Vængbrotið lið KA getur blandað sér í toppbaráttuna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2021 14:31 Leikmenn KA eru klárir í slaginn í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Í kvöld mætast KA og Breiðablik á Greifavellinum á Akureyri í leik sem gæti skipt sköpum í toppbaráttu Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Gestirnir geta farið á toppinn en heimamenn verða aðeins þremur stigum frá toppliðunum tveimur fari þeir með sigur af hólmi. Ótrúleg staðreynd þegar horft er á skakkaföllin sem félagið hefur orðið fyrir það sem af er tímabili. Sem stendur er KA í 4. sæti deildarinnar með 30 stig. Þar fyrir ofan eru Blikar með 35 stig á meðan Íslandsmeistarar Vals og Víkingar eru með 36 stig. Akureyringar ætluðu sér alltaf að vera í efri hluta deildarinnar en Arnar Grétarsson hefur heldur betur náð hverjum einasta dropa úr sínum mönnum í sumar þar sem liðið hefur orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru. Það er vissulega eðlilegt að leikmenn meiðist og skipti um lið en KA menn hafa höndlað það betur en flestir það sem af er sumri. Óheppnin hófst strax í apríl þegar Kristijan Jajalo, markvörður KA, handleggsbrotnaði á æfingu. Hann hefur verið frá keppni síðan. Ekki að það hafi ef til vill komið að sök þar sem Steinþór Már Auðunsson, Stubburinn eins og hann er kallaður, hefur verið frábær milli stanganna. Það er hins vegar deginum ljósara að Arnar ætlaði sér að byrja með Jajalo í markinu. Í fjarveru hans kom Vladan Djogatovic á láni frá Grindavík. Vermdi hann tréverkið framan af sumri. Sebastian Brebels, belgískur miðjumaður sem gekk í raðir KA fyrir tímabilið, missti af fyrstu fjórum leikjum félagsins vegna meiðsla. Hann er þó enn í KA annað en landi sinn Jonathan Hendrickx sem samdi við KA fyrir tímabilið en hélt svo heim á leið til Belgíu í félagaskiptaglugganum um mitt sumar. Hendrickx náði 9 leikjum fyrir félagið en það er samt sem áður meira en bakverðirnir Hrannar Björn Steingrímsson og Ívar Örn Arnarson hafa náð til samans í sumar. Hrannar Björn spilaði þrjá leiki áður en hann meiddist illa á æfingu. Sleit hann krossband í hné ásamt því að rífa liðþófa og spilar því ekkert meira á þessari leiktíð. Ívar Örn hefur leikið fjóra leiki að undanförnu en hann er að stíga upp úr erfiðum meiðslum. Miðvörðurinn ungi Brynjar Ingi Bjarnason var svo seldur til Lecce í sumarglugganum eftir að hafa spilað frábærlega. Samherji hans í miðverðinum, Dusan Brkovic, hefur einnig leikið vel í sumar en hann tekur út leikbann í kvöld, líkt og hann gerði í fyrri leik liðanna. Sveinn Margeir Hauksson var einnig verið að glíma við meiðsli framan af leiktíð og þá getur Haukur Heiðar Hauksson ekki spilað alla leiki vegna meiðsla sinna. Að lokum hefur Daníel Hafsteinsson ekki verið í leikmannahóp liðsins frá 25. júlí síðastliðnum og þar af leiðandi misst af síðustu fjórum leikjum. Þrátt fyrir: Að fara inn í mótið án aðalmarkvarðar Að missa sinn efnilegasta og möguelga besta mann um mitt sumar Að þurfa að búa til nýja varnarlínu þegar mótið er hálfnað þá er KA hársbreidd frá því að blanda sér í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn af fullri alvöru. Hvort það tekst kemur í ljós að leik loknum á Greifavellinum í kvöld. Leikur KA og Breiðabliks hefst klukkan 18.00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Leikurinn verður gerður upp