Segir gróflega brotið á réttindum Eddu Bjarkar Lovísa Arnardóttir skrifar 1. desember 2023 11:37 Hildur Sólveig Pétursdóttir, lögmaður Eddu Bjarkar, til vinstri, og Edda Björk, til hægri. Samsett Landsréttur hefur enn ekki skilað úrskurði sínum í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur. Lögmaður hennar, Jóhannes Karl Sveinsson, kærði niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald hennar til Landsréttar fyrr í vikunni. „Þessi aðgerð sem átti að framkvæma í nótt sýndi okkur að það er verið að brjóta gróflega á réttindum Eddu,“ segir Hildur Sólveig Pétursdóttir, lögmaður Eddu Bjarkar Arnardóttur. Til útskýringar þá er Edda með tvo lögmenn á Íslandi. Jóhannes Karl Sveinsson sér um framsalsmálið og Hildur Sólveig Pétursdóttir sér um forsjármál hennar. Hún segir Eddu ekki hafa vitað af aðgerðum ættingja hennar og vina við fangelsið á Hólmsheiði í nótt en hún hefur verið vistuð þar síðan hún var handtekin á miðvikudag. „Hún hafði ekki hugmynd um þessar aðgerðir, sá ekki fólkið, en var auðvitað mjög þakklát. Henni fannst mjög alvarlega brotið á sér að fá ekki þennan úrskurð frá Landsrétti fyrir brottför sína,“ segir Hildur Sólveig. Hildur Sólveig segist geta tekið undir orð Jóhannesar í viðtali á mbls.is um að um væri að ræða myrkraverk en til stóð að afhenda Eddu norskum yfirvöldum í nótt. Edda sætir nú gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði. Hún var handtekin í vikunni á grundvelli norrænnar handtökuskipunar vegna forræðisdeilna við eiginmann sinn fyrrverandi. Sá er íslenskur og býr í Noregi og fer einn með forsjá þriggja sona þeirra. „Við það að fólk fór þarna virðist það hafa virkað að fresta brottför hennar,“ segir Hildur Sólveig en krafa lögmanns hennar og mótmælenda við fangelsið er að Landsréttur úrskurði um gæsluvarðhald hennar áður en hún fer út. Lögmaður hennar skilaði greinargerð til dómstólsins seint á miðvikudag og sagði í viðtali við fréttastofu í gær að hann ætti von á úrskurði frá dómstólnum seinasta lagi í dag. Hildur Sólveig segir það villandi að í málinu sé alltaf vísað til þess að Edda eigi í forræðisdeilu við manninn sinn. „Edda á að mæta fyrir dóm í Noregi við þingfestingu máls. Þingfesting hér á Íslandi tekur tíu mínútur eða hálftíma í mesta lagi af því að það er búið að ákæra hana fyrir að taka drengina í mars í fyrra,“ segir Hildur Sólveig og á þá við það þegar Edda Björk leigði einkaflugvél og fór með drengina til Íslands. „Þetta er það sem liggur fyrir í málinu og íslensk stjórnvöld ætla að svipta hana frelsi sínu. Ekki bara í þessa daga hér heldur líka í Noregi því það er nærri öruggt að þar verður hún vistuð í gæsluvarðhaldi,“ segir Hildur Sólveig og er mjög gagnrýnin á þetta. Hún segir hægt að tryggja það með öðrum hætti að hún mæti fyrir dóm, eins og með farbanni og ökklabandi. Var í farbanni og lögreglan með vegabréfið Hildur Sólveig segir það alltaf hafa legið fyrir að Edda Björk hafi ætlað að mæta. „Svo vil ég vekja athygli á því að þetta er kona sem á sjö börn, mann og hunda, alla stórfjölskyldu sína hér. Jólin eru að koma og hún er mikið jólabarn. Hún er ekkert að fara og það væri hægt að láta hana bara fá ökklaband til að tryggja að ríkissaksóknari viti alltaf nákvæmlega hvar hún er þar til búið er að ákveða dagsetningu á þessu þinghaldi og fara þá með hana út,“ segir Hildur Sólveig. Hún segir Eddu Björk hafa verið í farbanni til 29. nóvember og lögreglan hafi því þegar verið með vegabréfið hennar. Það hefði auðveldlega verið hægt að framlengja því. Hvað dagsetningu varðar fyrir réttarhöldin segir í svari til fréttastofu að það að dagsetning liggi fyrir sé ekki eitt af skilyrðum fyrir afhendingu vegna meðferðar máls og því ekki skoðað sérstaklega þegar menn eru afhentir, hvorki vegna evrópskrar handtökuskipunar norrænnar. „Við einfaldlega mættum ekki hafna eða fresta afhendingu á þessum grundvelli, hvort sem um væri að ræða íslenska ríkisborgara eða erlenda. Við afhendingu vegna meðferð máls geta mál verið á ýmsum stigum, allt frá upphafi rannsóknar og þar til dómur fellur,“ segir