Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar 22. janúar 2026 09:30 Ég hef aldrei hitt neinn sem hefur ekki gaman af bröndurum. Það væri ekki ofsagt að segja að öllum líki við að gera grín af og til. Auðvitað hefur fólk mismunandi kímnigáfu og öllum finnst mismunandi hlutir fyndnir, en almennt elskum við öll að hlæja. Það eru til margar tegundir af bröndurum, til dæmis: aðstæðubundnir brandarar (tengdir því sem er að gerast), klúrir brandarar (um kynlíf), leynibrandarar (sem skiljast innan hópsins), innantómir brandarar (sem aðeins sá sem segir skilur), svartir brandarar (kallaðir líka meinfýsi) og svo framvegis. Þó að þeir séu yfirleitt munnlegir er einnig hægt að gera grín á myndrænan hátt (munið þið eftir öllum þessum typpum sem teiknuð voru í stílabækurnar í skóla?). En getur maður gert grín að öllu? Svarið við þessari spurningu er ekki eins augljóst og það virðist. Skoðum tvær myndir hér að neðan, sem konan mín tók þegar hún var að fara í vinnuna í morgun. Sjáið þið einhvern mun á þeim? Myndin vinstra megin sýnir nasistatákn ᛋᛋ (sem samsvarar SS – hersveitir nasistaflokksins, ef þið vissuð það ekki fyrr), og við hliðina á því er hakakross (í Evrópu tákn sem fyrst og fremst – ef ekki eingöngu – tengist nasistaflokknum og nasistahugmyndafræði, ef þið hafið nú þegar gleymt því). Hvað myndina hægra megin varðar þá sýnir hún karlkyns kynfæri (fyrir suma táknar það ósiðsemi en fyrir aðra – frjósemi), hjarta (tákn kærleika til náungans, eða dálæti á líffræði), og eitthvað sem líkist löngutöng (tákni sem, án orða, lætur einhvern vita að hann er ekki náinn þér). Ég var ekki viss um hvort þetta skammarstrik krafðist viðbragðs. Mig grunaði að pólskur uppruni minn gerði mig sérstaklega viðkvæman fyrir þessu, enda saga síðari heimsstyrjaldarinnar er svo mikilvæg í Póllandi. Ég vildi ekki gera úlfalda úr mýflugu og hefja rifrildi á netinu en það tókst ekki alveg og það fór ónotahrollur um mig vegna sumra athugasemdanna. Þetta er ímyndin sem kemur fram í athugasemdunum undir færslunni sem ég bætti við á Fésbók. Afstæðishyggja í garð merkinga nasistatákna, gera lítið úr því að teikna slíkar teikningar „af því að þetta eru bara börn“, „af því að þau munu örugglega sjá eftir því þegar þau vaxa úr grasi“ (kannski, kannski ekki...), athugasemdir varðandi óhreinar rúður bílsins míns (hakakrossinn er ekki svo athyglisverður, er það?), og ásakanir á hendur mér um að ég valdi óþörfum skítastormi. Ég vil undirstrika að ég held ekki að ég hafi orðið fyrir hatursglæp. Mér finnst heldur ekki að nasismi sé að spretta upp á Íslandi. Ég er líka alveg sannfærður um að þetta atvik var ekki beint að mér persónulega og að það að teikna hakakrossinn á bílinn minn var „bara“ eitthvað barnalegt grín, líklega löngun einhverra krakka til að vera „edgy“. Já, einmitt, ungt fólk hefur rétt til að gera mistök og hegða sér heimskulega. Ég er hvorki að krefjast þess að gerendurnir verði refsaðir né hef ég áhuga á að finna þá, af því að þetta er of lítið mál til að eyða tíma í það. Ég finn ekki fyrir persónulegri móðgun eða ranglæti. Ég held þó að það séu ennþá til ákveðin mörk og þegar einhver fer yfir þau, þá ætti fullorðið, þroskað fólk ekki að bregðast við með undanlátssemi, sinnuleysi eða hlátri. Ef hakakrossinn yrði skipt út fyrir Ku Klux Klan táknið eða yfirstrikaða skammstöfunina „LGBT“, myndi fólk þá gera lítið úr þessu? Ég efast um það. Það er erfitt að segja til um hvernig hakakrossinn er frábrugðinn yfirstrikuðu