Kjartan Henry: Það kemur mér ekkert á óvart að Skagamönnum finnist eitthvað vera á móti sér Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2021 20:49 Kjartan Henry skoraði gott mark sem dugði KR því miður ekki til sigurs. Vísir/Hulda Margrét KR fór og sótti þrjú stig á Akranes í kvöld þegar þeir mættu ÍA í Pepsi-Max deild karla. Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, var glaður í leikslok. „Alltaf erfitt að koma uppá Skaga sérstaklega þegar aðstæður eru eins og þær voru í dag, völlurinn fínn en ansi mikið rok. Þeir þekkja rokið sitt hérna uppá Skaga. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik en hefðum átt að vera búnir að skora fleiri mörk. Svo fannst mér við bara vera solid í seinni hálfleik, héldum boltanum vel og náðum inn þessu öðru marki. Svo ég er bara mjög ánægður með þetta,“ sagði Kjartan Henry. Kjartan Henrý skoraði fyrra mark KR eftir 15 mínútna leik en Skagamenn voru ansi óánægðir með það og töldu Kjartan hafa hrint Guðmundi Tyrfingssyni í aðdraganda marksins. Kjartan var sjálfur ósammála því. „Það kemur mér ekkert á óvart að Skagamönnum finnist eitthvað vera á móti sér en nei ég bara var að reyna að ná mér í stöðu, man svo sem ekki alveg hvað gerist en ég sá bara að Stebbi var að koma honum fyrir og hann er léttur þessi strákur. Mér fannst ég ekki gera neitt af mér og ekki dómaranum heldur þannig það er eins og það er. Markið stóð og það er það sem skiptir máli,“ sagði Kjartan Henry um markið sem hann skoraði. KR voru mun meira með boltann í leiknum og þá nánast allan tímann í fyrri hálfleik. Undirritaður spurði Kjartan hvers vegna liðinu tókst ekki að skapa fleiri opin marktækifæri og aftur var Kjartan Henry ósammála. „Ég er reyndar ósammála því sko. Í fyrri hálfleik fannst mér við skapa fullt af opnum og góðum tækifærum til þess að skora og við hefðum átt að vera 3-0 yfir í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik vorum við með vindinn á móti okkur og þurftum að spila öðruvísi leik og mér fannst við gera það vel,“ sagði Kjartan Henrý. KR liðið var að koma til baka úr sóttkví í þessum leik og höfðu aðeins náð tveimur æfingum í undirbúningi fyrir leikinn. Kjartan var ánægður með sína menn. „Við héldum boltanum vel og vorum bara í fínu standi. Við vorum ákveðnir í að nota ekki sóttkví sem neina afsökun svo ég er bara mjög ánægður með frammistöðuna í dag og við verðum bara að mæta klárir á sunnudaginn,“ sagði Kjartan. KR fer í 4.sæti deildarinnar með sigri kvöldsins og eiga eftir fjóra leiki. Kjartan segist þó ekki vera að pæla mikið í töflunni. „Ég veit það ekki, ég er ekki búinn að vera að horfa neitt á töfluna. Það eru fjórir leikir og tólf stig eftir í pottinum og við ætlum að ná í þau öll og svo bara sjá hvert það fer með okkur,“ sagði Kjartan Henry að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Fleiri fréttir Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Sjá meira
„Alltaf erfitt að koma uppá Skaga sérstaklega þegar aðstæður eru eins og þær voru í dag, völlurinn fínn en ansi mikið rok. Þeir þekkja rokið sitt hérna uppá Skaga. Við vorum frábærir í fyrri hálfleik en hefðum átt að vera búnir að skora fleiri mörk. Svo fannst mér við bara vera solid í seinni hálfleik, héldum boltanum vel og náðum inn þessu öðru marki. Svo ég er bara mjög ánægður með þetta,“ sagði Kjartan Henry. Kjartan Henrý skoraði fyrra mark KR eftir 15 mínútna leik en Skagamenn voru ansi óánægðir með það og töldu Kjartan hafa hrint Guðmundi Tyrfingssyni í aðdraganda marksins. Kjartan var sjálfur ósammála því. „Það kemur mér ekkert á óvart að Skagamönnum finnist eitthvað vera á móti sér en nei ég bara var að reyna að ná mér í stöðu, man svo sem ekki alveg hvað gerist en ég sá bara að Stebbi var að koma honum fyrir og hann er léttur þessi strákur. Mér fannst ég ekki gera neitt af mér og ekki dómaranum heldur þannig það er eins og það er. Markið stóð og það er það sem skiptir máli,“ sagði Kjartan Henry um markið sem hann skoraði. KR voru mun meira með boltann í leiknum og þá nánast allan tímann í fyrri hálfleik. Undirritaður spurði Kjartan hvers vegna liðinu tókst ekki að skapa fleiri opin marktækifæri og aftur var Kjartan Henry ósammála. „Ég er reyndar ósammála því sko. Í fyrri hálfleik fannst mér við skapa fullt af opnum og góðum tækifærum til þess að skora og við hefðum átt að vera 3-0 yfir í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik vorum við með vindinn á móti okkur og þurftum að spila öðruvísi leik og mér fannst við gera það vel,“ sagði Kjartan Henrý. KR liðið var að koma til baka úr sóttkví í þessum leik og höfðu aðeins náð tveimur æfingum í undirbúningi fyrir leikinn. Kjartan var ánægður með sína menn. „Við héldum boltanum vel og vorum bara í fínu standi. Við vorum ákveðnir í að nota ekki sóttkví sem neina afsökun svo ég er bara mjög ánægður með frammistöðuna í dag og við verðum bara að mæta klárir á sunnudaginn,“ sagði Kjartan. KR fer í 4.sæti deildarinnar með sigri kvöldsins og eiga eftir fjóra leiki. Kjartan segist þó ekki vera að pæla mikið í töflunni. „Ég veit það ekki, ég er ekki búinn að vera að horfa neitt á töfluna. Það eru fjórir leikir og tólf stig eftir í pottinum og við ætlum að ná í þau öll og svo bara sjá hvert það fer með okkur,“ sagði Kjartan Henry að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski boltinn KR Pepsi Max-deild karla Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Fleiri fréttir Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Sjá meira