í svarinu og að þegar sakborningar séu afhendir til Íslands vegna meðferðar máls hér sé almennt aldrei komin dagsetning á meðferð málsins fyrir dómi. Þá er bent á að meðferðin sé háð því að viðkomandi sé viðstaddur og ef það sé óljóst hvenær hann mæti þá sé málið ekki sett á dagskrá. Það sé hins vegar gert um leið og ljóst sé hvenær hann mæti. Gæsluvarðhald meginreglan Einnig var spurt hvort almennt væri krafist farbanns eða gæsluvarðhalds í slíkum málum og í svari ríkissaksóknara kemur fram að almennt séð sé krafist farbanns á meðal mál sé til meðferðar, en eftir að endanleg ákvörðun liggur fyrir sé meginreglan sú að krafist sé gæsluvarðhalds þar til afhending fer fram. „Í einstaka undantekningartilvikum hefur Landsréttur ekki fallist á gæslu eftir að endanleg ákvörðun liggur fyrir en það var í máli þar sem ekki var talin nein hætta á að viðkomandi myndi reyna að koma sér undan.“ Hildur Sólveig gefur ekki mikið fyrir þessi svör og segir að þrátt fyrir að þetta hafi verið verklagið sé vel hægt að breyta því. „Þetta er ekki meðalhóf. Eina sem þetta framsal á að gera er að tryggja að hún mæti fyrir dóminn á tilteknum degi. En að svipta hana frelsi í vikur og mánuði og láta hana vera í gæsluvarðhaldi í Noregi um jól og áramót. Meðalhófið snýst um það að tryggja að hún mæti fyrir dóminn. Hún er tilbúin til þess og það er hægt að láta hana vera með ökklaband, áfram í farbanni og halda vegabréfinu. Þetta myndi allt tryggja það að hún myndi mæta á réttum tíma. Það er það eina sem íslensk stjórnvöld eiga að gera. Tryggja að hún mæti fyrir dóminn á tilteknum degi en á meðan þessi dagur liggur ekki fyrir er þessi frelsissvipting allt of mikið inngrip og brot á mannréttindum.“ Fjölskyldumál Réttindi barna Noregur Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir „Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði“ „Við erum farin. Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur. Um sautján bílar lokuðu aðkomunni að fangelsinu í nótt. 1. desember 2023 08:45 Bíða enn og verða við fangelsið þar til flugvélin er farin „Það er ekkert að frétta, við erum ennþá hérna. Lögfræðingurinn hennar hefur ekki heyrt í neinum,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttir, sem fékk þau skilaboð í gær að til stæði að flytja hana til Noregs í nótt. 1. desember 2023 06:26 Ætla að koma í veg fyrir flutning Eddu með öllum tiltækum ráðum Vinir og vandamenn Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem til stendur að flytja til Noregs í nótt, hafa fjölmennt við fangelsið á Hólmsheiði til þess að vekja athygli á máli hennar. Systir hennar segir þau munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Edda Björk verði flutt úr fangelsinu. 1. desember 2023 02:04 Til stendur að flytja Eddu Björk til Noregs í nótt Til stendur að afhenda Eddu Björk Arnardóttur norskum yfirvöldum í nótt. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald í fyrradag en Landsréttur hefur ekki enn staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 30. nóvember 2023 23:32 Segja gloppu í kerfinu Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Eddu Bjarkar Arnardóttur, skilaði í gærkvöldi greinargerð til Landsréttar en þangað áfrýjaði hann niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald Eddu Bjarkar hér á landi. Staðfesti Landsréttur úrskurðinn verður hún flutt til Noregs innan fimm daga samkvæmt lögum. 30. nóvember 2023 13:00 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
„Þessi aðgerð sem átti að framkvæma í nótt sýndi okkur að það er verið að brjóta gróflega á réttindum Eddu,“ segir Hildur Sólveig Pétursdóttir, lögmaður Eddu Bjarkar Arnardóttur. Til útskýringar þá er Edda með tvo lögmenn á Íslandi. Jóhannes Karl Sveinsson sér um framsalsmálið og Hildur Sólveig Pétursdóttir sér um forsjármál hennar. Hún segir Eddu ekki hafa vitað af aðgerðum ættingja hennar og vina við fangelsið á Hólmsheiði í nótt en hún hefur verið vistuð þar síðan hún var handtekin á miðvikudag. „Hún hafði ekki hugmynd um þessar aðgerðir, sá ekki fólkið, en var auðvitað mjög þakklát. Henni fannst mjög alvarlega brotið á sér að fá ekki þennan úrskurð frá Landsrétti fyrir brottför sína,“ segir Hildur Sólveig. Hildur Sólveig segist geta tekið undir orð Jóhannesar í viðtali á mbls.is um að um væri að ræða myrkraverk en til stóð að afhenda Eddu norskum yfirvöldum í nótt. Edda sætir nú gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði. Hún var handtekin í vikunni á grundvelli norrænnar handtökuskipunar vegna forræðisdeilna við eiginmann sinn fyrrverandi. Sá er íslenskur og býr í Noregi og fer einn með forsjá þriggja sona þeirra. „Við það að fólk fór þarna virðist það hafa virkað að fresta brottför hennar,“ segir Hildur Sólveig en krafa lögmanns hennar og mótmælenda við fangelsið er að Landsréttur úrskurði um gæsluvarðhald hennar áður en hún fer út. Lögmaður hennar skilaði greinargerð til dómstólsins seint á miðvikudag og sagði í viðtali við fréttastofu í gær að hann ætti von á úrskurði frá dómstólnum seinasta lagi í dag. Hildur Sólveig segir það villandi að í málinu sé alltaf vísað til þess að Edda eigi í forræðisdeilu við manninn sinn. „Edda á að mæta fyrir dóm í Noregi við þingfestingu máls. Þingfesting hér á Íslandi tekur tíu mínútur eða hálftíma í mesta lagi af því að það er búið að ákæra hana fyrir að taka drengina í mars í fyrra,“ segir Hildur Sólveig og á þá við það þegar Edda Björk leigði einkaflugvél og fór með drengina til Íslands. „Þetta er það sem liggur fyrir í málinu og íslensk stjórnvöld ætla að svipta hana frelsi sínu. Ekki bara í þessa daga hér heldur líka í Noregi því það er nærri öruggt að þar verður hún vistuð í gæsluvarðhaldi,“ segir Hildur Sólveig og er mjög gagnrýnin á þetta. Hún segir hægt að tryggja það með öðrum hætti að hún mæti fyrir dóm, eins og með farbanni og ökklabandi. Var í farbanni og lögreglan með vegabréfið Hildur Sólveig segir það alltaf hafa legið fyrir að Edda Björk hafi ætlað að mæta. „Svo vil ég vekja athygli á því að þetta er kona sem á sjö börn, mann og hunda, alla stórfjölskyldu sína hér. Jólin eru að koma og hún er mikið jólabarn. Hún er ekkert að fara og það væri hægt að láta hana bara fá ökklaband til að tryggja að ríkissaksóknari viti alltaf nákvæmlega hvar hún er þar til búið er að ákveða dagsetningu á þessu þinghaldi og fara þá með hana út,“ segir Hildur Sólveig. Hún segir Eddu Björk hafa verið í farbanni til 29. nóvember og lögreglan hafi því þegar verið með vegabréfið hennar. Það hefði auðveldlega verið hægt að framlengja því. Hvað dagsetningu varðar fyrir réttarhöldin segir í svari til fréttastofu að það að dagsetning liggi fyrir sé ekki eitt af skilyrðum fyrir afhendingu vegna meðferðar máls og því ekki skoðað sérstaklega þegar menn eru afhentir, hvorki vegna evrópskrar handtökuskipunar norrænnar. „Við einfaldlega mættum ekki hafna eða fresta afhendingu á þessum grundvelli, hvort sem um væri að ræða íslenska ríkisborgara eða erlenda. Við afhendingu vegna meðferð máls geta mál verið á ýmsum stigum, allt frá upphafi rannsóknar og þar til dómur fellur,“ segir í svarinu og að þegar sakborningar séu afhendir til Íslands vegna meðferðar máls hér sé almennt aldrei komin dagsetning á meðferð málsins fyrir dómi. Þá er bent á að meðferðin sé háð því að viðkomandi sé viðstaddur og ef það sé óljóst hvenær hann mæti þá sé málið ekki sett á dagskrá. Það sé hins vegar gert um leið og ljóst sé hvenær hann mæti. Gæsluvarðhald meginreglan Einnig var spurt hvort almennt væri krafist farbanns eða gæsluvarðhalds í slíkum málum og í svari ríkissaksóknara kemur fram að almennt séð sé krafist farbanns á meðal mál sé til meðferðar, en eftir að endanleg ákvörðun liggur fyrir sé meginreglan sú að krafist sé gæsluvarðhalds þar til afhending fer fram. „Í einstaka undantekningartilvikum hefur Landsréttur ekki fallist á gæslu eftir að endanleg ákvörðun liggur fyrir en það var í máli þar sem ekki var talin nein hætta á að viðkomandi myndi reyna að koma sér undan.