ásamt öðrum leikjum kvöldsins í Pepsi Max Stúkunni að honum loknum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KA Breiðablik Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Gestirnir geta farið á toppinn en heimamenn verða aðeins þremur stigum frá toppliðunum tveimur fari þeir með sigur af hólmi. Ótrúleg staðreynd þegar horft er á skakkaföllin sem félagið hefur orðið fyrir það sem af er tímabili. Sem stendur er KA í 4. sæti deildarinnar með 30 stig. Þar fyrir ofan eru Blikar með 35 stig á meðan Íslandsmeistarar Vals og Víkingar eru með 36 stig. Akureyringar ætluðu sér alltaf að vera í efri hluta deildarinnar en Arnar Grétarsson hefur heldur betur náð hverjum einasta dropa úr sínum mönnum í sumar þar sem liðið hefur orðið fyrir hverju áfallinu á fætur öðru. Það er vissulega eðlilegt að leikmenn meiðist og skipti um lið en KA menn hafa höndlað það betur en flestir það sem af er sumri. Óheppnin hófst strax í apríl þegar Kristijan Jajalo, markvörður KA, handleggsbrotnaði á æfingu. Hann hefur verið frá keppni síðan. Ekki að það hafi ef til vill komið að sök þar sem Steinþór Már Auðunsson, Stubburinn eins og hann er kallaður, hefur verið frábær milli stanganna. Það er hins vegar deginum ljósara að Arnar ætlaði sér að byrja með Jajalo í markinu. Í fjarveru hans kom Vladan Djogatovic á láni frá Grindavík. Vermdi hann tréverkið framan af sumri. Sebastian Brebels, belgískur miðjumaður sem gekk í raðir KA fyrir tímabilið, missti af fyrstu fjórum leikjum félagsins vegna meiðsla. Hann er þó enn í KA annað en landi sinn Jonathan Hendrickx sem samdi við KA fyrir tímabilið en hélt svo heim á leið til Belgíu í félagaskiptaglugganum um mitt sumar. Hendrickx náði 9 leikjum fyrir félagið en það er samt sem áður meira en bakverðirnir Hrannar Björn Steingrímsson og Ívar Örn Arnarson hafa náð til samans í sumar. Hrannar Björn spilaði þrjá leiki áður en hann meiddist illa á æfingu. Sleit hann krossband í hné ásamt því að rífa liðþófa og spilar því ekkert meira á þessari leiktíð. Ívar Örn hefur leikið fjóra leiki að undanförnu en hann er að stíga upp úr erfiðum meiðslum. Miðvörðurinn ungi Brynjar Ingi Bjarnason var svo seldur til Lecce í sumarglugganum eftir að hafa spilað frábærlega. Samherji hans í miðverðinum, Dusan Brkovic, hefur einnig leikið vel í sumar en hann tekur út leikbann í kvöld, líkt og hann gerði í fyrri leik liðanna. Sveinn Margeir Hauksson var einnig verið að glíma við meiðsli framan af leiktíð og þá getur Haukur Heiðar Hauksson ekki spilað alla leiki vegna meiðsla sinna. Að lokum hefur Daníel Hafsteinsson ekki verið í leikmannahóp liðsins frá 25. júlí síðastliðnum og þar af leiðandi misst af síðustu fjórum leikjum. Þrátt fyrir: Að fara inn í mótið án aðalmarkvarðar Að missa sinn efnilegasta og möguelga besta mann um mitt sumar Að þurfa að búa til nýja varnarlínu þegar mótið er hálfnað þá er KA hársbreidd frá því að blanda sér í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn af fullri alvöru. Hvort það tekst kemur í ljós að leik loknum á Greifavellinum í kvöld. Leikur KA og Breiðabliks hefst klukkan 18.00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Leikurinn verður gerður upp ásamt öðrum leikjum kvöldsins í Pepsi Max Stúkunni að honum loknum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KA Breiðablik Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira