„Menn koma til með að rífast um þetta áfram sem er flott“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2023 11:00 Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason fara yfir málin í Stúkunni í gær. S2 Sport Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans tóku umræðu um leikaraskap og myndbandadómgæslu í Stúkunni í gær. Umræðan hófst eftir að þeir skoðuðu vítið sem ÍBV fékk í leiknum á móti Keflavík. Bjarki Björn Gunnarsson fiskaði vítið og meiddist við það þannig að hann varð að fara að velli. Það er gömul saga og ný að dýfingar setji sinn svip á fótboltaleiki og það á einnig við um íslenska boltann. Rúlla, velta sér og dýfa „Stóra málið í þessu er það að þetta er stórt, mikið og flókið mál. Við erum að sjá unga stráka koma upp í meistaraflokk sem eru búnir að alast upp í gegnum yngri flokkana horfandi á knattspyrnumenn rúlla, velta sér og dýfa,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. „Hluti af þeirra leik er að dýfa og henda sér niður. Það er orðið of mikið af þessu. Mér finnst aftur á móti þróunin hafa farið í hina áttina núna. Þetta er að lagast og þetta mun lagast enn meira loksins þegar við fáum VAR hérna á Íslandi þá verður þetta enn betra,“ sagði Lárus Orri. „Ég held að dómararnir séu að standa sig mjög vel miðað við það að þeir séu ekki með VAR hérna,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Samræður á milli dómara um þetta „Þegar kemur að gula spjaldinu fyrir dýfuna þá eru klárlega búnar að eiga sér einhverjar samræður á milli dómara því þetta er fjórða gula spjaldið í síðustu tveimur umferðum,“ sagði Albert Brynjar Ingason. „Sem er mjög jákvætt,“ skaut Lárus inn í og hélt svo áfram: „Ef við förum yfir í Daníel í Víkingi í leiknum á móti Keflavík. Hann dýfir sér og fær víti. Hann fær slæma umfjöllun. Ég er búin að fylgjast með honum í sumar og talaði um hann fyrir mót sem mjög spennandi leikmann. Hann er búinn að standa sig vel og hefur verið að minnka þetta mikið í sínum leik,“ sagði Lárus. Menn græða ekki „Hann dýfir sér þarna, fær víti og fær slæma umfjöllun um það. Hann hefði svo seinna í leiknum átt að fá eitt, jafnvel tvö víti en fékk þau ekki. Dómarinn finnur það þegar hann dæmir fyrsta vítið að þetta var ekki rétt. Mín kenning er sú að á endanum ekki að græða það mikið á þessu,“ sagði Lárus. „Eins og í fyrra með hann Kristal. Hann var kominn með orð á sig um að hann væri að dýfa sér. Það var verið að sparka í hann og hann var ekki fá atvik einmitt út af þessu. Þá sagði ég að ef hann ætlaði að fara út í atvinnumennsku þá verður hann að minnka þetta,“ sagði Lárus. Á réttri leið „Hvað gerist þegar hann kemur út í atvinnumennskuna. Hann er tekinn fyrir það af sínum þjálfara,“ sagði Lárus. „Hvað gerir hann þá? Skiptir um land og skiptir um lið. Kominn til Danmerkur núna,“ skaut Guðmundur inn í. „Ég held að við séum á réttri leið með þetta en menn koma til með að rífast um þetta áfram sem er flott því þetta er hluti af leiknum,“ sagði Lárus. Það má horfa á spjallið þeirra úr Stúkunni í gær hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Dýfur og myndbandadómgæsla Besta deild karla Stúkan Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Sjá meira
Umræðan hófst eftir að þeir skoðuðu vítið sem ÍBV fékk í leiknum á móti Keflavík. Bjarki Björn Gunnarsson fiskaði vítið og meiddist við það þannig að hann varð að fara að velli. Það er gömul saga og ný að dýfingar setji sinn svip á fótboltaleiki og það á einnig við um íslenska boltann. Rúlla, velta sér og dýfa „Stóra málið í þessu er það að þetta er stórt, mikið og flókið mál. Við erum að sjá unga stráka koma upp í meistaraflokk sem eru búnir að alast upp í gegnum yngri flokkana horfandi á knattspyrnumenn rúlla, velta sér og dýfa,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. „Hluti af þeirra leik er að dýfa og henda sér niður. Það er orðið of mikið af þessu. Mér finnst aftur á móti þróunin hafa farið í hina áttina núna. Þetta er að lagast og þetta mun lagast enn meira loksins þegar við fáum VAR hérna á Íslandi þá verður þetta enn betra,“ sagði Lárus Orri. „Ég held að dómararnir séu að standa sig mjög vel miðað við það að þeir séu ekki með VAR hérna,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Samræður á milli dómara um þetta „Þegar kemur að gula spjaldinu fyrir dýfuna þá eru klárlega búnar að eiga sér einhverjar samræður á milli dómara því þetta er fjórða gula spjaldið í síðustu tveimur umferðum,“ sagði Albert Brynjar Ingason. „Sem er mjög jákvætt,“ skaut Lárus inn í og hélt svo áfram: „Ef við förum yfir í Daníel í Víkingi í leiknum á móti Keflavík. Hann dýfir sér og fær víti. Hann fær slæma umfjöllun. Ég er búin að fylgjast með honum í sumar og talaði um hann fyrir mót sem mjög spennandi leikmann. Hann er búinn að standa sig vel og hefur verið að minnka þetta mikið í sínum leik,“ sagði Lárus. Menn græða ekki „Hann dýfir sér þarna, fær víti og fær slæma umfjöllun um það. Hann hefði svo seinna í leiknum átt að fá eitt, jafnvel tvö víti en fékk þau ekki. Dómarinn finnur það þegar hann dæmir fyrsta vítið að þetta var ekki rétt. Mín kenning er sú að á endanum ekki að græða það mikið á þessu,“ sagði Lárus. „Eins og í fyrra með hann Kristal. Hann var kominn með orð á sig um að hann væri að dýfa sér. Það var verið að sparka í hann og hann var ekki fá atvik einmitt út af þessu. Þá sagði ég að ef hann ætlaði að fara út í atvinnumennsku þá verður hann að minnka þetta,“ sagði Lárus. Á réttri leið „Hvað gerist þegar hann kemur út í atvinnumennskuna. Hann er tekinn fyrir það af sínum þjálfara,“ sagði Lárus. „Hvað gerir hann þá? Skiptir um land og skiptir um lið. Kominn til Danmerkur núna,“ skaut Guðmundur inn í. „Ég held að við séum á réttri leið með þetta en menn koma til með að rífast um þetta áfram sem er flott því þetta er hluti af leiknum,“ sagði Lárus. Það má horfa á spjallið þeirra úr Stúkunni í gær hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Dýfur og myndbandadómgæsla
Besta deild karla Stúkan Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Sjá meira