppgjöri í undirheimunum. Málið var gert upp í sérstökum annál fréttastofu fyrir þar síðustu áramót. Dómsmál Morð í Rauðagerði Tengdar fréttir Ríkissaksóknari og verjendur sammála að annmarkar hafi verið á dómi Landsréttar Hæstiréttur hefur fallist á beiðni verjenda í Rauðagerðismálinu svokallaða að málið fái meðferð fyrir æðsta dómstigi landsins. Lögmaður eins sakborninganna fagnar ákvörðun Hæstaréttar og mikilvægt að Hæstiréttur skoði þá annmarka sem voru á dómi Landsréttar. 24. janúar 2023 12:01 Morðið í Rauðagerði verður tekið fyrir í Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á beiðni verjenda í Rauðagerðismálinu svokallaða að málið fái meðferð fyrir æðsta dómstigi landsins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23. janúar 2023 14:54 „Þetta veldur auðvitað áhyggjum“ Ríkissaksóknari telur mögulegt að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Verjandi eins sakborninga í málinu segir það áhyggjuefni, hafi áfrýjunardómstóllinn Landsréttur farið út fyrir refsirammann með þessum hætti. 10. janúar 2023 11:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hæstiréttur féllst á beiðni verjenda í málinu að taka málið fyrir í janúar síðastliðnum. Bæði verjendur og ríkissaksóknari hafa sagt annmarka vera á dómi Landsréttar í málinu. Til að mynda hafi skort lagaheimild til að þyngja dóm Angjelins úr sextán árum í tuttugu. Þá hefur verið kallað eftir því að Hæstiréttur skoði skilyrði um samverknað í málinu annars vegar og hlutdeild hins vegar. Þremenningarnir Murat Selivrada, Sheptim Qerimi og Claudia Carvalho voru sakfelld fyrir samverknað í Landsrétti og hvert um sig dæmt í fjórtán ára fangelsi. Claudia var ein viðstödd réttarhöldin í dag. Öll fjögur afplána nú þann dóm sem þeim var dæmdur í Landsrétti og kom hún því í fylgd lögreglumanna í morgun. Segir augljóst að Angjelin hafi ætlað að bana Armando Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, sækir málið sjálf fyrir Hæstarétti en Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, gerði það bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Sigríður hóf málflutninginn og byrjaði á að fara yfir ákæruna sjálfa. Byrjaði hún á því að rekja að sakarkostnaður í málinu nemi nú 96 milljónum króna. Ágreiningurinn í máli Angjelins, sem hefur játað að hafa myrt Armando, er hvenær ásetningur um að bana Armando kviknaði. Angjelin segir að hann hafi farið að heimili Armandos þetta kvöld til að ná sáttum eftir miklar deilur þeirra á milli en ákæruvaldið heldur því fram að hann hafi ákveðið að bana honum nokkru fyrr og því haft fullan ásetning þegar hann keyrði heim til Armandos þetta kvöld. Sigríður ítrekaði að Armando hafi ekki getað borið hendur fyrir höfuð sér. Hann hafi ekki verið vopnaður og Angjelin einn verið með skotvopn, sem hann var búinn að skrúfa á hljóðdeyfi. Þá ítrekaði Sigríður það að atlagan tók innan við mínútu og á þeim stutta tíma hafi hann skotið Armando níu skotum. Angjelin hefur lýst því að hann hafi ætlað að leita þarna sátta en sagði Sigríður augljóst að hann hafi ekki verið þarna í þeim tilgangi. Sigríður nefndi það einnig að kvöldið áður hafi Angjelin keyrt suður í Borgarnes úr Skagafirði, þar sem hann var í sumarbústað með félögum sínum, til að hitta Shpetim og Claudiu. Þau hafi fundað þar stuttlega og afhent Claudiu byssuna, morðvopnið, sem hún tók svo til Reykjavíkur að beiðni Angjelins. Angjelin hafi keyrt aftur norður og áður en hann kom til Reykjavíkur daginn eftir, 13. Febrúar, skildi hann snjallúrið