Handrit Ástu Eirar fékk fullkomin endalok

Eftir að hafa landað sjálfum Íslandsmeistaratitlinum með Breiðabliki um nýliðna helgi, þeim þriðja á ferlinum, greindi Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, frá því á sunnudaginn síðastliðinn að skórnir væru komnir á hilluna. Ákvörðun Ástu kom vafalaust mörgum á óvart en hún á þó sinn aðdraganda. Hér má sjá viðtalið við Ástu Eir í heild sinni þar sem farið er nánar í saumana á ákvörðun hennar um að leggja skóna á hilluna, tímann hjá Breiðabliki, úrslitaleikinn gegn Val sem og framhaldið hjá henni og ást hennar á Breiðabliki.

385
21:24

Vinsælt í flokknum Besta deild kvenna