“ Hildur Sólveig gefur ekki mikið fyrir þessi svör og segir að þrátt fyrir að þetta hafi verið verklagið sé vel hægt að breyta því. „Þetta er ekki meðalhóf. Eina sem þetta framsal á að gera er að tryggja að hún mæti fyrir dóminn á tilteknum degi. En að svipta hana frelsi í vikur og mánuði og láta hana vera í gæsluvarðhaldi í Noregi um jól og áramót. Meðalhófið snýst um það að tryggja að hún mæti fyrir dóminn. Hún er tilbúin til þess og það er hægt að láta hana vera með ökklaband, áfram í farbanni og halda vegabréfinu. Þetta myndi allt tryggja það að hún myndi mæta á réttum tíma. Það er það eina sem íslensk stjórnvöld eiga að gera. Tryggja að hún mæti fyrir dóminn á tilteknum degi en á meðan þessi dagur liggur ekki fyrir er þessi frelsissvipting allt of mikið inngrip og brot á mannréttindum.“
Fjölskyldumál Réttindi barna Noregur Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir „Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði“ „Við erum farin. Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur. Um sautján bílar lokuðu aðkomunni að fangelsinu í nótt. 1. desember 2023 08:45 Bíða enn og verða við fangelsið þar til flugvélin er farin „Það er ekkert að frétta, við erum ennþá hérna. Lögfræðingurinn hennar hefur ekki heyrt í neinum,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttir, sem fékk þau skilaboð í gær að til stæði að flytja hana til Noregs í nótt. 1. desember 2023 06:26 Ætla að koma í veg fyrir flutning Eddu með öllum tiltækum ráðum Vinir og vandamenn Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem til stendur að flytja til Noregs í nótt, hafa fjölmennt við fangelsið á Hólmsheiði til þess að vekja athygli á máli hennar. Systir hennar segir þau munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Edda Björk verði flutt úr fangelsinu. 1. desember 2023 02:04 Til stendur að flytja Eddu Björk til Noregs í nótt Til stendur að afhenda Eddu Björk Arnardóttur norskum yfirvöldum í nótt. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald í fyrradag en Landsréttur hefur ekki enn staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 30. nóvember 2023 23:32 Segja gloppu í kerfinu Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Eddu Bjarkar Arnardóttur, skilaði í gærkvöldi greinargerð til Landsréttar en þangað áfrýjaði hann niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald Eddu Bjarkar hér á landi. Staðfesti Landsréttur úrskurðinn verður hún flutt til Noregs innan fimm daga samkvæmt lögum. 30. nóvember 2023 13:00 Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
„Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði“ „Við erum farin. Flugvélin er farin og Edda er enn á Hólmsheiði,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttur. Um sautján bílar lokuðu aðkomunni að fangelsinu í nótt. 1. desember 2023 08:45
Bíða enn og verða við fangelsið þar til flugvélin er farin „Það er ekkert að frétta, við erum ennþá hérna. Lögfræðingurinn hennar hefur ekki heyrt í neinum,“ segir Ragnheiður Arnardóttir, systir Eddu Bjarkar Arnardóttir, sem fékk þau skilaboð í gær að til stæði að flytja hana til Noregs í nótt. 1. desember 2023 06:26
Ætla að koma í veg fyrir flutning Eddu með öllum tiltækum ráðum Vinir og vandamenn Eddu Bjarkar Arnardóttur, sem til stendur að flytja til Noregs í nótt, hafa fjölmennt við fangelsið á Hólmsheiði til þess að vekja athygli á máli hennar. Systir hennar segir þau munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að Edda Björk verði flutt úr fangelsinu. 1. desember 2023 02:04
Til stendur að flytja Eddu Björk til Noregs í nótt Til stendur að afhenda Eddu Björk Arnardóttur norskum yfirvöldum í nótt. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald í fyrradag en Landsréttur hefur ekki enn staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. 30. nóvember 2023 23:32
Segja gloppu í kerfinu Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Eddu Bjarkar Arnardóttur, skilaði í gærkvöldi greinargerð til Landsréttar en þangað áfrýjaði hann niðurstöðu héraðsdóms um gæsluvarðhald Eddu Bjarkar hér á landi. Staðfesti Landsréttur úrskurðinn verður hún flutt til Noregs innan fimm daga samkvæmt lögum. 30. nóvember 2023 13:00