Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Lovísa Arnardóttir skrifar 26. janúar 2026 09:37 Steinunn hefur undanfarið unnið sem ráðgjafi hjá Aton en var áður talskona Stigamóta og framkvæmdastýra UN Women. Vísir/Arnar Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir segist ekki merkja það innan Samfylkingarinnar að konum sé ekki treyst fyrir ábyrgðastöðum eða að það halli á konur. Hún segist ekki taka undir greiningu Heiðu Bjargar Hilmisdóttur á því af hverju hún hlaut ekki næga kosningu til oddvita. Steinunn segist brenna fyrir leikskóla- og velferðarmálum. Steinunn segist ánægð og stolt af árangri sínum í prófkjöri Samfylkingarinnar um helgina. Hún sé spennt fyrir kosningabaráttunni sem fram undan er. Steinunn var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun um árangurinn um helgina og sín stefnumál. Pétur Marteinsson sigraði í kosningu um oddvita, Heiða Björg er samkvæmt niðurstöðum í öðru sæti og Steinunn er í því þriðja. Aðeins munaði fimmtán atkvæðum á því að Steinunn skákaði henni í öðru sæti. Steinunn segist vilja sjá góðan árangur í borginni í vor. Samfylkingin hafi mælst vel og gengið vel síðustu misseri og hún vilji sjá það gerast áfram. Hún segist ekki endilega horfa þannig á niðurstöðurnar að „nýja Samfylkingin“ hafi átt stórsigur. Samfylkingin sé stór jafnaðarmannaflokkur og að hún átti sig ekki endilega á umræðu um „nýja“ og „gamla Samfylkingu“. Það sem hún viti þó sé að það hafi verið ákall meðal flokksfélaga að fá endurnýjun, að fá nýtt fólk. „Það þýðir ekki að stefnan okkar sé að breytast, það þýðir bara að við þurfum nýja krafta inn í borgarstjórn til að koma málum enn betur til leiðar.“ Steinunn segir í umræðu um borgarlínu að það sé nauðsynlegt að sjá framþróun, að fólk verði að sjá hlutina verða að raunveruleika svo þeir geti fengið trú á því að þeir virki. Sumir tali um að það sé verið að setja borgarlínuna upp of hratt á meðan öðrum líði eins og þeir hafi beðið og beðið. „Ég held að þetta sé að einhverju leyti spurning um nálgun, ég finn fyrir þessu líka, að það er fólk sem hefur miklar áhyggjur af samgöngumálunum, hefur áhyggjur af þéttingu byggðarinnar,“ segir hún og að það sé ákaflega mikilvægt að þau sem eru í borgarstjórn séu með virka hlustun og til í opið samtal. Steinunn segir merki um að það sé upplifun margra að það sé einhvers konar veggur á milli kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn og almennings. Það sjáist merki um það í almennri umræðu, á kommentakerfunum og í greinaskrifum almennings. „Það er sannarlega okkar verkefni að mæta þessum verkefnum. Það er ekki okkar verkefni að valta yfir borgarbúa,“ segir hún. Fimmtán mínútna hverfi Steinunn segir stefnu Samfylkingarinnar í borginni hafa notið hylli í borginni í töluverðan tíma. Það sé fókus á jöfn tækifæri, velferð og jöfnuð en einnig að þróa Reykjavík úr bæ í borg. Borgin hafi stækkað mikið og það sé þörf á að bregðast við því. Til dæmis þurfi að setja meiri áherslu á að hvert hverfi sé sjálfbærara og að fólk geti nálgast þjónustu í sínu hverfi, ekki í miðborg. „Það er talað um þetta fimmtán mínútna hverfi, þar sem allir geta sótt helstu þjónustu innan síns hverfis og helst þá að geta farið þangað fótgangandi eða hjólandi, og það þýðir líka að við erum með gott og virkt almenningssamgöngukerfi þannig það þurfi ekki allir að sitja fastir í umferð.“ Breyta Reykjavík úr bæ í borg Steinunn segir að svo að hægt sé að byggja upp svona hverfi þurfi þau að vera fjölmenn svo hægt sé að bera uppi þjónustuna og það sé þróunin úr bæ í borg. „Á meðan bær er með einn miðbæ þá er borg með marga kjarna, þar sem fólk getur komist saman, sótt þjónustu og ef það ferðast á milli kjarna þá getur það verið gert með hágæða almenningssamgöngum.