„Menn koma til með að rífast um þetta áfram sem er flott“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2023 11:00 Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason fara yfir málin í Stúkunni í gær. S2 Sport Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans tóku umræðu um leikaraskap og myndbandadómgæslu í Stúkunni í gær. Umræðan hófst eftir að þeir skoðuðu vítið sem ÍBV fékk í leiknum á móti Keflavík. Bjarki Björn Gunnarsson fiskaði vítið og meiddist við það þannig að hann varð að fara að velli. Það er gömul saga og ný að dýfingar setji sinn svip á fótboltaleiki og það á einnig við um íslenska boltann. Rúlla, velta sér og dýfa „Stóra málið í þessu er það að þetta er stórt, mikið og flókið mál. Við erum að sjá unga stráka koma upp í meistaraflokk sem eru búnir að alast upp í gegnum yngri flokkana horfandi á knattspyrnumenn rúlla, velta sér og dýfa,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. „Hluti af þeirra leik er að dýfa og henda sér niður. Það er orðið of mikið af þessu. Mér finnst aftur á móti þróunin hafa farið í hina áttina núna. Þetta er að lagast og þetta mun lagast enn meira loksins þegar við fáum VAR hérna á Íslandi þá verður þetta enn betra,“ sagði Lárus Orri. „Ég held að dómararnir séu að standa sig mjög vel miðað við það að þeir séu ekki með VAR hérna,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Samræður á milli dómara um þetta „Þegar kemur að gula spjaldinu fyrir dýfuna þá eru klárlega búnar að eiga sér einhverjar samræður á milli dómara því þetta er fjórða gula spjaldið í síðustu tveimur umferðum,“ sagði Albert Brynjar Ingason. „Sem er mjög jákvætt,“ skaut Lárus inn í og hélt svo áfram: „Ef við förum yfir í Daníel í Víkingi í leiknum á móti Keflavík. Hann dýfir sér og fær víti. Hann fær slæma umfjöllun. Ég er búin að fylgjast með honum í sumar og talaði um hann fyrir mót sem mjög spennandi leikmann. Hann er búinn að standa sig vel og hefur verið að minnka þetta mikið í sínum leik,“ sagði Lárus. Menn græða ekki „Hann dýfir sér þarna, fær víti og fær slæma umfjöllun um það. Hann hefði svo seinna í leiknum átt að fá eitt, jafnvel tvö víti en fékk þau ekki. Dómarinn finnur það þegar hann dæmir fyrsta vítið að þetta var ekki rétt. Mín kenning er sú að á endanum ekki að græða það mikið á þessu,“ sagði Lárus. „Eins og í fyrra með hann Kristal. Hann var kominn með orð á sig um að hann væri að dýfa sér. Það var verið að sparka í hann og hann var ekki fá atvik einmitt út af þessu. Þá sagði ég að ef hann ætlaði að fara út í atvinnumennsku þá verður hann að minnka þetta,“ sagði Lárus. Á réttri leið „Hvað gerist þegar hann kemur út í atvinnumennskuna. Hann er tekinn fyrir það af sínum þjálfara,“ sagði Lárus. „Hvað gerir hann þá? Skiptir um land og skiptir um lið. Kominn til Danmerkur núna,“ skaut Guðmundur inn í. „Ég held að við séum á réttri leið með þetta en menn koma til með að rífast um þetta áfram sem er flott því þetta er hluti af leiknum,“ sagði Lárus. Það má horfa á spjallið þeirra úr Stúkunni í gær hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Dýfur og myndbandadómgæsla Besta deild karla Stúkan Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Sjá meira
Umræðan hófst eftir að þeir skoðuðu vítið sem ÍBV fékk í leiknum á móti Keflavík. Bjarki Björn Gunnarsson fiskaði vítið og meiddist við það þannig að hann varð að fara að velli. Það er gömul saga og ný að dýfingar setji sinn svip á fótboltaleiki og það á einnig við um íslenska boltann. Rúlla, velta sér og dýfa „Stóra málið í þessu er það að þetta er stórt, mikið og flókið mál. Við erum að sjá unga stráka koma upp í meistaraflokk sem eru búnir að alast upp í gegnum yngri flokkana horfandi á knattspyrnumenn rúlla, velta sér og dýfa,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. „Hluti af þeirra leik er að dýfa og henda sér niður. Það er orðið of mikið af þessu. Mér finnst aftur á móti þróunin hafa farið í hina áttina núna. Þetta er að lagast og þetta mun lagast enn meira loksins þegar við fáum VAR hérna á Íslandi þá verður þetta enn betra,“ sagði Lárus Orri. „Ég held að dómararnir séu að standa sig mjög vel miðað við það að þeir séu ekki með VAR hérna,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Samræður á milli dómara um þetta „Þegar kemur að gula spjaldinu fyrir dýfuna þá eru klárlega búnar að eiga sér einhverjar samræður á milli dómara því þetta er fjórða gula spjaldið í síðustu tveimur umferðum,“ sagði Albert Brynjar Ingason. „Sem er mjög jákvætt,“ skaut Lárus inn í og hélt svo áfram: „Ef við förum yfir í Daníel í Víkingi í leiknum á móti Keflavík. Hann dýfir sér og fær víti. Hann fær slæma umfjöllun. Ég er búin að fylgjast með honum í sumar og talaði um hann fyrir mót sem mjög spennandi leikmann. Hann er búinn að standa sig vel og hefur verið að minnka þetta mikið í sínum leik,“ sagði Lárus. Menn græða ekki „Hann dýfir sér þarna, fær víti og fær slæma umfjöllun um það. Hann hefði svo seinna í leiknum átt að fá eitt, jafnvel tvö víti en fékk þau ekki. Dómarinn finnur það þegar hann dæmir fyrsta vítið að þetta var ekki rétt. Mín kenning er sú að á endanum ekki að græða það mikið á þessu,“ sagði Lárus. „Eins og í fyrra með hann Kristal. Hann var kominn með orð á sig um að hann væri að dýfa sér. Það var verið að sparka í hann og hann var ekki fá atvik einmitt út af þessu. Þá sagði ég að ef hann ætlaði að fara út í atvinnumennsku þá verður hann að minnka þetta,“ sagði Lárus. Á réttri leið „Hvað gerist þegar hann kemur út í atvinnumennskuna. Hann er tekinn fyrir það af sínum þjálfara,“ sagði Lárus. „Hvað gerir hann þá? Skiptir um land og skiptir um lið. Kominn til Danmerkur núna,“ skaut Guðmundur inn í. „Ég held að við séum á réttri leið með þetta en menn koma til með að rífast um þetta áfram sem er flott því þetta er hluti af leiknum,“ sagði Lárus. Það má horfa á spjallið þeirra úr Stúkunni í gær hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Dýfur og myndbandadómgæsla
Besta deild karla Stúkan Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Komin fimm mánuði á leið en stendur á höndum eins og ekkert sé Sport Fleiri fréttir Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Sjá meira