

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.
Árið hófst með útgáfu plötunnar Beneath the Skin í júní, sem fór sigurför á topplistum víða um heim og fór meðal annars í 1. sæti á iTunes og í 3. sæti á Billboard-listanum í júní.
Nýjasta myndin í Star Wars sagnabálkinum hefur slegið enn eitt metið. Á sunnudag hafði myndin, sem er sú sjöunda í röðinni, halað inn einn milljarð bandaríkjadala.
Myndin slær þar með Jurassic World við sem sú mynd sem fljótust er yfir milljarð dollara.
Í þessari stiklu fá áhorfendur að sjá meira af meðreiðarsveinum andhetjunnar Wade Wilson, sem gengur undir nafninu Deadpool.
Spoiler viðvörun. Augljóslega.
Nú þegar myndin hefur verið tæpa viku í sýningu víða um heim hafa margir glöggir áhorfendur tekið eftir litlum glaðningum sem eru að finna í The Force Awakens.
Gunnar Hrafn Kristjánsson talar fyrir hinn heimsþekkta Charlie Brown í nýrri mynd um Smáfólkið. Kvikmyndin er sú fyrsta sem talsett er eingöngu af börnum í sögu kvikmynda á Íslandi.
Einn leikstjóra þáttanna segir að breytingar hafi verið gerðar varðandi nokkur atriði í kjölfar gagnrýni aðdáenda.
Um er að ræða eintök sem send voru á gagnrýnendur.
Konur eiga það til að tilkynna eiginmönnum sínum að þær séu barnshafandi með allskonar hætti.
Framleiðendur nýju Star Wars myndanna töldu mjög mikilvægt að hafa Harrison Ford með í myndinni.
Kvikmyndin Star Wars: The Force Awakens hefur halað inn 517 milljónum Bandaríkjadollara á heimsvísu frá því að myndin fór í sýningu. Það eru tæplega 68 milljarðar íslenskra króna.
Sló bæði dags metið og fjögurra daga metið.
50 ár eru síðan heimsbyggðin fékk að kynnast töfrum Söngvaseiðs.
Jóhann Ævar Grímsson, Baldvin Z og Andri Óttarsson líta yfir kvikmyndaárið.
Til að bæta gráu ofan á svart var hlaupið yfir stóran hluta myndarinnar þegar truflanir gerðu vart við sig aftur.
Leikstjórinn hlaut aðalverðlaun hátíðarinnar, Kristalörina.
Svarthöfði mætti á Nýherja sýningu á Star Wars í Egilshöll í gærkvöldi. Koma Svarthöfða vakti mikla ánægju bíógesta og var frábært upphaf á þessari stórmynd.
Hver vill ekki stökkva á vagninn með Star Wars við frumsýningu hennar og það hefur einmitt Dodge gert. Nú þegar hafa 430.000 séð þessa auglýsingu Dodge á YouTube og líklega er hún þess verðug.
Hafði staðfastlega neitað frásögnum þess efnis og sagt þær vera algjört kjaftæði.
Tekjur af Star Wars nema 8,4 milljörðum á fyrstu tveimur sýningadögum.
Admiral Ackbar, Svarthöfði, Boba Fett og keisarinn litu við.
Jólatré Hólmfríðar Helgu Sigurðardóttur og fjölskyldu er skreytt með Stjörnustríðsfígúrum og auk þess verða jólafötin í anda Stjörnustríðs. Stefna á að halda Harry Potter jól á næsta ári.
Búið er að birta lista yfir þær níu myndir sem enn koma til greina í flokki yfir bestu erlendu kvikmynd ársins á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer í lok febrúar.
Star Wars: The Force Awakens hefur bolað nýjustu kvikmynd Tarantino úr kvikmyndahúsinu sem hún var gerð fyrir.
Spennan í kringum myndina Star Wars: The Force Awakens er gríðarleg víða um heim.
Einn laumaðist inn í Egilshöll um miðjan dag til að vera fremstur og annar ætlar að sjá sjöundu Stjörnustríðsmyndina sjö sinnum.
Star Wars: The Force Awakens fangar jafnt gamla aðdáendur sem nýja. Enginn "spoiler“.
Undir lok miðnætursýningarinnar á Star Wars í Egilshöll í nótt fraus myndin ítrekað – hátt í tíu sinnum og í fjölmargar sekúndur í hvert skipti.
Gagnrýnendur halda vart vatni yfir sjöundu Stjörnustríðs-myndinni, The Force Awakens.