Uppgjör Stúkunnar á sjöundu umferð Bestu: Vítavarslan gerði útslagið Sjöunda umferð Bestu deildar karla í fótbolta lauk í gær en þrír leikir fóru fram á laugardaginn og aðrir þrír í gær. Stúkan gerði upp umferðina í gær. Íslenski boltinn 23. maí 2022 13:01
Sjáðu öll mörkin í Bestu: Sowe bjargaði Blikum, glæsimark á Dalvík og dýrkeypt mistök Beitis Íslandsmeistarar Víkings unnu dýrmætan 3-1 sigur gegn Val í stórleik helgarinnar í Bestu deild karla. Mörg mörk voru skoruð um helgina og þau má öll sjá hér á Vísi. Íslenski boltinn 23. maí 2022 12:02
Óskar Hrafn: Afrek sem fá lið hafa náð síðustu ár Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, er afar stoltur af þeirri staðreynd að Blikaliðið er með fullt hús stiga eftir sjö umferðir í Bestu-deild karla í fótbolta. Sú stigasöfnun er fátíð eftir fyrstu sjö leikina hjá liðum í sögu efstu deildar. Fótbolti 22. maí 2022 22:13
Júlíus Magnússon: Við verðum bara að halda áfram Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga, var gríðarlega ánægður með 1-3 sigur síns liðs gegn Val á Hlíðarenda í kvöld. Með sigrinum svöruðu Víkingar vel fyrir tap gegn Breiðablik í síðustu umferð. Sport 22. maí 2022 22:00
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fram 4-3 | Óvænt hetja í dramatískum sigri Blika Breiðablik er áfram með fullt hús stiga á toppi Bestu-deildar karla í fótbolta en liðið fékk Fram í heimsókn á Kópavogsvöllinn í sjöundu umferð deildarinnar í kvöld. Lokatölur í leik liðanna urðu 4-4 Breiðablik í vil eftir kaflaskiptan leik. Íslenski boltinn 22. maí 2022 21:17
Umfjöllun og viðtal: Valur - Víkingur 1-3 | Meistararnir sóttu sigur að Hlíðarenda Valsmenn fengu Víkinga í heimsókn á Origo-völlinn í 7. umferð í Bestu deild karla í kvöld. Leiknum lauk með frábærum sigri gestanna, 3-1, eftir frábæra frammistöðu þeirra í síðari hálfleik. Íslenski boltinn 22. maí 2022 21:00
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - FH 2-1 | Baráttusigur Keflavíkur gegn FH Keflavík vann góðan sigur á FH þegar liðin mættust í Bestu deildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur 2-1 og fjórða tap FH í sumar staðreynd. Fótbolti 22. maí 2022 20:03
Sindri: Fannst þetta vera fullorðins frammistaða „Þessi var alveg 8,5, hann var mjög sætur. Það er mjög gaman að vinna FH á heimavelli,“ sagði Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur eftir sigur gegn FH í Bestu deildinni í knattspyrnu. Fótbolti 22. maí 2022 19:32
Sjáðu vítaklúður Andra og rifrildi hans við Mpongo Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður ÍBV, klikkaði á vítaspyrnu eftir að hafa rifist við samherja sinn, Hans Kamta Mpongo, um það hver ætti að taka vítaspyrnuna. Fótbolti 22. maí 2022 12:00
Umfjöllun og viðtöl: KA - Stjarnan 0-2 | Stjarnan fyrst til að leggja Akureyringa Stjarnan er fyrsta liðið til að vinna KA í Bestu deild karla en liðin mætust á Dalvíkurvelli í dag þar sem Stjarnan vann með tveimur mörkum gegn engu. Íslenski boltinn 21. maí 2022 19:45
Rúnar eftir að KR mistókst að vinna enn einn heimaleikinn: „Vorum bara lélegir“ KR mistókst enn og aftur að vinna leik á Meistaravöllum í dag er Leiknir Reykjavík kom í heimsókn. Lokatölur 1-1 og KR aðeins unnið einn heimaleik af fjórum í Bestu deild karla. Rúnar Kristinsson var ekki sáttur með sína menn í dag. Íslenski boltinn 21. maí 2022 19:30
Lögðum upp með að vera þéttir „Þetta var geggjaður sigur. Það eru fá lið sem koma hingað norður og fá eitthvað út úr leikjunum sínum. KA liðið hefur verið frábært í sumar. Við lögðum upp með það að fá eitthvað út úr þessum leik og það gekk upp,“ sagði Ágúst Þór Gylfason þjálfari Stjörnunnar kátur eftir 2-0 sigur á móti KA mönnum á Dalvík í dag. Fótbolti 21. maí 2022 19:25
Umfjöllun: ÍBV - ÍA 0-0 | Ekkert mark en tvö rauð spjöld í Eyjum Sólin skein og vindur var í lágmarki þegar Eyja- og Skagamenn gerði markalaust jafntefli á Hásteinsvelli í dag. Bæði lið í neðri hluta töflunnar í leit að stigum. ÍBV enn án sigurs og Skagamenn búnir að tapa síðustu þremur leikjum sínum. Íslenski boltinn 21. maí 2022 18:15
Umfjöllun og viðtöl: KR - Leiknir R. 1-1 | Ömurlegt gengi KR á heimavelli heldur áfram KR mætti botnliði Leiknis Reykjavíkur í Bestu deild karla í fótbolta. Heimamenn komust yfir snemma leiks en líkt og áður í sumar tókst þeim ekki að fylgja því eftir og gestirnir jöfnuðu metin í síðari hálfleik, lokatölur 1-1 í Vesturbænum. Íslenski boltinn 21. maí 2022 17:55
