Sjóðandi heitt sýnishorn úr Svartur á leik

Vísir frumsýnir hér nýtt sýnishorn úr glæpatryllinum Svartur á leik. Myndin verður frumsýnd á Íslandi í næstu viku, föstudaginn 2. mars. Svartur á leik er byggð á samnefndri metsölubók eftir Stefán Mána. Sagan gerist í lok síðustu aldar og segir af Stebba Psycho sem óvænt flækist inn í innstu myrkur undirheima Reykjavíkur. Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikur Stebba en aðrir aðalleikarar eru Jóhannes Haukur Jóhannesson, Damon Younger, Egill Einarsson, Vignir Rafn Valþórsson og María Birta Bjarnadóttir. Leikstjóri er Óskar Þór Axelsson. Myndin er framleidd af Zik Zak kvikmyndum, Filmus og danska kvikmyndaleikstjóranum Nicholas Vinding Refn.

56869
02:11

Næst í spilun: Íslenskar kvikmyndir

Vinsælt í flokknum Íslenskar kvikmyndir