Ríkið sýknað af kröfu Símans um veiðirétt Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfu Símans um að fjarskiptafyrirtækið ætti veiðirétt fyrir landi sínu sem liggur að Sandá í Þjórsárdal. Umfangsmikil skógrækt Skógræktarinnar á jörðinni skipti sköpum í málinu. Viðskipti innlent 28. nóvember 2022 15:29
„Ungt fólk gert að glæpamönnum og fyrir það eitt að rækta arfa sem má reykja“ Bubbi Morthens tónlistarmaður getur ekki leynt furðu sinni vegna dóms yfir Vigni Þór Liljusyni sem dæmdur var í 15 mánaða fangelsi vegna ræktunar 15 kannabisplantna í íbúðarhúsi á Akureyri. Innlent 28. nóvember 2022 13:33
Fimmtán mánaða fangelsi fyrir kannabisræktun á Akureyri Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir karlmanni, sem sakfelldur var fyrir að hafa staðið að ræktun fjórtán kannabisplantna í íbúðarhúsi á Akureyri. Þrír aðrir einstaklingar voru sakfelldir fyrir aðild sína að brotinu en þau leituðu ekki endurskoðunar héraðsdóms. Innlent 28. nóvember 2022 12:10
Bræður berjast fyrir bótum vegna Brúneggjamálsins Aðalmeðferð í skaðabótamáli fyrrverandi eigenda Brúneggja gegn Ríkisútvarpinu og Matvælastofnun hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þetta er í annað skiptið sem eggjaframleiðendurnir láta reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Innlent 28. nóvember 2022 11:26
Aðeins barnlausum og heilbrigðum fullorðnum neitað um niðurgreidda heilbrigðisþjónustu Ákvæði í nýju frumvarpi dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um útlendinga er varðar niðurfellingu á heilbrigðisþjónustu mun eingöngu koma til skoðunar í tilviki barnlausra og heilbrigðra fullorðinna einstaklinga sem dvelja hér ólöglega og neita að yfirgefa landið. Innlent 28. nóvember 2022 07:31
Engar skaðabætur vegna uppsagnar eftir hótanir barnsföður Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað skaðabótakröfu konu sem sagt var upp störfum vegna þess að barnsfaðir hennar hótaði samstarfsmanni hennar ítrekað og á alvarlegan hátt. Fyrirtækið mat það svo að konan hafi rofið trúnað um samskiptasamning sem gerður var á milli hennar og samstarfsmanns hennar. Innlent 25. nóvember 2022 15:16
Dómur mildaður fyrir manndráp af gáleysi í Vindakór Landsréttur mildaði í dag dóm yfir Dumitru Calin fyrir að hafa af gáleysi banað Daníel Eiríkssyni fyrir utan heimili Daníels í Vindakór árið 2021. Dumitru var dæmdur í tveggja ára fangelsi en hafði áður hlotið þriggja og hálfs árs fangelsi í héraði. Innlent 25. nóvember 2022 14:50
Úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðssaksóknari hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra ætlar að kæra úrskurðinn til Landsréttar. Innlent 24. nóvember 2022 21:55
Flutti inn kókaín frá Mallorca í skósólum Litháenskur karlmaður hefur verið dæmdur til sjö mánaðar fangelsisvistar fyrir innflutning á kókaíni. Efnin voru falin í skósólum skópars í ferðatösku, en maðurinn kom til landsins frá Mallorca á Spáni í september síðastliðnum. Innlent 24. nóvember 2022 11:52
Árásarmálið í Borgarholtsskóla þingfest Mál fimmmenninganna sem ákærðir eru fyrir vopnuð slagsmál í Borgarholtsskóla var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis í dag. Sakborningarnir eru allir ákærðir fyrir brot gegn vopnalögum. Innlent 23. nóvember 2022 16:40
Sogni lokað í byrjun árs ef ekki koma til auknar fjárheimildir Fangelsinu að Sogni verður varanlega lokað ef ekki koma til auknar fjárheimildir til Fangelsismálastofnunar. Auk þess munu 23 fangelsispláss á Litla Hrauni hverfa, boðunarlistar til afplánunar munu lengjast og fyrningar refsingar munu aukast. Í dag eru ríflega þrjú hundruð dómþolar á boðunarlista til afplánunar í fangelsi en um 20-25% fangelsisplássa eru ekki nýtt í dag vegna fjárskorts. Innlent 23. nóvember 2022 13:56