Valsarar fóru meistarahringinn á þremur árum Valsarar hafa landað Íslandsmeistaratitlum í öllum þremur stóru boltagreinunum á síðustu þremur árum, bæði í karla- og kvennaflokki. Sport 19. maí 2022 14:01
Þrír úrskurðaðir í bann í Bestu-deildinni Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, hefur úrskurðað þrjá leikmenn Bestu-deildar karla í eins leiks bann. Íslenski boltinn 17. maí 2022 20:01
William Cole æfir með Blikum þar til hann heldur til Dortmund Hinn 16 ára gamli William Cole Campbell mun æfa með Breiðablik þangað til hann gengur í raðir Borussia Dortmund í júlí. Íslenski boltinn 17. maí 2022 19:30
Besta byrjunin síðan að ofurlið KR-inga vann alla leiki sína fyrir 63 árum Blikar urðu í gær aðeins sjöunda liðið í sögu efstu deildar til að vinna sex fyrstu leiki sína á Íslandsmótinu en það þarf að fara allt aftur til ársins 1959 til að finna lið með betri markatölu. Íslenski boltinn 17. maí 2022 10:30
Sjáðu Blika fara illa með meistarana og hvernig nýi gamli maðurinn bjargaði KR Sjöttu umferð Bestu deildar karla í fótbolta lauk í gær með þremur leikjum og eftir leikinn munar orðið átta stigum á toppliði Breiðabliks og Íslandsmeisturum Víkings. Íslenski boltinn 17. maí 2022 08:31
Kristall Máni sendi Blikum tóninn: Ég er ennþá með jafn marga titla og þið Víkingurinn Kristall Máni Ingason átti ekki góðan dag í gær frekar en margir félagar hans í Víkingsliðinu. Hann kórónaði vonbrigðin með að fá rautt spjald nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Íslenski boltinn 17. maí 2022 08:00
Skoraði í Bestu deildinni 2021 og stefnir á að dæma í henni árið 2023 Skagamaðurinn Þórður Þorsteinn Þórðarson er að fara öðruvísi leið innan fótboltans en við höfum séð áður. Hann er hættur að spila þremur árum fyrir þrítugsafmælið en hefur þess í stað snúið sér að dómgæslu. Íslenski boltinn 17. maí 2022 07:46
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Breiðablik 0-3 | Blikar kláruðu Íslandsmeistarana í síðari hálfleik Breiðablik vann 3-0 útisigur á Íslandsmeisturum Víkings þegar liðin mættust í Víkinni í kvöld. Blikar eru með fullt hús stiga í Bestu Deildinni eftir sex umferðir. Íslenski boltinn 16. maí 2022 22:20
Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R. - Fram 1-2 | Gestirnir með sinn fyrsta sigur og skilja Breiðhyltinga eftir á botninum Fram heimsótti Breiðholtið og mætti Leikni Reykjavík í uppgjöri liða sem ekki höfðu unnið leik í Bestu deild karla fyrir kvöldið. Fram vann 2-1 sigur og er komið á blað. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 16. maí 2022 22:05
Rúnar Kristinsson: Úrslitin glöddu en getum gert margt betur Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var sáttari við stigin þrjú en spilamennsku lærisveina sinna þegar lið hans vann 1-0 sigur gegn Keflavík á Meistaravöllum í kvöld. Íslenski boltinn 16. maí 2022 22:00
Arnar: „Þú mátt ekki vorkenna sjálfum þér of mikið“ „Þetta eru vonbrigði, þetta var ekki 3-0 leikur til að byrja með. Þetta er saga okkar í sumar, tvö fyrstu mörkin. Slappur varnarleikur þar,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir 3-0 tap á heimavelli gegn Blikum í Bestu deild karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 16. maí 2022 21:45
Jón Sveinsson: Góður sigur á erfiðum velli Fram vann Leikni 2-1 í Reykjavíkurslag. Þetta var fyrsti sigur Fram á tímabilinu og var Jón Sveinsson, þjálfari Fram, afar kátur eftir leik. Íslenski boltinn 16. maí 2022 21:35
William Cole frá FH til Borussia Dortmund FH hefur selt hinn 16 ára gamla William Cole Campbell til þýska stórliðsins Borussia Dortmund. Íslenski boltinn 16. maí 2022 21:30
Umfjöllun og viðtöl: KR - Keflavík 1-0 | Þorsteinn Már tryggði KR langþráðan heimasigur KR lagði Keflavík að velli með einu marki gegn engu þegar liðin mættust í sjöttu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Meistaravöllum í kvöld. Íslenski boltinn 16. maí 2022 21:10
Leiknismenn nálgast óvinsælt hálfrar aldar met sem enginn hélt að myndi falla Leiknismenn hafa ekki ekki skorað sjálfir í Bestu deildinni í sumar því eina mark liðsins var sjálfsmark í boði Eyjamanna. Nú er svo komið að met sem flestir héldu að myndu lifa að eilífðu er í smá hættu. Íslenski boltinn 16. maí 2022 14:30
Lék í sjötíu mínútur með brotið rifbein: „Ég var að drepast“ „Planið hjá honum var eflaust ekki að reyna að rifbeinsbrjóta mig,“ segir Aron Jóhannsson um það þegar FH-ingurinn Steven Lennon braut á honum í leik FH og Vals á dögunum. Eitt rifbein brotnaði þó en Aron vonast til að geta spilað fljótt aftur. Íslenski boltinn 16. maí 2022 14:01