Rúnar: Hann gerir þetta oft á æfingum og gaman að sjá þetta gerast í leik Árni Konráð Árnason skrifar 29. ágúst 2021 20:12 vísir/getty Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var í skýjunum eftir góðan 2-1 sigur á Leikni í Pepsi Max deildinni í fótbolta í kvöld. „Frábær fótboltaleikur, ofboðslega opinn og skemmtilegur, mikið um færi og flottur fótbolti. Tvö lið sem að vildu vinna leikinn og bauð upp á mikla skemmtun, bara ánægður með þrjú stig“. Evrópudraumurinn lifir enn hjá KRingum aðspurður hafi Rúnar þetta að segja „Já, við erum búnir að vera í allt sumar að reyna elta og erum ennþá að því þannig að hver einasti leikur skiptir og máli en við erum búnir að sýna það undanfarið, búnir að vinna þrjá leiki í röð sem að er jákvætt. Strákarnir eru að leggja á sig mikla vinnu við að reyna að gera sitt besta og ná í sem flest stig og auka möguleikana að nálgast þessi efstu lið. Við erum sáttir við þessi stig í dag, frábær leikur eins og ég sagði og mikilvæg stig fyrir okkur í þessari baráttu“ sagði Rúnar. Landsleikjahlé er framundan og spilar liðið næsta leik sinn 11. september. „Nú fáum við kærkomið frí, það er búið að vera erfitt að vera í sóttkví í 5-6 daga og geta ekki æft og spila svo tvo leiki á fimm dögum. Maður sá það á liðinu í dag að menn voru þreyttur þegar að leið á síðari hálfleikinn en samt höfðum við orku til þess að klára þetta“. Kristinn Jónsson átti frábæra innkomu í dag „Kristinn var frábær, ofboðslega gaman að sjá hann koma inn á. Hann er auðvitað okkar fyrsti bakvörður og hefur verið. Grétar er búinn að spila þessa stöðu síðustu tvo leiki og Grétar var orðinn stífur í hálfleik. Við vissum að við þyrftum að setja Kristinn inn á og hann er allt öðruvísi bakvörður en Leiknismenn voru búnir að mæta í þessari 60 mínútur þangað til að Kristinn kemur inn á. Hann var bara mættur inn í vítateiginn í tvígang og kláraði bæði færin sín nokkuð vel. Hann er lunkinn fyrir framan markið og þegar að hann kemst í þessa stöðu að þá skorar hann oft. Hann gerir þetta oft á æfingum þannig að það var gaman að sjá þetta gerast í leik líka. Hann hefur kannski ekki verið frægur fyrir að skora mikið en hann skorar alltaf eitt, tvö á ári og þetta var ánægjulegt og gaman fyrir hann“. Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR – Leiknir R. 2-1 | Mögnuð endurkoma KR og Evrópuvonin lifir enn Kristinn Jónsson kom KR til bjargar gegn nýliðum Leiknis í Pepsi Max deild karla í kvöld. 29. ágúst 2021 20:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira
„Frábær fótboltaleikur, ofboðslega opinn og skemmtilegur, mikið um færi og flottur fótbolti. Tvö lið sem að vildu vinna leikinn og bauð upp á mikla skemmtun, bara ánægður með þrjú stig“. Evrópudraumurinn lifir enn hjá KRingum aðspurður hafi Rúnar þetta að segja „Já, við erum búnir að vera í allt sumar að reyna elta og erum ennþá að því þannig að hver einasti leikur skiptir og máli en við erum búnir að sýna það undanfarið, búnir að vinna þrjá leiki í röð sem að er jákvætt. Strákarnir eru að leggja á sig mikla vinnu við að reyna að gera sitt besta og ná í sem flest stig og auka möguleikana að nálgast þessi efstu lið. Við erum sáttir við þessi stig í dag, frábær leikur eins og ég sagði og mikilvæg stig fyrir okkur í þessari baráttu“ sagði Rúnar. Landsleikjahlé er framundan og spilar liðið næsta leik sinn 11. september. „Nú fáum við kærkomið frí, það er búið að vera erfitt að vera í sóttkví í 5-6 daga og geta ekki æft og spila svo tvo leiki á fimm dögum. Maður sá það á liðinu í dag að menn voru þreyttur þegar að leið á síðari hálfleikinn en samt höfðum við orku til þess að klára þetta“. Kristinn Jónsson átti frábæra innkomu í dag „Kristinn var frábær, ofboðslega gaman að sjá hann koma inn á. Hann er auðvitað okkar fyrsti bakvörður og hefur verið. Grétar er búinn að spila þessa stöðu síðustu tvo leiki og Grétar var orðinn stífur í hálfleik. Við vissum að við þyrftum að setja Kristinn inn á og hann er allt öðruvísi bakvörður en Leiknismenn voru búnir að mæta í þessari 60 mínútur þangað til að Kristinn kemur inn á. Hann var bara mættur inn í vítateiginn í tvígang og kláraði bæði færin sín nokkuð vel. Hann er lunkinn fyrir framan markið og þegar að hann kemst í þessa stöðu að þá skorar hann oft. Hann gerir þetta oft á æfingum þannig að það var gaman að sjá þetta gerast í leik líka. Hann hefur kannski ekki verið frægur fyrir að skora mikið en hann skorar alltaf eitt, tvö á ári og þetta var ánægjulegt og gaman fyrir hann“.
Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR – Leiknir R. 2-1 | Mögnuð endurkoma KR og Evrópuvonin lifir enn Kristinn Jónsson kom KR til bjargar gegn nýliðum Leiknis í Pepsi Max deild karla í kvöld. 29. ágúst 2021 20:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR – Leiknir R. 2-1 | Mögnuð endurkoma KR og Evrópuvonin lifir enn Kristinn Jónsson kom KR til bjargar gegn nýliðum Leiknis í Pepsi Max deild karla í kvöld. 29. ágúst 2021 20:00