Margdæmdum skattsvikara gert að greiða 130 milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Jón Arnar Pálmason í 24 mánaða fangelsi, þar af 21 mánuð skilorðsbundinn, fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum. Jón Arnar þarf einnig að greiða 131 milljón í sekt til ríkissjóðs auk málsvarsþóknunar verjanda síns. Innlent 23. nóvember 2022 07:01
Fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir vörslu barnakláms Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa aflað sér og haft í vörslum sínum tæki sem innihéldu mikið magn af barnaklámi. Maðurinn játaði brot sín skýlaust en dómur yfir honum var kveðinn við héraðsdóm Reykjavíkur fyrr í mánuðinum. Innlent 22. nóvember 2022 22:47
Réðst á þroskaskertan mann vegna ágreinings um almenningsbekk Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast þroskaskertan mann vegna ágreinings um almenningsbekk. Hann var sakfelldur fyrir að hafa sparkað fótunum undan manninum með þeim afleiðingum að hann féll í jörðina og axlarbrotnaði. Innlent 22. nóvember 2022 19:54
Þrjú og hálft ár fyrir að hafa þríhöfuðkúpubrotið vinnufélaga Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann sló tvo vinnufélaga sína með hamri í júní síðastliðnum og annar þeirra þríhöfuðkúpubrotnaði. Ákæruvaldið fór fram á fimm ára fangelsi. Innlent 22. nóvember 2022 17:37
Sýknaður af kynferðisbroti gegn 14 ára stúlku Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað karlmann sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku í kjölfar samskipta þeirra á stefnumótaforritinu Tinder. Maðurinn játaði að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við stúlkuna en staðhæfði að hann hefði ekki vitað réttan aldur stúlkunnar fyrr en eftir á. Ágreiningur um sönnun í málinu var því afmarkaður við vitneskju mannsins um réttan aldur stúlkunnar. Innlent 22. nóvember 2022 12:08
Sagðist í fyrstu skýrslutöku hafa átt að fá greiddar 30 milljónir Karlmaður á sjötugsaldri sem sætir ákæru í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar viðurkenndi í fyrstu skýrslutöku hjá lögreglu að hann hefði átt að fá þrjátíu milljónir króna fyrir sinn hlut í innflutningnum. Í næstu yfirheyrslum dró hann úr framburði sínum og sagði óljóst hve há greiðslan hefði átt að vera. Innlent 21. nóvember 2022 16:52
Samskip fái úrlausn um tiltekin atriði í sátt Eimskips við Samkeppniseftirlitið Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Samskip hafi lögvarða hagsmuni af því að fá úrlausn áfrýjunarnefndar samkeppnismála um tiltekin atriði í sátt Eimskips við Samkeppniseftirlitið frá í júní 2021. Viðskipti innlent 21. nóvember 2022 09:53
Dómurinn yfir Eiríki á Omega fyrir skattsvik staðfestur Landsréttur hefur staðfest tíu mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir sjónvarpsmanninum Eiríki Sigurbjörnssyni, oftar kenndur við kristilegu stöðina Omega. Hann þarf að greiða 109 milljónir í sekt fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum auk 1,6 milljóna króna í málskostnað. Viðskipti innlent 18. nóvember 2022 14:09
Koma af fjöllum vegna kókaíns í kaffivél sem lögregla vissi af Lögreglan á Suðurnesjum hefur til rannsóknar innflutning á tæpum tveimur kílóum af kókaíni sem falin voru í kaffivél. Hinir grunuðu virðast hafa gengið í gildru lögreglu sem vissi af sendingunni. Fjölskyldufaðir, sem er með stöðu sakbornings í málinu, virðist hafa blandað bæði föður sínum og syni í málið. Annar sakborningur er grunaður um að sitja á tugum milljóna sem lögregla telur hann ekki geta útskýrt. Þeir báðir segjast ekkert vita um umræddan pakka. Innlent 18. nóvember 2022 13:40
