Sjúkratryggingar fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar Sjúkratryggingar fagna ábendingum Ríkisendurskoðunar og segjast í meginatriðum vera sammála áherslum og ábendingum sem fram koma í nýrri stjórnsýsluúttekt þar sem gerðar eru athugasemdir við samningsferli Sjúkratrygginga við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna og fleira. Innlent 25. júní 2025 11:33
Sjúkratryggingar réðu illa við læknana í Reykjavík Ríkisendurskoðun telur að samningur Sjúkratrygginga Íslands við sjálfstætt starfandi sérgreinalækna geti falið í sér hvata til að veita þjónustu óháð raunverulegri þörf og hagsmunum heilbrigðisþjónustunnar. Innlent 25. júní 2025 10:43
Týndu hermennirnir okkar Í kjölfar svars utanríkisráðherra við fyrirspurn minni um herþjónustu íslenskra ríkisborgara vakna spurningar sem varða bæði öryggisstefnu Íslands og stöðu landsins innan alþjóðlegs varnarsamstarfs. Skoðun 25. júní 2025 10:31
Meirihluti vill stöðva málþóf á Alþingi Um sextíu prósent svarenda í skoðanakönnun segjast vilja að Alþingi taki upp reglur sem komi í veg fyrir málþóf. Sama hlutfall lítur á umræður um bókun 35 á þingi síðustu daga sem málþóf en aðeins fjórðungur telur eðlilegt að minnihlutinn á þingi geti notað málþóf til að stöðva mál. Innlent 25. júní 2025 10:06
Að reikna veiðigjald af raunverulegum aflaverðmætum Þessa dagana er rætt um um veiðigjöld á Alþingi. Veiðigjöld eru greidd af hagnaði veiða úr sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, hafinu í kringum Ísland. Þetta er takmörkuð auðlind sem okkur ber að fara vel með og koma í veg fyrir að við göngum of nærri fiskstofnum. Skoðun 25. júní 2025 08:02
Ræddu veiðigjöldin til að ganga hálf fjögur Þingfundur stóð fram til klukkan rúmlega þrjú í nótt og enn eina ferðina voru breytingar á veiðigjöldum eina umræðuefnið. Innlent 25. júní 2025 06:35
Stuðningur við veiðigjaldafrumvarpið dregst saman Samkvæmt nýrri könnun um stuðning við frumvarp atvinnuvegaráðherra, um hækkun veiðigjalda, hefur dregið úr stuðningi almennings við málið milli mánaða. Stuðningurinn er eftir sem áður mikill. Innlent 24. júní 2025 14:41
„Þetta rugl í Kastljósi í gær af hálfu forsætisráðherra er skammarlegt“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar fóru hörðum orðum um forsætisráðherra á þinginu og gagnrýndu ummæli sem hún lét falla í Kastljósi í gær. Þar sakaði hún minnihlutann um fjalla um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar í „falsfréttastíl.“ Formaður atvinnuveganefndar sakar minnihlutann um að stunda blekkingar. Innlent 24. júní 2025 11:43
Fundað á Alþingi fram á nótt og framhald strax klukkan tíu Þingfundur á Alþingi stóð fram til klukkan hálfþrjú í nótt og var frumvarp um veiðigjöld aðal umræðuefnið sem og fundarstjórn forseta. Innlent 24. júní 2025 08:34
Þegar Sjálfstæðisflokkurinn fann málbeinið sitt Fáir flokkar hafa nýtt málþóf jafn kerfisbundið á síðastliðnum árum og Píratar, sem álitu málþóf nær því að vera listform frekar en stjórnmál, nema kannski nú nýverið Sjálfstæðisflokkurinn í stjórnarandstöðu. Skoðun 24. júní 2025 08:00
42 prósent fanga erlendir ríkisborgarar Erlendum ríkisborgurum sem afplána í fangelsum landsins hefur fjölgað á síðustu árum en á síðasta ári var hlutfallið 42 prósent. Árið 2019 var hlutfall erlendra ríkisborgara í fangelsum landsins 21 prósent og árið 2014 var hlutfallið 14 prósent. Innlent 24. júní 2025 07:36
Sé tilraun til að þagga niður í gagnrýni Formaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir orð forsætisráðherra í Kastljósi í gær og segir hana „stilla sér upp sem fórnarlambi málþófs.“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni halda áfram að ræða frumvarpið um breytingar á veiðigjöldum sem sé óvandað frumvarp. Innlent 24. júní 2025 06:44
Ábyrgð og ábyrgðarleysi Það sem við urðum vitni að í Kastljósi í gærkvöld er nýr kafli í pólitískum vinnubrögðum forsætisráðherra og hann er áhyggjuefni fyrir alla sem vilja sjá heilbrigt og virkt lýðræði. Þar var ekki bara ráðist að stjórnarandstöðunni, heldur var sú árás reist á rangfærslum, útúrsnúningum og tilraun til að stimpla lögmæt sjónarmið minnihlutans sem falsfréttir. Skoðun 24. júní 2025 06:30
Engar stórvirkjanir í Skagafirði en opið að fara í Kjalölduveitu Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi vill að Héraðsvötn í Skagafirði verði friðuð gagnvart virkjunum og fari í verndarflokk rammaáætlunar. Þá vill meirihlutinn halda þeim möguleika opnum að Kjalölduveita neðan Þjórsárvera verði leyfð. Innlent 23. júní 2025 22:26
„Við erum auðvitað ekki komin þangað“ Þingflokksformaður Viðreisnar segir það ekki koma til greina að svo stöddu að beita lagagrein sem myndi heimila þingmeirihlutanum að þvinga veiðigjaldafrumvarpi beint í atkvæðagreiðslu. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur það lýðræðislega skyldu sína að hindra afgreiðslu málsins. Þau vonast bæði eftir því að ná samkomulagi um þinglok. Innlent 23. júní 2025 20:59
Leita fulltingis forseta til að fá upplýsingar um veiðigjöld Þingmenn stigu í pontu Alþingis í stríðum straumum við upphaf þingfundar í dag, til þess að freista þess að fá forseta þingsins til að aðstoða þá við að kría nákvæmari upplýsingar um veiðigjaldafrumvarpið út úr ríkisstjórninni. Innlent 23. júní 2025 16:24
Fimm staðreyndir fyrir Gunnþór Ingvason Forstjóri Síldarvinnslunnar og nýr formaður SFS ritar grein á þessum vettvangi undir fyrirsögninni „Tökum samtalið“. Strax í fyrstu línu fellur grein Gunnþórs Ingvasonar hins vegar á því prófi sem mikilvægast er til þess að hægt sé að eiga vitrænt og heiðarlegt samtal – prófi sannleikans. Skoðun 23. júní 2025 16:00
„Það gengur ekki að þingið sé tekið í gíslingu“ Atvinnuvegaráðherra telur að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið þingið í gíslingu í umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Hún er samt bjartsýn á að það takist að klára aðra umræðu fyrir sumarfrí. Innlent 23. júní 2025 13:41
Grunar að fjárheimildir ætlaðar þjónustu hafi farið í launakostnað Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að fjármála- og efnahagsráðuneytið vinni skýrslu sem leiðir í ljós hvort fjárheimildir sem ætlaðar eru til að bæta þjónustu hafi farið í launahækkanir ríkisstarfsmanna, umfram forsendur fjárlaga. Innlent 23. júní 2025 12:46
Þingkonur hlutu blessun Leós páfa Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og Lilja Rafney Magnúsdóttir þingkona Flokks fólksins hlutu blessun Leós fjórtánda páfa í Páfagarði í dag. Lífið 21. júní 2025 13:30
Sæki um íslenska vegabréfsáritun til að ferðast annað Starfsfólk lögregluembættisins á Suðurnesjum segist taka eftir því að einstaklingar sæki um vegabréfsáritun hérlendis án þess að hyggjast ferðast um landið. Svar við umsóknum berst hraðar hérlendis og nýta einstaklingar sér það til að komast inn á Schengen-svæðið. Lögreglustjóri kallar eftir skýrari lagaheimild til að afturkalla vegabréfsáritanir. Innlent 21. júní 2025 11:14
Þinglok hvergi í augsýn: „Málþóf! Málþóf!“ Fjöldi mála bíður afgreiðslu á þinginu og þingmenn segjast ýmist reiðubúnir að funda langt fram á sumar eða hvetja til þess að mál komist til atkvæðagreiðslu. Stjórnarandstaða vill meina að vanbúnaði meirihlutans sé að kenna um tafirnar en meirihlutinn segir stjórnarandstöðuna ætla sér að málþæfa hækkun veiðigjalda í kaf. Innlent 20. júní 2025 22:02
„Heilög skylda“ að málþæfa gegn „dellumálum“ í allt sumar Jens Garðar Helgason þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur það heilaga skyldu þingflokksins að standa gegn „dellumálum“ eins og veiðigjaldafrumvarpinu. Hann muni gera það í allt sumar ef þörf er á. Innlent 20. júní 2025 13:08
„Er allt komið í hund og kött?“ Hið svokallaða gæludýrafrumvarp hefur verið afgreitt úr nefnd og er reiðubúið til annarrar umræðu í þinginu. Þingmaður Framsóknar segir frumvarpið fela í sér réttindaskerðingu fólks sem af heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum getur ekki búið nærri gæludýrum. Innlent 20. júní 2025 11:26
Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Ríkisstjórnin ætlar að endurskoða áform fyrri ríkisstjórnar um innviðagjald, sem heimta átti af erlendum skemmtiferðaskipum og áttu að skila ríkissjóði 1,5 milljörðum króna í auknar tekjur. Innviðaráðherra segir málið hluta af fortíðarvanda sem ríkisstjórnin glími við. Viðskipti innlent 20. júní 2025 11:20
Mikil réttarbót fyrir fatlað fólk mætir hindrunum Frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um lögleiðingu Samnings Sameinuðu þjóðanna sem nú bíður afgreiðslu á Alþingi felur í sér gríðarlega réttarbót fyrir allt fatlað fólk á Íslandi. Skoðun 20. júní 2025 08:02
Gerir ráð fyrir að ljúka þingstörfum fyrir mánaðamót Forseti Alþingis gerir ráð fyrir að þingstörfum ljúki fyrir mánaðarmót. Hún segir þó stefna í langa umræðu um veiðigjöldin sem verði afgreidd fyrir sumarhlé Innlent 19. júní 2025 12:59
Blaður 35 Þegar líður að lokum Alþingi á hverju ári, að hausti og vori, fer fyrir því eins og aðalpersónunni í Umskiptunum eftir Franz Kafka. Það verða s.s. alger umskipti á Alþingi og starfsemi þess. Að minnsta kosti þeim hluta sem við sjáum í útsendingum þess og í fréttatímum fjölmiðla. Að sumu leyti umbreytist Alþingi á þessum tíma yfir í einskonar sandkassa, þar sem gusurnar ganga á víxl. Skoðun 19. júní 2025 12:30
Sammála Attenborough og segir tegundir þurrkaðar út Tegundir hafa þurrkast út við landið vegna botnvörpuveiða að sögn formanns Landssambands smábátaeigenda. Sambandið tekur undir áhyggjur sem koma fram í heimildarmynd David Attenborough um skaðsemi veiðanna á lífríki sjávar. Innlent 18. júní 2025 20:03
Stjórnarandstaða í grímulausri sérhagsmunagæzlu Frá löggjafarsamkundunni við Austurvöll berast þær fregnir að stjórnarandstöðuflokkarnir þrír reyni með öllum ráðum að koma í veg fyrir samþykkt frumvarps atvinnuvegaráðherra um að afnema þær breytingar, sem gerðar voru á búvörulögum í fyrravor. Skoðun 18. júní 2025 14:30