Seltjarnarnesbær sýknaður af öllum kröfum feðginanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2023 13:11 Feðginin Margrét Lillý og Einar Björn vilja tryggja að ekkert barn upplifi það sem Margrét þurfti að ganga í gegnum í æsku. Þau krefjast breytinga á barnaverndarkerfinu og bóta frá Seltjarnarnesbæ. Vísir/Bjarni Seltjarnarnesbær var í hádeginu sýknaður af tólf milljóna skaðabótakröfu sem feðgin höfðuðu á hendur bænum. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ekki sannað að starfsfólk bæjarfélagsins hefði sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi. Faðirinn segir að málinu verði áfrýjað til Landsréttar. Í lok árs 2019 steig Margrét Lillý Einarsdóttir fram í Kompás og opnaði sig um uppvaxtarár sín á Nesinu sem einkenndust af vanrækslu og ofbeldi af hálfu móður. Síðan þá hafa bæjaryfirvöld Seltjarnarnesbæjar beðist opinberlega afsökunar og Barnaverndarstofa gefið út skýrslu þar sem fram kemur að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda í máli Margrétar. Tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Frestur var gerður á aðalmeðferð málsins þann 16. mars til sáttaumleitana en sættir náðust ekki og hófst aðalmeðferð í málinu að nýju 2. maí. Fréttastofa hitti feðginin áður en þau héldu í dómsal þann 16. mars og frestur var gefinn í málinu. Þá mátti finna á þeim báðum að þau væru enn bæði sár og reið. „Það var komið svo illa fram við okkur af Seltjarnarnesbæ. Þau brutu svo rosalega á rétti okkar. Að hugsa sér, að fólk sem á að vinna með börnum skuli ekki geta haft þau í fyrsta sæti. Það er ótrúlegt,“ sagði Einar Björn Tómasson, faðir Margrétar, í viðtali þann 16. mars. Enginn efi um erfiðar aðstæður á heimilinu Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem fréttastofa hefur undir höndum segir að ekki sé ástæða til að efast um að Margrét hafi búið við erfðar aðstæður vegna veikinda móður sem hafi vafalaust haft mikil áhrif á hana og hún muni þurfa tíma til að vinna úr. Þá sé heldur ekki ástæða til að efast um erfiðar tilfinningar Einars Björns, föður hennar, vegna þeirra aðstæðna. Dómurinn telur hins vegar að virtum gögnum málsins ekki hægt að álykta að þeir erfiðleikar sem voru á heimilinu og Margrét lýsti, og ætlaður miski vegna þeirra, sé afleiðingar af ólögmætri og saknæmri háttsemi af hálfu starfsmanna Seltjarnarnesbæjar við meðferð máls hennar. Ítarlegri og formlegri skráning um meðferð málsins hefðu ekki endilega leitt til þess að viðbrögð bæjarins hefðu verið önnur í veikindum móður Margrétar árin 2007 og 2012 í atriðum sem skiptu verulegu máli fyrir heill Margrétar. Ekki víst að atburðarásin hefði orðið önnur Ekki yrði staðhæft að atburðarásin og uppeldisaðstæður Margrétar hefðu farið á annan og betri veg ef öllum formreglum hefði verið fylgt. Þá væri ekki talið að misbrestur á eða ófullnægjandi skráning upplýsinga og ritun greinagerða um meðferð málsins gæti orðið sjálfstæður grundvöllur miskabóta. Hafnaði dómurinn því að málsmeðferð starfsmanna bæjarins hefði valdið Margréti og föður hennar líkamstjóni af ásetningi eða stórfelldu gáleysi eða falið í sér ólögmæta meingerð gegn frelsi, frið, æru eða persónu þeirra í skilningi skaðabótalaga. Ekki væru heldur fyrir hendi skilyrði til greiðslu miskabóta sem krafist væri. Krafist var níu milljóna króna í skaðabætur fyrir Margréti og þriggja milljóna króna fyrir Einar Björn. Hann segir málinu ekki lokið og að dómnum í dag verði áfrýjað til Landsréttar. Barnavernd Seltjarnarnes Dómsmál Kompás Tengdar fréttir „Þetta rændi æsku minni og það er þessu fólki að kenna“ Stúlka, sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi, fagnar gagnrýnum úrskurði Barnaverndarstofu um slæleg vinnubrögð á Nesinu. Hún ætlar að berjast fyrir því að börn geti treyst kerfinu. 8. febrúar 2021 20:01 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Sjá meira
Í lok árs 2019 steig Margrét Lillý Einarsdóttir fram í Kompás og opnaði sig um uppvaxtarár sín á Nesinu sem einkenndust af vanrækslu og ofbeldi af hálfu móður. Síðan þá hafa bæjaryfirvöld Seltjarnarnesbæjar beðist opinberlega afsökunar og Barnaverndarstofa gefið út skýrslu þar sem fram kemur að verulegir annmarkar hafi verið á meðferð barnaverndaryfirvalda í máli Margrétar. Tilkynningar hafi ekki verið skráðar og málið rannsakað með ómarkvissum og óskýrum hætti. Frestur var gerður á aðalmeðferð málsins þann 16. mars til sáttaumleitana en sættir náðust ekki og hófst aðalmeðferð í málinu að nýju 2. maí. Fréttastofa hitti feðginin áður en þau héldu í dómsal þann 16. mars og frestur var gefinn í málinu. Þá mátti finna á þeim báðum að þau væru enn bæði sár og reið. „Það var komið svo illa fram við okkur af Seltjarnarnesbæ. Þau brutu svo rosalega á rétti okkar. Að hugsa sér, að fólk sem á að vinna með börnum skuli ekki geta haft þau í fyrsta sæti. Það er ótrúlegt,“ sagði Einar Björn Tómasson, faðir Margrétar, í viðtali þann 16. mars. Enginn efi um erfiðar aðstæður á heimilinu Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem fréttastofa hefur undir höndum segir að ekki sé ástæða til að efast um að Margrét hafi búið við erfðar aðstæður vegna veikinda móður sem hafi vafalaust haft mikil áhrif á hana og hún muni þurfa tíma til að vinna úr. Þá sé heldur ekki ástæða til að efast um erfiðar tilfinningar Einars Björns, föður hennar, vegna þeirra aðstæðna. Dómurinn telur hins vegar að virtum gögnum málsins ekki hægt að álykta að þeir erfiðleikar sem voru á heimilinu og Margrét lýsti, og ætlaður miski vegna þeirra, sé afleiðingar af ólögmætri og saknæmri háttsemi af hálfu starfsmanna Seltjarnarnesbæjar við meðferð máls hennar. Ítarlegri og formlegri skráning um meðferð málsins hefðu ekki endilega leitt til þess að viðbrögð bæjarins hefðu verið önnur í veikindum móður Margrétar árin 2007 og 2012 í atriðum sem skiptu verulegu máli fyrir heill Margrétar. Ekki víst að atburðarásin hefði orðið önnur Ekki yrði staðhæft að atburðarásin og uppeldisaðstæður Margrétar hefðu farið á annan og betri veg ef öllum formreglum hefði verið fylgt. Þá væri ekki talið að misbrestur á eða ófullnægjandi skráning upplýsinga og ritun greinagerða um meðferð málsins gæti orðið sjálfstæður grundvöllur miskabóta. Hafnaði dómurinn því að málsmeðferð starfsmanna bæjarins hefði valdið Margréti og föður hennar líkamstjóni af ásetningi eða stórfelldu gáleysi eða falið í sér ólögmæta meingerð gegn frelsi, frið, æru eða persónu þeirra í skilningi skaðabótalaga. Ekki væru heldur fyrir hendi skilyrði til greiðslu miskabóta sem krafist væri. Krafist var níu milljóna króna í skaðabætur fyrir Margréti og þriggja milljóna króna fyrir Einar Björn. Hann segir málinu ekki lokið og að dómnum í dag verði áfrýjað til Landsréttar.
Barnavernd Seltjarnarnes Dómsmál Kompás Tengdar fréttir „Þetta rændi æsku minni og það er þessu fólki að kenna“ Stúlka, sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi, fagnar gagnrýnum úrskurði Barnaverndarstofu um slæleg vinnubrögð á Nesinu. Hún ætlar að berjast fyrir því að börn geti treyst kerfinu. 8. febrúar 2021 20:01 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Sjá meira
„Þetta rændi æsku minni og það er þessu fólki að kenna“ Stúlka, sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi, fagnar gagnrýnum úrskurði Barnaverndarstofu um slæleg vinnubrögð á Nesinu. Hún ætlar að berjast fyrir því að börn geti treyst kerfinu. 8. febrúar 2021 20:01