Skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás gegn sambýliskonu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. maí 2023 22:28 Árásin átti sér stað í október 2015. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir stórfellda líkamsárás gegn þáverandi sambýliskonu sinni. Hann hrinti henni, sló hana í andlitið og ítrekað með beltissylgju. Landsréttur kvað upp dóm í málinu í gær og þyngdi þar með refsingu héraðsdóms um einn mánuð. Hún er þó, eins og fyrr segir, skilorðsbundin til tveggja ára. Þáverandi sambýliskona mannsins kærði hann upphaflega í maí 2020 en líkamsárásin átti sér stað í október 2015. Lögregla ákærði manninn loks í febrúar 2022 fyrir brotið. Við árásina hlaut brotaþoli viðbeinsbrot, mar og yfirborðsáverka víðsvegar á líkamanum, sár í munni og á kvið. Sagði brotaþola hafa dottið Ákærði neitaði að hafa beitt brotaþola ofbeldi. Hann bar fyrir sig að sambýliskonan þáverandi hafi ráðist að honum með barsmíðum, ýtt honum, runnið sjálf og slasast þannig. Hann kvaðst lítið muna eftir atvikum en sagðist hafa farið aftur inn í rúm og lagt sig. Þessu hélt hann fram bæði fyrir héraðsdómi og í Landsrétti en það hafði hann ekki gert við skýrslutöku hjá lögreglu, sem fram fór í tvígang. Brotaþoli lýsti málsatvikunum með allt öðrum hætti. Hún hafi komist á snoðir um framhjáhald ákærða, við það orðið mjög reið og beðið hann að yfirgefa íbúðina. Því hafi hann ekki við unað, haldið áfram að sofa, en brotaþoli þrábeðið hann að fara. Þá hafi hann látið til skarar skríða. Framburður trúverðugur Landsréttur sagði framburð brotaþola fá stoð í vottorði læknis á slysa- og bráðadeild Landspítala en hún leitaði samdægurs læknisaðstoðar eftir árásina. Ljósmyndir og vitnisburður vinkonu hennar, auk foreldra, bentu allar til þess að brotaþoli segði satt og rétt frá. Framburður ákærða var hins vegar hvorki talinn eiga sér stoð í gögnum málsins né í framburði vitna. Þá þyrfti einnig að líta til þess að hann hafi lagst aftur til svefns, eftir að brotaþoli slasaðist, eða fallið í gólfið að hans sögn, án þess að skeyta um ástand hennar. Hann hafi engar skýringar gefið á áverkum brotaþola að öðru leyti. Við ákvörðun refsingar var meðal annars horft til þess að þau hafi verið sambúðarfólk þegar árásin átti sér stað. Horfði það til refsiþyngingar. Hins vegar væri langt liðið frá því að ákærði hafi framið ofbeldisverknaðinn og þótti því unnt að skilorðsbinda refsinguna. Maðurinn var því dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og ber að greiða 885 þúsund í sakarkostnað fyrir héraðsdómi. Þá ber honum enn fremur að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmar 722 þúsund krónur. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm í málinu í gær og þyngdi þar með refsingu héraðsdóms um einn mánuð. Hún er þó, eins og fyrr segir, skilorðsbundin til tveggja ára. Þáverandi sambýliskona mannsins kærði hann upphaflega í maí 2020 en líkamsárásin átti sér stað í október 2015. Lögregla ákærði manninn loks í febrúar 2022 fyrir brotið. Við árásina hlaut brotaþoli viðbeinsbrot, mar og yfirborðsáverka víðsvegar á líkamanum, sár í munni og á kvið. Sagði brotaþola hafa dottið Ákærði neitaði að hafa beitt brotaþola ofbeldi. Hann bar fyrir sig að sambýliskonan þáverandi hafi ráðist að honum með barsmíðum, ýtt honum, runnið sjálf og slasast þannig. Hann kvaðst lítið muna eftir atvikum en sagðist hafa farið aftur inn í rúm og lagt sig. Þessu hélt hann fram bæði fyrir héraðsdómi og í Landsrétti en það hafði hann ekki gert við skýrslutöku hjá lögreglu, sem fram fór í tvígang. Brotaþoli lýsti málsatvikunum með allt öðrum hætti. Hún hafi komist á snoðir um framhjáhald ákærða, við það orðið mjög reið og beðið hann að yfirgefa íbúðina. Því hafi hann ekki við unað, haldið áfram að sofa, en brotaþoli þrábeðið hann að fara. Þá hafi hann látið til skarar skríða. Framburður trúverðugur Landsréttur sagði framburð brotaþola fá stoð í vottorði læknis á slysa- og bráðadeild Landspítala en hún leitaði samdægurs læknisaðstoðar eftir árásina. Ljósmyndir og vitnisburður vinkonu hennar, auk foreldra, bentu allar til þess að brotaþoli segði satt og rétt frá. Framburður ákærða var hins vegar hvorki talinn eiga sér stoð í gögnum málsins né í framburði vitna. Þá þyrfti einnig að líta til þess að hann hafi lagst aftur til svefns, eftir að brotaþoli slasaðist, eða fallið í gólfið að hans sögn, án þess að skeyta um ástand hennar. Hann hafi engar skýringar gefið á áverkum brotaþola að öðru leyti. Við ákvörðun refsingar var meðal annars horft til þess að þau hafi verið sambúðarfólk þegar árásin átti sér stað. Horfði það til refsiþyngingar. Hins vegar væri langt liðið frá því að ákærði hafi framið ofbeldisverknaðinn og þótti því unnt að skilorðsbinda refsinguna. Maðurinn var því dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og ber að greiða 885 þúsund í sakarkostnað fyrir héraðsdómi. Þá ber honum enn fremur að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, rúmar 722 þúsund krónur.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira