Napóleonsskjölin - sýnishorn
Kvikmyndin Napóleonsskjölin sem byggð er á samnefndri metsölubók eftir Arnald Indriðason verður frumsýnd í lok janúar. Þegar bróðir lögfræðingsins Kristínar rekst á þýskt flugvélarflak úr seinni heimstyrjöld á toppi Vatnajökuls, dragast þau bæði inn í atburðarás upp á líf og dauða, hundelt af hópi manna sem skirrast einskis við að halda áratuga gamalt leyndarmál. Leikstjóri er Óskar Þór Axelsson. Aðalhlutverk leika Vivian Ólafsdóttir, Jack Fox, Iain Glen, Woten Wilke Möhring Jung og Ólafur Darri. Sagafilm framleiðir.