skammstöfun hinsegin fólksins. Mér fannst það alltaf vera eitt stórt samheiti yfir mismunun, hatur og vanvirðingu gagnvart öðrum, ekki grínefni. Ég verð að viðurkenna að ég var líka hissa á fjölda afstæðishyggjusinnanna sem báru í bætifláka fyrir hakakrossinn og reyndu að sanna fyrir mér að þetta væri ekki „rétti“ hakakrossinn. Á öll sem eru svo ónæm að þeim finnst færslan mín óþarfa rugl og smámunasemi. Á þau sem halda að þau verji réttindi barna og unglinga með því að gagnrýna mig. Það voru þó einmitt þessar athugasemdir og viðbrögð við þessu atviki, sem virtust meinlaust grín – sem sannfærði mig um það að ég hefði gert rétt með því að taka þetta mál upp í netheimum. Ég segi alltaf að undanlátasemi, sinnuleysi og það að hunsa slík skammarstrik eins og að leyfa teikningu hakakrossa og líta á það sem rétt æskunar (rétt nákvæmlega til hvað?) geti leitt til þess að slík tákn verið hluti af hversdagsleikanum. Fyrstu áhrif þessa ferlis má sjá í viðbrögðum sumra fullorðinna sem ég lýsti áðan. Ég vil leggja áherslu á að hvorki færslan mín né greinin snýst um að útskúfa neinn eða fetta fingri út í neinn. Í þessari aðstöðu virðast börn og hegðun þeirra vera minnsta vandamálið okkar. Það væri ekkert til að ræða um ef typpi, píka eða aðrar „hlutlausar“ teikningar væru teiknaðar á kámuga bílinn minn. Hakakrossinn er ekki fyndinn. Hakakrossinn er ekki grínefni. Að vera ungur eða vilja vekja hrifningu vina sinna er ekki afsökun. Að teikna hakakrossinn er hvorki „kúl“ né „edgy“. Það er aðeins heimskuleg fjarstæða og fullorðnir ættu ekki að láta sem ekkert sé. Kæri fólk! Grínumst, en skynsamlega. Höfundur er íbúi Vesturbæjarins, kennari pólsku sem erlends og annars máls, doktorsnemi í málvísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef aldrei hitt neinn sem hefur ekki gaman af bröndurum. Það væri ekki ofsagt að segja að öllum líki við að gera grín af og til. Auðvitað hefur fólk mismunandi kímnigáfu og öllum finnst mismunandi hlutir fyndnir, en almennt elskum við öll að hlæja. Það eru til margar tegundir af bröndurum, til dæmis: aðstæðubundnir brandarar (tengdir því sem er að gerast), klúrir brandarar (um kynlíf), leynibrandarar (sem skiljast innan hópsins), innantómir brandarar (sem aðeins sá sem segir skilur), svartir brandarar (kallaðir líka meinfýsi) og svo framvegis. Þó að þeir séu yfirleitt munnlegir er einnig hægt að gera grín á myndrænan hátt (munið þið eftir öllum þessum typpum sem teiknuð voru í stílabækurnar í skóla?). En getur maður gert grín að öllu? Svarið við þessari spurningu er ekki eins augljóst og það virðist. Skoðum tvær myndir hér að neðan, sem konan mín tók þegar hún var að fara í vinnuna í morgun. Sjáið þið einhvern mun á þeim? Myndin vinstra megin sýnir nasistatákn ᛋᛋ (sem samsvarar SS – hersveitir nasistaflokksins, ef þið vissuð það ekki fyrr), og við hliðina á því er hakakross (í Evrópu tákn sem fyrst og fremst – ef ekki eingöngu – tengist nasistaflokknum og nasistahugmyndafræði, ef þið hafið nú þegar gleymt því). Hvað myndina hægra megin varðar þá sýnir hún karlkyns kynfæri (fyrir suma táknar það ósiðsemi en fyrir aðra – frjósemi), hjarta (tákn kærleika til náungans, eða dálæti á líffræði), og eitthvað sem líkist löngutöng (tákni sem, án orða, lætur einhvern vita að hann er ekki náinn þér). Ég var ekki viss um hvort þetta skammarstrik krafðist viðbragðs. Mig grunaði að pólskur uppruni minn gerði mig sérstaklega viðkvæman fyrir þessu, enda saga síðari heimsstyrjaldarinnar