sitt og símann sinn eftir fyrir norðan. Allan laugardaginn, eftir að hann kom til Reykjavíkur, hafði hann samskipti við Claudiu og Murat í gegnum síma Shpetims. Sigríður nefndi einnig að strax eftir morðið hafi hann ásamt Shpetim, sem keyrði hann í Rauðagerði, keyrt norður í Skagafjörð. Þetta gefi til kynna að Shpetim hafi haft fulla vitneskju um hvað átti sér þarna stað. Ítrekaði þátt Murats og ótrúverðugleika Landsréttur gerði sérstaklega athugasemd við ákæruna á hendur Murat. Taldi hann ekki liggja fyrir nægar sönnur fyrir því að Murat hafi gefið Claudiu fyrirmæli um að fylgjast með bifreið í eigu Armandos og að senda skilaboð þegar bíllinn hreyfðist frá Rauðarárstíg, þar sem Armando var að heimsækja vin sinn eftir vinnu. Niðurstaða Landsréttar var hins vegar sú að þó að þáttur Murats samkvæmt ákæru hafi ekki verið sannaður hafi Murat ekki verið trúverðugur. Sigríður ítrekaði það sem saksóknari rakti í málflutningi við Landsrétt að Murat hafi verið margsaga og ítrekað hafi komið fram sönnunargögn sem sýndu fram á að framburður hans væri rangur. Sigríður ítrekaði það að Murat hafi sýnt Claudiu bifreið í eigu Aramandos, samkvæmt ákæru. Sigríður sagði aukaatriði hvort Murat hafi farið með Claudiu og sýnt henni bílinn eða hvort hann hafi sagt henni að fylgjast með henni á einhvern annan hátt. Vitað sé, sagði hún, að Murat hafi gefið henni leiðbeiningarnar. Gagnrýndu skýrslu lögreglu Geir Gestsson, verjandi Murats, hefur verið mjög gagnrýninn á ákæruna vegna þess að bæði Angjelin og Claudia hafa borið vitni um að Angjelin sjálfur hafi gefið henni fyrirmæli um að fylgjast með bílunum, ekki Murat. Vitnisburðir Angjelins og Claudiu um að Angjelin hafi sýnt bílana komu fram í skýrslutökum hjá lögreglu en voru ekki reifaðir í skýrslu hennar í málinu. Geir er ekki einn um að hafa gagnrýnt skýrsluna heldur gerði Guðjón St. Marteinsson, dómari í málinu í héraðsdómi, það einnig. Guðjón gagnrýndi skýrsluna harðlega í dómi sínum og sagði lögreglu meðal annars ekki hafa gætt að meginreglu um hlutlægnisskýrslu við gerð skýrslunnar. Sigríður sagði þá ljóst að Claudia hafi vitað af hótunum sem flugu milli Angjelins og Armandos. Hún hafi eins vitað af byssunni og vitað af því að hún sjálf hafi flutt byssuna fyrir Angjelin úr Borgarnesi til Reykjavíkur en hún hafi einskis spurt. Auk þess sé óumdeilt að Claudia hafi fylgst með bíl Armandos, þar sem hann var lagður við Rauðarárstíg þetta kvöld, og látið vita af því þegar hann lagði af stað heim á leið. Þessi þáttur henar sé óumdeildur en spurningin hvort Claudia hafi vitað hvað stóð til, sem Sigríður segir ljóst að hún hafi gert. Þáttur Shpetims stærri en Murats og Claudiu Sigríður segir þátt Shpetims, Murats og Claudiu hafa gert Angjelin kleift að bana Armando og samskipti þeirra á milli gefi til kynna að þau hafi öll vitað hvað var í vændum. Þau séu þannig samverkamenn í manndrápinu og Angjelin hafi haft beinan ásetning um manndráp, það er að segja að hann fór í Rauðagerði til að drepa Armando. Þremenningarnir eru eins og áður segir ákærð fyrir samverknað og liggur nú á að fá úr því skorið hvort þáttur þeirra í málinu megi teljast sem slíkur. Sigríður rakti það í lok málflutnings síns að þó þau séu ákærð fyrir samverknað séu fordæmi fyrir því að sakfellt sé fyrir hlutdeild þó ákært hafi verið fyrir samverknað. Af þeim þremur hefði Shpetim átt stærstan þátt í málinu. Sigríður kom jafnframt inn á dóm Landsréttar í málinu og sagðist engar ástæður sjá fyrir því að Landsréttur hefði haft lagaheimild til að lengja dóm Angjelins upp í 20 ár. Þannig fór Sigríður fram á 16 ára fangelsi yfir Angjelin, í stað 20 ára eins og honum voru dæmd í Landsrétti. Björgvin Jónsson, réttargæslumaður fjölskyldunnar, tók næst til máls og fór fram fyrir hönd Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur ekkju Armandos, að staðfest verði að Angjelin greiði henni rúma 31 milljón króna í skaða- og miskabætur. Börnum þeirra tveimur verði þá greiddar fjórar til fimm milljónir hvoru í miskabætur og að þeim verði greiddar sjö milljónir í skaðabætur vegna framfærslumissis. Auk þess var farið fram á að foreldrum Armando verði greiddar þrjár milljónir í miskabætur. Þóranna Helga Gunnarsdóttir ekkja Armando Beqirai, og Ólafur V. Thordersen sem var réttargæslumaður hennar og fjölskyldunnar í héraðsdómi. Ólafur hefur fylgt henni bæði í Landsrétti og Hæstarétti í morgun.Vísir/Vilhelm Næst munu verjendur í málinu taka til máls. Hverjum og einum hefur verið gefinn klukkustund til að flytja mál sitt. Ein umfangsmesta rannsókn seinni tíma Undir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar 2021 kom Armando Beqirai, 33 ára fjölskyldufaðir frá Albaníu, að heimili sínu í Rauðagerði. Hann lagði bíl sínum í bílskúrnum og þegar hann gekk út um bílskúrsdyrnar var hann skotinn níu sinnum. Rannsókn málsins var ein sú umfangsmesta í síðari tíð. Fjöldi fólks var handtekinn við rannsóknina en grunur lék á um að morðið tengdist einhvers konar uppgjöri í undirheimunum. Málið var gert upp í sérstökum annál fréttastofu fyrir þar síðustu áramót.
Dómsmál Morð í Rauðagerði Tengdar fréttir Ríkissaksóknari og verjendur sammála að annmarkar hafi verið á dómi Landsréttar Hæstiréttur hefur fallist á beiðni verjenda í Rauðagerðismálinu svokallaða að málið fái meðferð fyrir æðsta dómstigi landsins. Lögmaður eins sakborninganna fagnar ákvörðun Hæstaréttar og mikilvægt að Hæstiréttur skoði þá annmarka sem voru á dómi Landsréttar. 24. janúar 2023 12:01 Morðið í Rauðagerði verður tekið fyrir í Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á beiðni verjenda í Rauðagerðismálinu svokallaða að málið fái meðferð fyrir æðsta dómstigi landsins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23. janúar 2023 14:54 „Þetta veldur auðvitað áhyggjum“ Ríkissaksóknari telur mögulegt að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Verjandi eins sakborninga í málinu segir það áhyggjuefni, hafi áfrýjunardómstóllinn Landsréttur farið út fyrir refsirammann með þessum hætti. 10. janúar 2023 11:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Ríkissaksóknari og verjendur sammála að annmarkar hafi verið á dómi Landsréttar Hæstiréttur hefur fallist á beiðni verjenda í Rauðagerðismálinu svokallaða að málið fái meðferð fyrir æðsta dómstigi landsins. Lögmaður eins sakborninganna fagnar ákvörðun Hæstaréttar og mikilvægt að Hæstiréttur skoði þá annmarka sem voru á dómi Landsréttar. 24. janúar 2023 12:01
Morðið í Rauðagerði verður tekið fyrir í Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á beiðni verjenda í Rauðagerðismálinu svokallaða að málið fái meðferð fyrir æðsta dómstigi landsins. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23. janúar 2023 14:54
„Þetta veldur auðvitað áhyggjum“ Ríkissaksóknari telur mögulegt að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Verjandi eins sakborninga í málinu segir það áhyggjuefni, hafi áfrýjunardómstóllinn Landsréttur farið út fyrir refsirammann með þessum hætti. 10. janúar 2023 11:45