“ Steinunn segir þess vegna hugmyndina um þéttingu byggðar og fjölga þannig í hverfunum vinna að því að hafa nógu marga íbúa þannig það borgi sig að vera með slíka þjónustu í hverju hverfi. Steinunn segir þannig ekki eiga að byggja til næstu fjögurra ára, eins og kjörtímabilið er, heldur eigi að byggja til framtíðar. „Við erum að búa til borg sem verður hér um alla framtíð og við þurfum að gera ráð fyrir því að hún geti tekið á móti meira fólki og verið stór og sterk,“ segir Steinunn. Það sé ekki nóg við byggingu borgar að líta bara til svæðis innan borgarmarkanna heldur þurfi að líta til alls höfuðborgarsvæðisins og áhrifasvæða eins og Reykjaness og Suðurlands. „Borgarstjórn Reykjavíkur er líka að þjóna manneskju sem býr á Selfossi og vinnur í Reykjavík. Hún er að þjóna Reykvíkingi sem vinnur í Garðabæ. Þannig að allt þetta þurfum við að hafa í huga.“ Brennur fyrir mennta- og velferðarmálum Steinunn viðurkennir að hún sé ekki sérfræðingur í skipulagsmálum en hún skilji sýnina. Hún brenni mikið fyrir mennta- og velferðarmálum. „Það er minn bakgrunnur. Ég var áður talskona Stígamóta. Ég var að vinna sem framkvæmdastýra UN Women og hef lengi verið að vinna í ýmsum jafnréttis- og velferðarmálum þó að undanfarið hafi ég reyndar verið að vinna sem ráðgjafi í atvinnulífinu,“ segir Steinunn en hún hefur verið að starfa hjá Aton. Hún segir leikskólamálin til dæmis mál sem hún brenni fyrir. Það hafi lengi verið stefna að klára „leikskólabyltinguna“ sem R-listinn byrjaði á á tíunda áratugnum en það hafi ekki tekist. „Það er mannekla og það hefur reynst erfitt að brúa bilið. Í dag eru sveitarfélögin mörg hver að reyna að fá foreldra til þess að stytta vistunartíma barna sinna, öll að mæta í rauninni manneklu og styttingu vinnuvikunnar. Ég hef áhyggjur af þessu vegna þess að í mínum huga er leikskólinn mikið jöfnunartæki,“ segir Steinunn og að hún sé til dæmis ekki hrifin af Kópavogsmódelinu og Reykjavíkurleiðinni og að hana langi að finna aðrar leiðir „… til að mæta áhyggjum starfsfólks á leikskólunum og álagi sem þau eru undir, en líka að taka tillit til ungra foreldra sem eru búin að vera að brúa langt bil frá fæðingarorlofi, eru að taka fyrstu skref út á vinnumarkaðinn og eru að koma sér upp húsnæði á erfiðum húsnæðismarkaði. Þess vegna finnst mér ósanngjarnt að velta þessum byrðum yfir á þær og mér finnst þetta vera byrðar sem sveitarfélagið á að bera.“ Um hugmyndir hennar til að bregðast við með öðrum hætti og til dæmis hugmyndir um heimgreiðslur og fyrirtækjaleikskóla segir Steinunn að hún vilji helst sjá sterka borgarrekna leikskóla „Og að við skiljum framlag leikskólakerfisins til okkar sem samfélags. Framlag leikskólakerfisins til barna, foreldra og atvinnulífsins og við verðum að sameinast um það að þetta sé kerfi sem við ætlum að byggja upp og gera myndarlega. Við erum með frábært fagfólk á leikskólum sem hefur byggt upp einhverja bestu leikskóla í heimi og ég segi þetta vegna þess að ég hef búið á mörgum stöðum erlendis þar sem leikskólar eru ekki reknir af sama metnaði og með sömu virðingu.“ Heilsdagsleikskóli hafi verið bylting Þess vegna vilji hún sjá sveitarfélög og ríki taka þetta samtal og vinna saman að því að byggja upp þetta kerfi. Steinunn segir að þegar heilsdagsskóli varð að veruleika í tíð R-listans árið 1994 hafi það verið ein stærsta aðgerð sögunnar í þágu jafnréttis kynjanna. Það hafi gefið konum tækifæri á að fara á vinnumarkað fyrir alvöru og nýta þannig sína hæfni og menntun. „Þetta var auðvitað í rauninni bylting, fyrir bæði börn og sérstaklega fyrir konur á vinnumarkaði. Það var lögð alvöru pólitísk áhersla á þessi mál. Þetta var sett í forgang og það er í raun bara sami kraftur og metnaður sem ég vil sjá í þágu leikskólanna í dag,“ segir hún. Hafi kafað ofan í ólíka málaflokka Steinunn segir jafnréttismálin alltaf hafa verið það sem hafi ýtt við henni og leikskólamálin hafi sömuleiðis verið það sem ýtti henni út í það að taka skrefið að framboði. „En annars er það bara þetta að vilja einhvern veginn leggja mitt af mörkum til þess að byggja góða borg þar sem fólk býr við góð lífsgæði.“ Hún segist undanfarið hafa unnið hjá Aton við að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum við stefnumótun og hafi þar fengið tækifæri til að stíga inn í mismunandi málaflokka: orkumál, heilbrigðismál, menntamál, hugbúnaðargeira og endurmenntun. „Það hefur mér þótt ofboðslega gefandi og bara mjög gott að fá, að fá þessi tækifæri til að stíga inn í öll þessi ólíku mál og sé bara að ég hafði bæði ýmislegt fram að færa í þessu en líka séð alls konar áskoranir sem mig langar að takast á við.“ Konur áður verið borgarstjórar og kona forsætisráðherra Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri sagði eftir kosninguna að það væru vonbrigði að reyndri konu væri ekki treyst fyrir oddvitasætinu. Spurð út í þessi ummæli segir Steinunn að það séu konur í áhrifaembættum núna frá Samfylkingunni og hafi verið áður. „Við erum með konu sem forsætisráðherra, og það er nú ekki fyrsti forsætisráðherra Samfylkingarinnar sem er kona. Og við höfum verið með konur sem borgarstjóra áður, í R-listanum og síðan í Samfylkingunni, þannig ég tek kannski ekki alveg undir þessa greiningu á málinu. Þannig ég held að það sé kannski eitthvað annað sem liggi þarna undir.“ Steinunn segir það þó staðreynd að konur eigi oft erfitt uppdráttar í stjórnmálum og það halli oft fljótt undir fæti. „Konum hefur gengið vel og svo koma bakslög, en ég tek svo sem ekkert endilega, kannski sérstaklega, undir þessa greiningu,“ segir hún og að hún merki það ekki á núna að það halli á konur í Samfylkingunni eins og staðan er í dag. Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2026 Skóla- og menntamál Skipulag Borgarlína Bítið Leikskólar Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Sjá meira
Steinunn segist ánægð og stolt af árangri sínum í prófkjöri Samfylkingarinnar um helgina. Hún sé spennt fyrir kosningabaráttunni sem fram undan er. Steinunn var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun um árangurinn um helgina og sín stefnumál. Pétur Marteinsson sigraði í kosningu um oddvita, Heiða Björg er samkvæmt niðurstöðum í öðru sæti og Steinunn er í því þriðja. Aðeins munaði fimmtán atkvæðum á því að Steinunn skákaði henni í öðru sæti. Steinunn segist vilja sjá góðan árangur í borginni í vor. Samfylkingin hafi mælst vel og gengið vel síðustu misseri og hún vilji sjá það gerast áfram. Hún segist ekki endilega horfa þannig á niðurstöðurnar að „nýja Samfylkingin“ hafi átt stórsigur. Samfylkingin sé stór jafnaðarmannaflokkur og að hún átti sig ekki endilega á umræðu um „nýja“ og „gamla Samfylkingu“. Það sem hún viti þó sé að það hafi verið ákall meðal flokksfélaga að fá endurnýjun, að fá nýtt fólk. „Það þýðir ekki að stefnan okkar sé að breytast, það þýðir bara að við þurfum nýja krafta inn í borgarstjórn til að koma málum enn betur til leiðar.“ Steinunn segir í umræðu um borgarlínu að það sé nauðsynlegt að sjá framþróun, að fólk verði að sjá hlutina verða að raunveruleika svo þeir geti fengið trú á því að þeir virki. Sumir tali um að það sé verið að setja borgarlínuna upp of hratt á meðan öðrum líði eins og þeir hafi beðið og beðið. „Ég held að þetta sé að einhverju leyti spurning um nálgun, ég finn fyrir þessu líka, að það er fólk sem hefur miklar áhyggjur af samgöngumálunum, hefur áhyggjur af þéttingu byggðarinnar,“ segir hún og að það sé ákaflega mikilvægt að þau sem eru í borgarstjórn séu með virka hlustun og til í opið samtal. Steinunn segir merki um að það sé upplifun margra að það sé einhvers konar veggur á milli kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn og almennings. Það sjáist merki um það í almennri umræðu, á kommentakerfunum og í greinaskrifum almennings. „Það er sannarlega okkar verkefni að mæta þessum verkefnum. Það er ekki okkar verkefni að valta yfir borgarbúa,“ segir hún. Fimmtán mínútna hverfi Steinunn segir stefnu Samfylkingarinnar í borginni hafa notið hylli í borginni í töluverðan tíma. Það sé fókus á jöfn tækifæri, velferð og jöfnuð en einnig að þróa Reykjavík úr bæ í borg. Borgin hafi stækkað mikið og það sé þörf á að bregðast við því. Til dæmis þurfi að setja meiri áherslu á að hvert hverfi sé sjálfbærara og að fólk geti nálgast þjónustu í sínu hverfi, ekki í miðborg. „Það er talað um þetta fimmtán mínútna hverfi, þar sem allir geta sótt helstu þjónustu innan síns hverfis og helst þá að geta farið þangað fótgangandi eða hjólandi, og það þýðir líka að við erum með gott og virkt almenningssamgöngukerfi þannig það þurfi ekki allir að sitja fastir í umferð.“ Breyta Reykjavík úr bæ í borg Steinunn segir að svo að hægt sé að byggja upp svona hverfi þurfi þau að vera fjölmenn svo hægt sé að bera uppi þjónustuna og það sé þróunin úr bæ í borg. „Á meðan bær er með einn miðbæ þá er borg með marga kjarna, þar sem fólk getur komist saman, sótt þjónustu og ef það ferðast á milli kjarna þá getur það verið gert með hágæða almenningssamgöngum.“ Steinunn segir þess vegna hugmyndina um þéttingu byggðar og fjölga þannig í hverfunum vinna að því að hafa nógu marga íbúa þannig það borgi sig að vera með slíka þjónustu í hverju hverfi. Steinunn segir þannig ekki eiga að byggja til næstu fjögurra ára, eins og kjörtímabilið er, heldur eigi að byggja til framtíðar. „Við erum að búa til borg sem verður hér um alla framtíð og við þurfum að gera ráð fyrir því að hún geti tekið á móti meira fólki og verið stór og sterk,“ segir Steinunn. Það sé ekki nóg við byggingu borgar að líta bara til svæðis innan borgarmarkanna heldur þurfi að líta til alls höfuðborgarsvæðisins og áhrifasvæða eins og Reykjaness og Suðurlands. „Borgarstjórn Reykjavíkur er líka að þjóna manneskju sem býr á Selfossi og vinnur í Reykjavík. Hún er að þjóna Reykvíkingi sem vinnur í Garðabæ. Þannig að allt þetta þurfum við að hafa í huga.“ Brennur fyrir mennta- og velferðarmálum Steinunn viðurkennir að hún sé ekki sérfræðingur í skipulagsmálum en hún skilji sýnina. Hún brenni mikið fyrir mennta- og velferðarmálum. „Það er minn bakgrunnur. Ég var áður talskona Stígamóta. Ég var að vinna sem framkvæmdastýra UN Women og hef lengi verið að vinna í ýmsum jafnréttis- og velferðarmálum þó að undanfarið hafi ég reyndar verið að vinna sem ráðgjafi í atvinnulífinu,“ segir Steinunn en hún hefur verið að starfa hjá Aton. Hún segir leikskólamálin til dæmis mál sem hún brenni fyrir. Það hafi lengi verið stefna að klára „leikskólabyltinguna“ sem R-listinn byrjaði á á tíunda áratugnum en það hafi ekki tekist. „Það er mannekla og það hefur reynst erfitt að brúa bilið. Í dag eru sveitarfélögin mörg hver að reyna að fá foreldra til þess að stytta vistunartíma barna sinna, öll að mæta í rauninni manneklu og styttingu vinnuvikunnar. Ég hef áhyggjur af þessu vegna þess að í mínum huga er leikskólinn mikið jöfnunartæki,“ segir Steinunn og að hún sé til dæmis ekki hrifin af Kópavogsmódelinu og Reykjavíkurleiðinni og að hana langi að finna aðrar leiðir „… til að mæta áhyggjum starfsfólks á leikskólunum og álagi sem þau eru undir, en líka að taka tillit til ungra foreldra sem eru búin að vera að brúa langt bil frá fæðingarorlofi, eru að taka fyrstu skref út á vinnumarkaðinn og eru að koma sér upp húsnæði á erfiðum húsnæðismarkaði. Þess vegna finnst mér ósanngjarnt að velta þessum byrðum yfir á þær og mér finnst þetta vera byrðar sem sveitarfélagið á að bera.“ Um hugmyndir hennar til að bregðast við með öðrum hætti og til dæmis hugmyndir um heimgreiðslur og fyrirtækjaleikskóla segir Steinunn að hún vilji helst sjá sterka borgarrekna leikskóla „Og að við skiljum framlag leikskólakerfisins til okkar sem samfélags. Framlag leikskólakerfisins til barna, foreldra og atvinnulífsins og við verðum að sameinast um það að þetta sé kerfi sem við ætlum að byggja upp og gera myndarlega. Við erum með frábært fagfólk á leikskólum sem hefur byggt upp einhverja bestu leikskóla í heimi og ég segi þetta vegna þess að ég hef búið á mörgum stöðum erlendis þar sem leikskólar eru ekki reknir af sama metnaði og með sömu virðingu.“ Heilsdagsleikskóli hafi verið bylting Þess vegna vilji hún sjá sveitarfélög og ríki taka þetta samtal og vinna saman að því að byggja upp þetta kerfi. Steinunn segir að þegar heilsdagsskóli varð að veruleika í tíð R-listans árið 1994 hafi það verið ein stærsta aðgerð sögunnar í þágu jafnréttis kynjanna. Það hafi gefið konum tækifæri á að fara á vinnumarkað fyrir alvöru og nýta þannig sína hæfni og menntun. „Þetta var auðvitað í rauninni bylting, fyrir bæði börn og sérstaklega fyrir konur á vinnumarkaði. Það var lögð alvöru pólitísk áhersla á þessi mál. Þetta var sett í forgang og það er í raun bara sami kraftur og metnaður sem ég vil sjá í þágu leikskólanna í dag,“ segir hún. Hafi kafað ofan í ólíka málaflokka Steinunn segir jafnréttismálin alltaf hafa verið það sem hafi ýtt við henni og leikskólamálin hafi sömuleiðis verið það sem ýtti henni út í það að taka skrefið að framboði. „En annars er það bara þetta að vilja einhvern veginn leggja mitt af mörkum til þess að byggja góða borg þar sem fólk býr við góð lífsgæði.“ Hún segist undanfarið hafa unnið hjá Aton við að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum við stefnumótun og hafi þar fengið tækifæri til að stíga inn í mismunandi málaflokka: orkumál, heilbrigðismál, menntamál, hugbúnaðargeira og endurmenntun. „Það hefur mér þótt ofboðslega gefandi og bara mjög gott að fá, að fá þessi tækifæri til að stíga inn í öll þessi ólíku mál og sé bara að ég hafði bæði ýmislegt fram að færa í þessu en líka séð alls konar áskoranir sem mig langar að takast á við.“ Konur áður verið borgarstjórar og kona forsætisráðherra Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri sagði eftir kosninguna að það væru vonbrigði að reyndri konu væri ekki treyst fyrir oddvitasætinu. Spurð út í þessi ummæli segir Steinunn að það séu konur í áhrifaembættum núna frá Samfylkingunni og hafi verið áður. „Við erum með konu sem forsætisráðherra, og það er nú ekki fyrsti forsætisráðherra Samfylkingarinnar sem er kona. Og við höfum verið með konur sem borgarstjóra áður, í R-listanum og síðan í Samfylkingunni, þannig ég tek kannski ekki alveg undir þessa greiningu á málinu. Þannig ég held að það sé kannski eitthvað annað sem liggi þarna undir.“ Steinunn segir það þó staðreynd að konur eigi oft erfitt uppdráttar í stjórnmálum og það halli oft fljótt undir fæti. „Konum hefur gengið vel og svo koma bakslög, en ég tek svo sem ekkert endilega, kannski sérstaklega, undir þessa greiningu,“ segir hún og að hún merki það ekki á núna að það halli á konur í Samfylkingunni eins og staðan er í dag.
Samfylkingin Sveitarstjórnarkosningar 2026 Skóla- og menntamál Skipulag Borgarlína Bítið Leikskólar Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Fleiri fréttir Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Sjá meira