Neyðarlínan - "Þeir eru að drukkna, synir mínir"

Ný þáttaröð af Neyðarlínunni hefur göngu sína á Stöð 2 þann 11. október. Þættirnir verða alls sjö talsins en í fyrsta þættinum verður fjallað um slys sem þorri þjóðarinnar fylgdist með fréttum af í vor. Þá féllu tveir ungir bræður í hyl við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði og tveir menn hættu lífi sínu til að bjarga þeim. Í þættinum kemur ýmislegt nýtt fram um málið sem er kraftaverkasaga frá upphafi til enda. Þættirnir verða á dagskrá á sunnudagskvöldum klukkan 20:05 á Stöð 2.

11437
00:31

Vinsælt í flokknum Neyðarlínan