Neyðarlínan - Ofkældist á Esjunni

"Ég vissi að þyrla væri það eina sem gæti bjargað mér,“ segir íþróttakennarinn Bjarni Stefán Konráðsson sem örmagnaðist á fjöllum í maímánuði á síðasta ári og var mjög hætt kominn vegna ofkælingar. Hann náði að hringja í Neyðarlínuna en gat takmarkaðar upplýsingar gefið um staðsetningu sína. Þótt aðeins sé liðið eitt og hálft ár frá því atvikið varð hefur síðan orðið til ný tækni sem gerir fólki með snjallsíma kleift að senda Neyðarlínunni nákvæma staðsetningu, nánast upp á metra. Ítarlega verður fjallað um leitina að Bjarna í Neyðarlínunni á Stöð 2 í kvöld kl. 20.10 en hér fyrir ofan er stutt sýnishorn úr þættinum.

17113
00:24

Vinsælt í flokknum Neyðarlínan