er svo mikilvæg í Póllandi. Ég vildi ekki gera úlfalda úr mýflugu og hefja rifrildi á netinu en það tókst ekki alveg og það fór ónotahrollur um mig vegna sumra athugasemdanna. Þetta er ímyndin sem kemur fram í athugasemdunum undir færslunni sem ég bætti við á Fésbók. Afstæðishyggja í garð merkinga nasistatákna, gera lítið úr því að teikna slíkar teikningar „af því að þetta eru bara börn“, „af því að þau munu örugglega sjá eftir því þegar þau vaxa úr grasi“ (kannski, kannski ekki...), athugasemdir varðandi óhreinar rúður bílsins míns (hakakrossinn er ekki svo athyglisverður, er það?), og ásakanir á hendur mér um að ég valdi óþörfum skítastormi. Ég vil undirstrika að ég held ekki að ég hafi orðið fyrir hatursglæp. Mér finnst heldur ekki að nasismi sé að spretta upp á Íslandi. Ég er líka alveg sannfærður um að þetta atvik var ekki beint að mér persónulega og að það að teikna hakakrossinn á bílinn minn var „bara“ eitthvað barnalegt grín, líklega löngun einhverra krakka til að vera „edgy“. Já, einmitt, ungt fólk hefur rétt til að gera mistök og hegða sér heimskulega. Ég er hvorki að krefjast þess að gerendurnir verði refsaðir né hef ég áhuga á að finna þá, af því að þetta er of lítið mál til að eyða tíma í það. Ég finn ekki fyrir persónulegri móðgun eða ranglæti. Ég held þó að það séu ennþá til ákveðin mörk og þegar einhver fer yfir þau, þá ætti fullorðið, þroskað fólk ekki að bregðast við með undanlátssemi, sinnuleysi eða hlátri. Ef hakakrossinn yrði skipt út fyrir Ku Klux Klan táknið eða yfirstrikaða skammstöfunina „LGBT“, myndi fólk þá gera lítið úr þessu? Ég efast um það. Það er erfitt að segja til um hvernig hakakrossinn er frábrugðinn yfirstrikuðu skammstöfun hinsegin fólksins. Mér fannst það alltaf vera eitt stórt samheiti yfir mismunun, hatur og vanvirðingu gagnvart öðrum, ekki grínefni. Ég verð að viðurkenna að ég var líka hissa á fjölda afstæðishyggjusinnanna sem báru í bætifláka fyrir hakakrossinn og reyndu að sanna fyrir mér að þetta væri ekki „rétti“ hakakrossinn. Á öll sem eru svo ónæm að þeim finnst færslan mín óþarfa rugl og smámunasemi. Á þau sem halda að þau verji réttindi barna og unglinga með því að gagnrýna mig. Það voru þó einmitt þessar athugasemdir og viðbrögð við þessu atviki, sem virtust meinlaust grín – sem sannfærði mig um það að ég hefði gert rétt með því að taka þetta mál upp í netheimum. Ég segi alltaf að undanlátasemi, sinnuleysi og það að hunsa slík skammarstrik eins og að leyfa teikningu hakakrossa og líta á það sem rétt æskunar (rétt nákvæmlega til hvað?) geti leitt til þess að slík tákn verið hluti af hversdagsleikanum. Fyrstu áhrif þessa ferlis má sjá í viðbrögðum sumra fullorðinna sem ég lýsti áðan. Ég vil leggja áherslu á að hvorki færslan mín né greinin snýst um að útskúfa neinn eða fetta fingri út í neinn. Í þessari aðstöðu virðast börn og hegðun þeirra vera minnsta vandamálið okkar. Það væri ekkert til að ræða um ef typpi, píka eða aðrar „hlutlausar“ teikningar væru teiknaðar á kámuga bílinn minn. Hakakrossinn er ekki fyndinn. Hakakrossinn er ekki grínefni. Að vera ungur eða vilja vekja hrifningu vina sinna er ekki afsökun. Að teikna hakakrossinn er hvorki „kúl“ né „edgy“. Það er aðeins heimskuleg fjarstæða og fullorðnir ættu ekki að láta sem ekkert sé. Kæri fólk! Grínumst, en skynsamlega. Höfundur er íbúi Vesturbæjarins, kennari pólsku sem erlends og annars máls, doktorsnemi í málvísindum.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar