KSÍ frestar öllum leikjum til 7. ágúst eftir fund með Almannavörnum Stjórn KSÍ fundaði í dag með fulltrúum Almannavarna um framtíð Íslandsmótsins í knattspyrnu. Íslenski boltinn 4. ágúst 2020 15:22
Brasilískur fótboltamaður segist vera hrifinn af íslensku leiðinni Fred byrjaði ferilinn hjá Gremio í suður Brasilíu en hefur eytt síðustu árunum hjá íslenska félaginu Fram. Í sumar er allt að smella saman hjá honum og liðinu. Íslenski boltinn 4. ágúst 2020 09:00
Telur leikmenn tilbúna að gera það sem til þarf Arnar Sveinn Geirsson, forseti Leikmannastamtaka Íslands og leikmaður Pepsi Max-deildarliði Fylkis segir leikmenn vera tilbúna til að gera það sem þarf svo hægt sé að klára Íslandsmótið. Íslenski boltinn 2. ágúst 2020 12:45
Davíð um Lennon: „Ef það er eitthvað að gerast þá er hann að búa það til nánast undantekningarlaust“ Davíð Þór Viðarsson, fyrrum fyrirliði FH og núverandi sparkspekingur Pepsi Max stúkunnar, segir að Steven Lennon sé besti leikmaður FH og nánast allt sem gerist hjá liðinu, gerist í kringum hann. Íslenski boltinn 1. ágúst 2020 23:00
Brynjar Björn vill fá 2-3 leikmenn í ágústglugganum Þjálfari HK vill styrkja leikmannahóp liðsins í ágústglugganum. Í þeim efnum horfir hann m.a. til stöðu hægri bakvarðar. Íslenski boltinn 31. júlí 2020 12:30
Nóg að spila tvo þriðju af mótinu til að krýna Íslandsmeistara Fari svo að ekki verði hægt að klára Íslandsmótið í fótbolta í ár vegna kórónuveirufaraldursins hefur KSÍ sett viðmið um hvað þurfi til að Íslandsmeistarar verði krýndir. Íslenski boltinn 31. júlí 2020 10:30
Fylkir fær efnilegan leikmann frá Fram Fylkismenn fóru ekki tómhentir úr Safamýrinni í gær þó svo að Fram hafi gert sér lítið fyrir og slegið Árbæinga út úr Mjólkurbikarnum. Íslenski boltinn 31. júlí 2020 10:00
KSÍ frestar leikjum til 5. ágúst Ljóst er að engir leikir í meistaraflokki og 2. flokki karla og kvenna í fótbolta fara fram til 5. ágúst. Íslenski boltinn 30. júlí 2020 15:22
Telur knattspyrnulið áfram geta æft Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, telur að æfingar knattspyrnuliða geti farið fram með sama hætti og undanfarnar vikur þrátt fyrir hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. Íslenski boltinn 30. júlí 2020 14:07
Fresta þarf þremur umferðum í Pepsi Max-deildunum Tilmæli sóttvarnaryfirvalda um að fresta öllum íþróttakappleikjum fullorðinna um viku hefur mikil áhrif á Íslandsmótið í fótbolta. Íslenski boltinn 30. júlí 2020 12:26
Leikið í kvöld og KSÍ ræður ráðum sínum Knattspyrnusamband Íslands fékk engan fyrirvara um þau tilmæli sem íþróttahreyfingunni er nú gert að fara eftir, þess efnis að kappleikjum fullorðinna skuli frestað um viku, og starfsfólk sambandsins ræður nú ráðum sínum. Íslenski boltinn 30. júlí 2020 11:39
Segja að FH þurfi að ná sér í sóknarmann: „Einhvern sem getur gert gæfumuninn“ Sérfræðingar Pepsi Max stúkunnar eru á því að FH þurfi að finna sóknarmann í félagaskiptaglugganum sem verður opnaður í næstu viku. Íslenski boltinn 30. júlí 2020 11:05
Kristinn blómstraði í stöðunni hans Brynjólfs gegn ÍA Frammistaða Kristins Steindórssonar gegn ÍA var til umræðu í Pepsi Max Stúkunni eftir 9. umferð deildarinnar. Íslenski boltinn 30. júlí 2020 07:30
Alexander bestur, Hans með magnaða björgun og Valgeir sinnum tveir í þriðja sinn í úrvalsliðinu Níunda umferð Pepsi Max-deildar karla var gerð upp í Pepsi Max stúkunni sem var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi, þriðjudagskvöld. Íslenski boltinn 29. júlí 2020 22:00
Ágúst heldur áfram að toppa hlaupalistana: „Er þetta ekki einhver bilun?“ Ágúst Eðvald Hlynsson heldur áfram að vera efstur þegar birtar eru hlaupatölurnar úr Pepspi Max-deild karla. Íslenski boltinn 29. júlí 2020 19:00
Reyni leið illa að horfa á Blika kaffæra Skagamenn: „Leti vörn út um allan völl“ Varnarleikur ÍA gegn Breiðabliki var Skagamanninum Reyni Leóssyni ekki að skapi. Íslenski boltinn 29. júlí 2020 14:00
Birkir Valur farinn til Slóvakíu | Ekki meira með HK í sumar Birkir Valur Jónsson, hægri bakvörður HK, er farinn til Slóvakíu til að ganga frá samningi við Spartak Trnava. Íslenski boltinn 29. júlí 2020 13:30
Valsmenn fundu framherja í Danmörku Topplið Pepsi Max-deildar karla hefur fengið danskan framherja á láni út tímabilið. Íslenski boltinn 29. júlí 2020 13:22
Valdimar og Valgeir slegið í gegn: „Gangi þeim vel að halda þeim“ „Þetta eru tveir af skemmtilegu leikmönnum deildarinnar,“ sagði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Pepsi Max stúkunnar, í umræðum um Valdimar Þór Ingimundarson og Valgeir Valgeirsson. Íslenski boltinn 29. júlí 2020 13:00
Erlendum leikmönnum snarfækkað í Pepsi Max deild karla Erlendum leikmönnum í Pepsi Max deild karla hefur fækkað hratt undanfarin ár. Árið 2017 voru hér 82 erlendir leikmenn en þeir eru aðeins 25 í dag. Íslenski boltinn 29. júlí 2020 12:00
„Menn festast í að tala um 2013 en það er 2020 núna“ Strákarnir í Pepsi Max stúkunni veltu fyrir sér hvort staða Björns Daníels Sverrissonar í byrjunarliði FH væri í hættu. Íslenski boltinn 29. júlí 2020 11:00
Gefa lítið fyrir meinta heimþrá: „Skil ekki hvernig hægt er að sakna Danmerkur svona mikið“ „Er þetta ekki meira það að hann er óánægður með að hafa ekki spilað meira? Þetta er svo sem bara það,“ segir Davíð Þór Viðarsson um meinta heimþrá Danans Tobias Thomsen, leikmanns Íslandsmeistara KR. Íslenski boltinn 29. júlí 2020 10:00
Steve Dagskrá í Árbænum: Skátafortíðin rædd á Blásteini Í þriðja þætti Steve Dagskrá fylgjumst við með Lautarferð þeirra Andra Geirs Gunnarssonar og Vilhjálms Freys Hallssonar. Íslenski boltinn 28. júlí 2020 16:30
Beitir í basli á Greifavelli en bjargaði samt stigi Beitir Ólafsson, markvörður KR, var í basli með fyrirgjafir sem og sendingar til baka í leik KA og KR. Sjáðu atvikin og umræðu Pepsi Max Tilþrifanna um leikinn og frammistöðu markvarðarins öfluga. Íslenski boltinn 28. júlí 2020 15:45
Ingvar um markið hans Hilmars Árna: „Er aldrei að fara gefa hann“ Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, var svekktur með markið sem Hilmar Árni Halldórsson skoraði er liðin gerðu 1-1 jafntefli í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Íslenski boltinn 28. júlí 2020 14:00
Viktor óbrotinn en missir af leikjum - Með fimm mörk í júlí Viktor Jónsson meiddist í ökkla um leið og hann skoraði fyrir ÍA gegn Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni á sunnudag. Hann er óbrotinn en kemur til með að missa af nokkrum leikjum, eftir að hafa skorað fimm mörk í júlí. Íslenski boltinn 28. júlí 2020 11:31
„Það sem Ingibergur gerir er algjörlega ófyrirgefanlegt“ Ingibergur Kort Sigurðsson gerði sig sekan um slæm mistök þegar hann var rekinn af velli í leik Fjölnis og Vals. Íslenski boltinn 28. júlí 2020 11:00
Allt annað að sjá Val nú en á sama tíma á síðustu leiktíð Á sama tíma á síðustu leiktíð voru þáverandi Íslandsmeistarar Vals í fallsæti. Nú er tíðin önnur á Hlíðarenda en Valsmenn tróna á toppi Pepsi Max deildarinnar, sem stendur. Íslenski boltinn 28. júlí 2020 09:30
Arnar Gunnlaugs: Þessi hópur þolir alveg að það sé töluð íslenska við þá Víkingur gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í síðasta leik 9. umferðar í Pepsi Max deildinni í fótbolta í gærkvöld. Arnar Gunnlaugsson ræddi við Kjartan Atla Kjartansson og Pepsi Max Tilþrifin af leik loknum. Íslenski boltinn 28. júlí 2020 07:30
Dagskráin í dag: Stúkan, kvennatvíhöfði og ítalski boltinn Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag en alls má finna fimm beinar útsendingar úr heimi knattspyrnunnar. Sport 28. júlí 2020 06:00