Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Óhappamynd Alec Baldwin brátt frum­sýnd

Kvikmyndin Rust með Alec Baldwin í aðalhlutverki verður brátt frumsýnd á kvikmyndahátíð í Póllandi. Myndin er þegar þekkt um allan heim þar sem kvikmyndatökustjóri myndarinnar Halyna Hutchins lést á setti árið 2021 þegar skot hljóp úr byssu leikarans.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Dæmi um að leikarar fái 1300 á tímann

Félag íslenskra leikara og sviðslistafólks hefur á síðustu vikum fengið margar tilkynningar um óeðlilega lág laun fyrir þátttöku í sjónvarpsverkefnum. Dæmi eru um að leikarar hafi fengið tilboð upp á 1300 krónur á tímann, fyrir verkefni sem styrkt eru af Kvikmyndastöð og verða sýnd á RÚV.

Innlent
Fréttamynd

Vegið að ís­lenskri kvik­mynda­gerð

Engin atvinnugrein á Íslandi er jafn sveiflukennd og kvikmyndabransinn. Frá því að við byrjuðum að starfa í þessum bransa höfum við horft upp á þrjá blóðuga niðurskurði á framlögum til kvikmyndagerðar. Sá fyrsti var í kjölfar bankahrunsins árið 2009 (35%) en engin önnur atvinnugrein tók á sig jafn stóran skell eftir hrunið nema þá kannski fjármálageirinn.

Skoðun
Fréttamynd

Hjem til jul aftur á skjáinn

Bandaríska streymisveitan Netflix ætlar að framleiða nýja seríu af norsku jólaþáttunum Hjem til jul. Um er að ræða þriðju seríu af gamanþáttunum en fimm ár eru síðan sú seinasta kom út.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Segir Murphy gera lítið úr kyn­ferðis­of­beldi

Bræðurnir Lyle og Erik Menendez eru vægast sagt ósáttir við Netflix seríuna Monsters. Serían byggir á þeim bræðrum en þeir myrtu foreldra sína árið 1989 á heimili þeirra í Beverly Hills. Þeir segja foreldra sína hafa beitt sig andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi en afplána nú lífstíðarfangelsi án möguleika um reynslulausn.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kynntu dag­skrá RIFF 2024

Dagskrá kvikmyndahátíðarinnar RIFF í ár var kynnt á blaðamannafundi í Háskólabíói í morgun. Hrönn Marínósdóttir, stjórnandi RIFF, bauð gesti velkomna og talaði um sérstöðu og mikilvægi RIFF í íslensku samfélagi. Viðburðir og úrval mynda hefur sjaldan verið jafn mikið og á hátíðinni í ár sem hefst eftir viku þann 26. september og stendur yfir til 6. október.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Þakkaði fyrir sig á ís­lensku

Bandaríska stórleikkonan Jodie Foster þakkaði sérstaklega fyrir sig á íslensku þegar hún tók við Emmy verðlaununum í nótt fyrir hlutverk sitt í spennuþáttunum True Detective: Night Country. Eins og alþjóð veit voru þættirnir að mestu teknir upp á Dalvík.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

„Myndin byggir á minni eigin lífs­reynslu“

Norsk-íslenska kvikmyndagerðarkonan Lilja Ingólfsdóttir á heiðurinn að opnunarmynd Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík í ár, RIFF, en hún hefst í Háskólabíói 26. september næstkomandi og stendur til 6. október. Myndin ber heitið Elskulegur er frumraun Lilju á hvíta tjaldinu og byggir á hennar eigin hjónabandskrísu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

James Earl Jones er látinn

Bandaríski leikarinn James Earl Jones er látinn, 93. ára að aldri. Jones var hvað þekktastur sem röddin á bakvið illmennið Svarthöfða í Stjörnustríðsmyndunum.

Lífið
Fréttamynd

Star Wars Outlaws: Ekki eins hræði­legur og inter­netið segir

Star Wars Outlaws er í fljótu bragði ekki framúrskarandi leikur sem gerist í opnum heimi. Hann fylgir öllum helstu formúlunum og fer sjaldan upp úr þeim förum en hann er þó skemmtilegur og býr yfir góðri sögu úr Star Wars söguheiminum. Hann er ekki gallalaus og hefði haft gott af smá fínpússun fyrir útgáfu.

Leikjavísir
Fréttamynd

Hjalti er núllpunkturinn - herra Normalbrauð

Kvikmyndin Ljósvíkingar verður frumsýnd í Smárabíói þriðjudagskvöldið 3. september. Fullyrt er af aðstandendum að myndin sé hlý og notaleg mynd um vináttu og engin ástæða til að efast um það.

Lífið
Fréttamynd

Nastassja Kinski heiðurs­gestur á RIFF í ár

Þýska kvikmyndaleikkonan og fyrirsætan Nastassja Kinski er heiðursgestur á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í ár og hreppir heiðursviðurkenningu RIFF. Hátíðin hefst í Háskólabíói þann 26. september næstkomandi og stendur til 6. október.

Lífið
Fréttamynd

Frum­sýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr Svörtu söndum 2

Fyrsta stiklan úr annarri seríu af Svörtu söndum sem sýnd verður á Stöð 2 í haust er komin í loftið á Vísi. Um er að ræða beint framhald af fyrri þáttaröð. Þráðurinn verður tekinn upp fimmtán mánuðum eftir atburðina á Svörtu söndum sem þjóðin fylgdist æsispennt með.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ældi næstum úr stressi á Cannes

Mikael Kaaber hefur verið að leika frá blautu barnsbeini og er óhræddur við krefjandi hliðar starfsins en Svala kærastan hans hefur spilað veigamikið hlutverk í þróun hans sem listamaður. Hann fer með hlutverk í kvikmyndinni Ljósbrot og segir að það hafi verið óhjákvæmilegt að dýfa tánum í erfiðar tilfinningar í ferlinu. Blaðamaður ræddi við Mikael.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Helgi Björns með splunku­nýtt tón­listar­mynd­band

Tónlistarmaðurinn sívinsæli Helgi Björnsson var að senda frá sér lagið Í faðmi fjallanna ásamt tónlistarmyndbandi sem má sjá hér í pistlinum. Lagið er úr nýju íslensku kvikmyndinni Ljósvíkingar en Helgi fer einmitt með hlutverk í henni.

Tónlist
Fréttamynd

Jökull í Kaleo í Glæstar vonir

Jökull Júlíusson söngvari Kaleo mun verða í gestahlutverki í einum frægustu sápuóperuþáttum veraldar, Glæstum vonum. Hann mun flytja eitt af frægustu lögum sveitarinnar í þættinum, Way Down We Go.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ólafur Darri og Hera Hilmars saman á skjánum í fyrsta sinn

Leikararnir Ólafur Darri Ólafsson og Hera Hilmarsdóttir munu fara með aðalhlutverkið í íslensku þáttaröðinni Reykjavík Fusion. Þetta er í fyrsta sinn sem þau eru saman á skjánum. Auk þess fara reynsluboltarnir Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson með leikstjórn, í þeirra fyrsta verkefni af slíku tagi, eftir áratugi af auglýsingaleikstjórn.

Bíó og sjónvarp