Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

RIFF setur frumbyggja í sviðsljósið

RIFF hefur kynnt til leiks nýjan flokk stuttmynda í ár, sem setur frumbyggja í sviðsljósið.Úr þessum flokki tala stuttmyndirnar til heimsbyggðarinnar allrar en þær koma frá stöðum sem í dag nefnast Svíþjóð, Grænland, Bandaríkin og Mexíkó.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Loka á umsagnir um Rings of Power vegna trölla

Svo virðist sem að neikvæðum umsögnum rigni yfir þættina Rings of Power frá Amazon, sem byggja á Hringadróttinssögu J.R.R Tolkien og öðrum bókum hans. Gagnrýnendum lýst ágætlega á þættina og er meðaleinkunn þeirra á Rotten Tomatoes 84 prósent. Meðaleinkun frá áhorfendum er þó 36 prósent.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Vekja athygli á hryllingi Norðurskautsins

RIFF kvikmyndahátíðin beinir sérstakri athygli að vaxandi vinsældum hryllingsmynda frá samfélögum Inúíta í ár.  RIFF Flokkurinn, Inúítahryllingsmyndir og stuttmyndir, tekur til fjölda mynda og stuttmynda sem snúa að lífsaðstæðum við margslungið og hættulegt umhverfi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

House of Dragon slær áhorfsmet hjá HBO

Þættirnir House of the Dragon virðast fara gífurlega vel af stað og hafa þættirnir þegar slegið nokkur áhorfsmet hjá HBO. Fyrsti þáttur HOD braut frumsýningarmet fyrirtækisins bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sigurlíkur Íslands tvisvar sinnum meiri í ár

Fimm kvikmyndir eru tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2022 sem fagna 20 ára afmæli í ár. Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar er fulltrúi Íslands í ár og berst meðal annars um nafnbótina við Volaða land, kvikmynd í leikstjórn Hlyns Pálmasonar, sem er fulltrúi Danmerkur.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

The Truman Show sýnd í Sundhöllinni

Sundbíóið í gömlu innilauginni í Sundhöll Reykjavíkur hefur sannarlega unnið sér fastan sess sem einn af vinsælustu sérviðburðum RIFF. Í ár hefur verið ákveðið að sýna kvikmyndina The Truman Show á hátíðinni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Erfitt tekjuár fyrir listamenn í Covid

Árið 2021 var mikið Covid ár og lítið um stórar samkomur, svo sem tónleika eða útihátíðir. Hafði þetta veruleg áhrif á tekjur margra listamanna. Tekjuhæsti listamaðurinn sem launþegi samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar var Steinþór Birgisson, kvikmyndaklippari, en hann var með 2.051.000 krónur á mánuði.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta stiklan úr íslensku dans- og söngvamyndinni Abbababb

Íslenska dans- og söngvamyndin Abbababb hefur gefið út sína fyrstu stiklu en myndin er eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur sem leikstýrði henni einnig og er væntanleg í kvikmyndahús í september. Myndin er byggð á samnefndum söngleik Gunnars Lárusar Hjálmarssonar, betur þekktur sem Dr. Gunni.

Lífið
Fréttamynd

„Án hjartahnoðs væri ég dauður“

Leikarinn geðþekki Bob Odenkirk, sem fer um þessar mundir á kostum sem klækjalögmaðurinn Saul Goodman í þáttunum Better Call Saul, var nær dauða en lífi við tökur á þáttunum á síðasta ári. Hann segist eiga hjartahnoði líf sitt að launa.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hætti við útgáfu Batgirl vegna áherslubreytinga og niðurskurðar

Ákvörðun forsvarsmanna Warner Bros og HBO um að hætta við útgáfu kvikmyndarinnar um Leðurblökustúlkuna (Batgirl) hefur vakið mikla athygli á undanförnum dögum og jafnvel furðu. Framleiðsluferli myndarinnar var mjög langt komið og er sagt hafa kostað allt að níutíu milljónir dala, sem samsvarar um 12,4 milljörðum króna.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Fjórar stjörnur Sex Education snúa ekki aftur

Fjórar leikkonur hafa tilkynnt að þær muni ekki snúa aftur í fjórðu seríu hinna sívinsælu þátta Sex Education. Auk aðalpersónanna Ola og Lily, sem fengu stórt hlutverk í þriðju seríunni, verða Olivia Hanan og kennarinn Miss Emily ekki með í fjórðu seríunni.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Segjast ekki hafa klippt gamla þætti á ný

Höfundar þáttanna Stranger Things segjast ekki hafa klippt gamla þætti eftir að þeir voru gefnir út til þess að þeir litu betur út miðað við hvernig þættirnir þróuðust. Áhorfendur hafa greint frá því að þegar þeir horfa á gamla þætti séu einhver atriði sem vantar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Berdreymi vann til verðlauna í Sarajevó

Kvikmyndin Berdreymi vann til verðlauna á Omladinski-kvikmyndahátíðinni sem fram fór í Sarajevó í Bosníu og Hersegóvínu í síðustu viku. Leikarinn Blær Hinriksson hlaut einnig verðlaun á hátíðinni.

Lífið