Gripinn með fullar ferðatöskur af ofskynjunarefnum Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa fyrir rúmum tveimur árum verið gripinn með rúmlega 32 kíló af sterku ofskynjunarlyfi við komuna til landsins. Mál hans verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Innlent 18. nóvember 2022 10:35
Sparkað niður 23 steintröppur við veitingastað í Reykjavík Landsréttur hefur úrskurðað mann í gæsluvarðhald til 8. desember vegna gruns um að hafa sparkað öðrum manni niður 23 steintröppur utandyra við inngang veitingastaðar í Reykjavík þann 29. október síðastliðinn. Innlent 17. nóvember 2022 07:52
Ríkið sýknað af kröfu manns sem fær ekki að heita Lúsífer Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu karlmanns sem í tvígang hefur óskað eftir því að fá eiginnafnið Lúsífer viðurkennt hjá mannanafnanefnd en fengið synjun á grundvelli þess að Lúsífer sé eitt af nöfnum djöfulsins. Í málinu reyndi meðal annars á það að hvaða marki dómstólar geta endurmetið niðurstöðu mannanafnanefndar sem stjórnvalds. Innlent 16. nóvember 2022 19:09
Dómari sem sýknaði borgina vegna blöðruboltaslyss talinn vanhæfur Hæstiréttur ómerkti dóm Landsréttar í máli leikskólakennara gegn Reykjavíkurborg vegna blöðruboltaslyss í dag. Einn dómaranna við Landsrétt sem sýknaði borgina var talinn vanhæfur vegna þess að hann var borgarlögmaður þegar slysið var tilkynnt til embættisins. Innlent 16. nóvember 2022 17:55
Sakborningar í stóra kókaínmálinu spjölluðu allir við dómara á Skype Sakborningarnir fjórir í stóra kókaínmálinu tóku allir afstöðu til ákærunnar í gegnum fjarfundabúnaðinn Skype þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þeir sæta ákæru fyrir innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni hingað til lands. Þeir voru handteknir í ágúst síðastliðnum. Innlent 16. nóvember 2022 10:26
Fá pakkaferðina til Madonna endurgreidda vegna Covid-19 Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness að Ferðaskrifstofa Íslands skuli endurgreiða stórfjölskyldu pakkaferð til skíðabæjarins Madonna di Campiglio á Norður-Ítalíu sem fara átti í þegar kórónuveirufaraldurinn skall á af fullum þunga. Fjölskyldan, alls þrettán manns, átti að fara í ferðina 29. febrúar 2020 en afpantaði ferðina daginn áður, sama dag og fyrsta kórónuveirutilfellið var staðfest hér á landi og útbreiðslan var þegar orðin mikil á Ítalíu. Neytendur 16. nóvember 2022 08:51
„Óvenjulega rætin“ ummæli Agnesar um Aldísi dæmd ómerk Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fern ummæli Agnesar Bragadóttur, fyrrverandi blaðamanns, um Aldísi Schram ómerk í dag. Framsetning ummæla hennar var talin óvenjulega rætin. Innlent 15. nóvember 2022 18:18
Íslenska ríkið hafi gert rétt að svipta foreldra forsjá barna sinna Íslenska ríkið braut ekki á mannréttindum foreldra á Íslandi með því að svipta þau forsjá barna sinna. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu sem kvað upp dóm sinn í morgun. Dómurinn telur íslenska ríkið hafa haft hagsmuni barnanna að leiðarljósi í aðgerðum sínum. Innlent 15. nóvember 2022 10:56
Dæmdur fyrir að kýla starfsmann borgarinnar Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hafa slegið starfsmann velferðarsviðs Reykjavíkurborgar í andlitið þegar sá var við vinnu. Innlent 15. nóvember 2022 07:49
Hjalti Úrsus segir bótakröfuna nema tugum milljóna króna Sonur Hjalta, Árni Gils, lést í sumar aðeins 29 ára gamall. Hann var fyrir nokkrum árum dæmdur í fangelsi og sat nærri 300 daga í einagrun, gæsluvarðhaldi og fangavist, þar til honum var sleppt eftir að í ljós komu gríðarlegar brotalamir í málinu. Innlent 14. nóvember 2022 11:22