Umfjöllun og viðtal: Fylkir - HK 0-0 | Ekkert skorað í Árbænum Þorsteinn Hjálmsson skrifar 18. júlí 2023 21:57 Fylkir fær HK í heimsókn. vísir/Anton Fylkir fékk HK í heimsókn í kvöld í 15. umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli í bragðdaufum leik þar sem HK hefði þó getað stolið sigrinum á lokamínútum leiksins. Fylkir tefldi fram nýjum leikmanni, Sveini Gísla Þorkelssyni, í leiknum sem fékk leikheimild í dag þar sem félagsskiptaglugginn opnaði í dag. Hann er á lánssamningi frá Víkingi og kemur til með að styrkja vörn Fylkis. Mikið jafnræði var með liðunum fyrsta korter leiksins en lítið var um færi og baráttan í hávegum höfð. Heimamenn náðu svo yfirhöndinni í leiknum en í hvert skipti sem leikmenn Fylkis komust í álitlegar stöður framarlega á vellinum þá brást þeim bogalistin. Á meðan komst HK varla inn á síðasta þriðjung vallarins. Staðan 0-0 í hálfleik. Hlutverkaskipti urðu í hálfleik og höfðu HK-ingar yfirhöndina í síðari hálfleik. Eitt besta færi leiksins leit dagsins ljós á 54. mínútu þegar Örvar Eggertsson, leikmaður HK, kom sér fram hjá markverði Fylkis, Ólafi Kristófer Helgasyni, en náði ekki að koma skoti í átt að markinu þar sem varnarmenn Fylkis náðu að verjast fimlega. Lítið markvert gerðist eftir þetta þangað til á lokamínútum leiksins. HK fékk nefnileg þrjú kjörin tækifæri í uppbótatíma til þess að skora sigurmark. Þeim brást þó bogalistin. Úr fyrsta færinu skallaði Örvar Eggertsson beint á Ólaf Kristófer í markinu. Hin tvö færin féllu í skaut Eyþórs Wöhler þar sem fyrra færið fór fram hjá og hitt varði Ólafur Kristófer með fótunum. Lokatölur 0-0. Af hverju varð jafntefli? Bæði lið voru varfærin í sínum leik og vildu greinilega als ekki tapa þessum leik. Einnig vantaði hreinlega upp á alla sannfæringu í að klára þau færi sem liðið fengu bæði tvö. Fylkir hitti til að mynda aldrei á markið í leiknum úr 13 tilraunum. Hverjir stóðu upp úr? Erfitt að benda á einhvern í afskaplega flötum leik. Ég ætla þó að hrósa nýja manninum í vörn Fylkis, honum Sveini Gísla Þorkelssyni. Með innkomu hans hefur Fylkir haldið hreinu í fyrsta skipti á tímabilinu. Einnig má þakka Ólafi Kristófer Helgasyni í marki heimamanna fyrir það. Hvað gekk illa? Færanýtingin, það er hreinlega það sem vantaði upp á í þennan leik. Ef HK hefði unnið væru þeir að verða svo gott sem öruggir í deildinni en með sigri Fylkis hefði botnbaráttan galopnast. Bæði lið þó sennilega nokkuð sátt með stigið. Hvað gerist næst? HK fær Stjörnuna í heimsókn á sunnudaginn klukkan 19:15. Sólarhring síðar mætir Fylkir FH í Kaplakrika. Rúnar Páll Sigmundsson: Þetta þróaðist á annan veg en við ætluðum okkur Rúnar Páll er þjálfari Fylkis.Vísir/Diego Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, sá bæði björtu hliðarnar á leiknum og því sem betur hefði mátt fara eftir markalaust jafntefli gegn HK. „Héldum hreinu, það hefur ekki gerst fyrr í sumar þannig að það er jákvætt. Mér fannst við mjög fínir í fyrri hálfleik, stjórnuðum leiknum hérna algjörlega í fyrri hálfleik. Síðan fannst mér svolítið kaflaskipt í seinni. Vorum heppnir bara að fá jafntefli hérna. Örvar fékk dauðafæri og Eyþór líka bara hérna á síðustu þremur mínútunum í leiknum. Kaflaskiptur leikur ég verð bara að segja það,“ sagði Rúnar Páll. „Þetta þróaðist á annan veg en við ætluðum okkur í hálfleik en við hefðum átt að nýta betur leikstöðurnar í fyrri hálfleik, öll þessi horn og föstu leikatriði sem við fengum, við erum bara klaufar að nýta þetta ekki betur. Svona er þetta bara, HK er með öflugt lið og við náðum ekki að brjóta þá aftur.“ Félagsskiptaglugginn opnaði í dag og Rúnar Páll vonast til að styrkja liðið sitt enn frekar, en liðið hefur nú þegar fengið Svein Gísla Þorkelsson að láni frá Víkingi. „Það getur vel verið, við sjáum bara til hvernig það þróast. Ég væri alveg til í að fá einn til tvo í viðbót, en við sjáum til.“ „Við þurfum að halda áfram að bæta okkur varnarlega, þá getum við notað okkar menn sem eru í vörninni sem eru miðjumenn annars staðar en í vörn. Það er eitthvað sem ég horfi á en við sjáum hvernig það þróast,“ sagði Rúnar Páll að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Fylkir HK
