Ástin á götunni

Fréttamynd

„Hef ekki verið nægi­lega góður í sumar“

Jónatan Ingi Jónsson réði úrslitum þegar Valur vann mikilvægan 3-2 sigur á Stjörnunni á Hlíðarenda í Bestu deild karla í kvöld. Hann skoraði sín fyrstu mörk frá því í ágúst og kveðst meðvitaður um að hafa verið slakur að undanförnu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi

Á dögunum var lýst eftir 26 ára gömlum manni. Dökkhærðum, smágerðum, örvfættum og illviðráðanlegum hægri kantmanni að nafni Jónatan Ingi Jónsson. Leitin hefur staðið yfir um hríð. Allar götur síðan 22. ágúst, þegar hann skoraði síðast mark fyrir Val í Bestu deildinni. Hann fannst á Hlíðarenda í kvöld og skilaði liði sínu einkar mikilvægum 3-2 sigri á Stjörnunni sem skýtur Val í Evrópu að ári.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Markasúpa í Grafar­holtinu

Fram og Tindastóll gerðu 3-3 jafntefli í 20. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Fyrir leik var vitað að gestirnir frá Sauðárkróki væru fallnir og að nýliðar Fram myndu halda sæti sínu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Það er allt mögu­legt“

Þróttur kom í veg fyrir að Breiðablik myndi tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld á AVIS-vellinum. Leiknum lauk með 3-2 sigri Þróttar sem styrkir stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir yfir­gefur FH að tíma­bilinu loknu

Heimir Guðjónsson mun hætta sem þjálfari FH þegar tímabilinu í Bestu deild karla í fótbolta lýkur. Frá þessu greinir félagið á samfélagsmiðlum sínum nú í kvöld, þriðjudag. Samningur Heimis rennur út að tímabilinu loknu og hefur verið ákveðið að framlengja hann ekki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fengu nóg af skeytingar­leysi og mis­munun

Allir leikmenn kvennaliðs ÍR í fótbolta eru hættir hjá liðinu. Þær hafi fengið nóg af sinnuleysi og virðingarleysi stjórnenda þess í sinn garð og kornið sem fyllti mælinn var þegar metnaðarfullir þjálfarar liðsins voru reknir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Úr svart­nætti í sólar­ljós

Þróttur sigraði Víking 3-2 í þvílíkri dramatík í Laugardalnum í kvöld. Þróttur sem var einum manni færri og einu marki undir, tókst að skora tvö mörk í uppbótartíma leiksins. Þjálfari Þróttara var eðlilega sáttur eftir leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“

„Tilfinningin er bara ótrúlega góð. Ég var búin að mikla þetta mikið fyrir mér í morgun, enda langur tími síðan síðast en bara gott að vera komin inn í þetta og bara ágætis leikur til að byrja á,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, sem spilaði sinn fyrsta leik í Bestu deildinni síðan 2023 í dag í 1-1 jafntefli FH og Vals.

Íslenski boltinn