Fylkir fékk HK í heimsókn í kvöld í 15. umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli í bragðdaufum leik þar sem HK hefði þó getað stolið sigrinum á lokamínútum leiksins. Fylkir tefldi fram nýjum leikmanni, Sveini Gísla Þorkelssyni, í leiknum sem fékk leikheimild í dag þar sem félagsskiptaglugginn opnaði í dag. Hann er á lánssamningi frá Víkingi og kemur til með að styrkja vörn Fylkis. Mikið jafnræði var með liðunum fyrsta korter leiksins en lítið var um færi og baráttan í hávegum höfð. Heimamenn náðu svo yfirhöndinni í leiknum en í hvert skipti sem leikmenn Fylkis komust í álitlegar stöður framarlega á vellinum þá brást þeim bogalistin. Á meðan komst HK varla inn á síðasta þriðjung vallarins. Staðan 0-0 í hálfleik. Hlutverkaskipti urðu í hálfleik og höfðu HK-ingar yfirhöndina í síðari hálfleik. Eitt besta færi leiksins leit dagsins ljós á 54. mínútu þegar Örvar Eggertsson, leikmaður HK, kom sér fram hjá markverði Fylkis, Ólafi Kristófer Helgasyni, en náði ekki að koma skoti í átt að markinu þar sem varnarmenn Fylkis náðu að verjast fimlega. Lítið markvert gerðist eftir þetta þangað til á lokamínútum leiksins. HK fékk nefnileg þrjú kjörin tækifæri í uppbótatíma til þess að skora sigurmark. Þeim brást þó bogalistin. Úr fyrsta færinu skallaði Örvar Eggertsson beint á Ólaf Kristófer í markinu. Hin tvö færin féllu í skaut Eyþórs Wöhler þar sem fyrra færið fór fram hjá og hitt varði Ólafur Kristófer með fótunum. Lokatölur 0-0. Af hverju varð jafntefli? Bæði lið voru varfærin í sínum leik og vildu greinilega als ekki tapa þessum leik. Einnig vantaði hreinlega upp á alla sannfæringu í að klára þau færi sem liðið fengu bæði tvö. Fylkir hitti til að mynda aldrei á markið í leiknum úr 13 tilraunum. Hverjir stóðu upp úr? Erfitt að benda á einhvern í afskaplega flötum leik. Ég ætla þó að hrósa nýja manninum í vörn Fylkis, honum Sveini Gísla Þorkelssyni. Með innkomu hans hefur Fylkir haldið hreinu í fyrsta skipti á tímabilinu. Einnig má þakka Ólafi Kristófer Helgasyni í marki heimamanna fyrir það. Hvað gekk illa? Færanýtingin, það er hreinlega það sem vantaði upp á í þennan leik. Ef HK hefði unnið væru þeir að verða svo gott sem öruggir í deildinni en með sigri Fylkis hefði botnbaráttan galopnast. Bæði lið þó sennilega nokkuð sátt með stigið. Hvað gerist næst? HK fær Stjörnuna í heimsókn á sunnudaginn klukkan 19:15. Sólarhring síðar mætir Fylkir FH í Kaplakrika. Rúnar Páll Sigmundsson: Þetta þróaðist á annan veg en við ætluðum okkur Rúnar Páll er þjálfari Fylkis.Vísir/Diego Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, sá bæði björtu hliðarnar á leiknum og því sem betur hefði mátt fara eftir markalaust jafntefli gegn HK. „Héldum hreinu, það hefur ekki gerst fyrr í sumar þannig að það er jákvætt. Mér fannst við mjög fínir í fyrri hálfleik, stjórnuðum leiknum hérna algjörlega í fyrri hálfleik. Síðan fannst mér svolítið kaflaskipt í seinni. Vorum heppnir bara að fá jafntefli hérna. Örvar fékk dauðafæri og Eyþór líka bara hérna á síðustu þremur mínútunum í leiknum. Kaflaskiptur leikur ég verð bara að segja það,“ sagði Rúnar Páll. „Þetta þróaðist á annan veg en við ætluðum okkur í hálfleik en við hefðum átt að nýta betur leikstöðurnar í fyrri hálfleik, öll þessi horn og föstu leikatriði sem við fengum, við erum bara klaufar að nýta þetta ekki betur. Svona er þetta bara, HK er með öflugt lið og við náðum ekki að brjóta þá aftur.“ Félagsskiptaglugginn opnaði í dag og Rúnar Páll vonast til að styrkja liðið sitt enn frekar, en liðið hefur nú þegar fengið Svein Gísla Þorkelsson að láni frá Víkingi. „Það getur vel verið, við sjáum bara til hvernig það þróast. Ég væri alveg til í að fá einn til tvo í viðbót, en við sjáum til.“ „Við þurfum að halda áfram að bæta okkur varnarlega, þá getum við notað okkar menn sem eru í vörninni sem eru miðjumenn annars staðar en í vörn. Það er eitthvað sem ég horfi á en við sjáum hvernig það þróast,“ sagði Rúnar Páll að lokum.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti