Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. janúar 2026 19:46 Arion banki tapaði tæplega tólf milljónum króna á að rifta ráðningarsamningi við starfsmenn sem sögðu upp til að stofna eigin rekstur í vátryggingamiðlun. Vísir/Vilhelm Arion banki hefur verið dæmdur til að greiða tveimur fyrrverandi starfsmönnum sínum samtals tíu milljónir króna í vangoldin laun vegna ólögmætrar riftunar ráðningarsamnings eftir að starfsmennirnir luku störfum hjá Verði, dótturfélagi bankans, og hófu eigin rekstur. Málsástæður Arion banka um að starfsmennirnir hafi hafið rekstur í samkeppni á ráðningartímabilinu héldu ekki vatni fyrir dómi. Sögðu frá ástæðu uppsagnar Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í málinu í dag. Málsatvik eru þau að starfsmennirnir, karlmaður og kona, hófu störf við fyrirtækjatryggingar hjá Arion banka árið 2022. Þann 1. júlí síðastliðinn sögðu þau störfum sínum lausum með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Þegar þau sögðu upp starfaði konan sem viðskiptastjóri smárra og meðalstórra fyrirtækja og karlmaðurinn sem viðskiptastjóri í fyrirtækjatryggingum á fyrirtækja- og fjárfestingabankasviði. Við uppsagnirnar greindu þau frá því að ástæða þeirra væri sú að þau hygðust sjálf hefja rekstur á sviði vátryggingamiðlunar. Samið var um að síðasti starfsdagur konunnar yrði 31. október en að uppsagnarfrestur karlmannsins tæki ekki gildi fyrr en 1. september, þar sem hann væri í fæðingarorlofi til og með 31. ágúst. Ekkert sem bannaði undirbúning Viku eftir uppsagnirnar rifti Arion banki ráðningarsamningunum við þau bæði, og gaf þær skýringar að þau hefðu orðið uppvís að því að hefja rekstur í samkeppni við bankann, sem teldist brot á trúnaðarskyldum þeirra. Þá hefðu þau orðið uppvís að því að taka að sér störf í þágu annars aðila án samþykkis. Ágreiningurinn sneri að því hvort vinnuveitandinn hefði haft vitneskju um fyrirætlanir starfsmannanna áður en þau sögðu upp störfum sínum. Starfsmennirnir byggðu á því fyrir dómi að undirbúningur að rekstri eigin vátryggingarmiðlunar hafi ekki falið í sér brot á ráðningarsamningnum. Ekkert í samningnum hafi bannað þeim að stofna slíkt félag og hefja undirbúning Þá hefði hvorugt þeirra hafið störf annars staðar á uppsagnarfrestinum né hafi þau unnið gegn hagsmunum bankans á nokkurn hátt. Þá bentu þau á að vinnuveitandi þeirra hefði vitað af fyrirætlunum þeirra að hefja rekstur eigin vátryggingarmiðlunar eftir að þau tilkynntu honum það á uppsagnardag. Taldi þau brjóta gegn trúnaðarskyldum Starfsmennirnir kröfðu Arion banka um vangoldin laun á þriggja mánaða uppsagnarfresti og karlmaðurinn krafði hann um tveggja mánaða fæðingarorlofsgreiðslur í ofanálag. Krafa konunnar nam 4,3 milljónum króna og krafa karlmannsins nam tæplega 5,9 milljónum króna. Hvort um sig kröfðu þau bankann um eina milljón króna í miskabætur. Fyrir dómi bar Arion banki fyrir sig ákvæði í ráðningarsamningi um að starfsmenn skuli fylgja innri reglum bankans í störfum sínum. Í ákvæði í innri reglum bankans segir að starfsmaður megi ekki hefjast handa við eða reka neina starfsemi aðra samhliða starfi sínu, sitja í stjórn fyrirtækis eða stunda atvinnu hjá öðrum aðilum nema með sérstakri fyrirfram skriflegri heimild framkvæmdastjóra. Samkvæmt ákvæðinu sé nægilegt að atvinnustarfsemin sé í undirbúningi. Með því að stofna félagið, en þau eru bæði framkvæmdastjórar með prókúruumboð, hafi þau stofnað til atvinnustarfsemi í samkeppni við Vörð, dótturfélag bankans. Þá hafi starfsmennirnir verið bundnir trúnaðarskyldum á ráðningartíma og brotið gegn þeim með því að stofna félagið. Þessar málsástæður héldu ekki vatni fyrir héraðsdómi, sem taldi að ákvæðið í innri reglum bankans bæri að skýra svo að það kvæði á um skilyrði þess að starfsmenn megi taka að sér aukastörf. Ákvæðin verði ekki skýrð svo að lagðar yrðu ríkari samkeppnishömlur á starfsmenn bankans en leiði af almennum ólögfestum reglum. Ekki fallist á miskabótakröfu Dómurinn féllst á það með Arion banka að starfsmennirnir hefðu átt að upplýsa um stofnun einkahlutafélags til undirbúnings fyrirhuguðum rekstri þegar það var stofnað, tæpum mánuði fyrir uppsögnina, en sá dráttur kæmi ekki að sök. Ekki var fallist á að með því að stofna félagið og hefja undirbúning að fyrirhuguðum rekstri við tryggingamiðlun hefðu starfsmennirnir þegar hafið atvinnustarfsemi í félaginu. Þvert á móti lægi fyrir að engin starfsemi hafi verið hafin í félaginu, sem hefði ekki enn hlotið starfsleyfi. Þrátt fyrir að vitaskuld væri undirbúningsvinna að starfsemi félagsins hafin gæti hún ein og sér ekki talist brot gegn trúnaðarskyldu þannig að það réttlætti riftun ráðningarsamningsins. Því var fallist á kröfur starfsmannanna tveggja um að Arion banki greiði þeim hin vangoldnu laun og fæðingarorlofsgreiðslur í tilfelli karlmannsins. Ekki var fallist á kröfu um miskabætur þar sem starfsmennirnir höfðu ekki sýnt fram á að saknæmisskilyrði skaðabótalaga væru fyrir hendi í málinu. Þá var bankinn dæmdur til að greiða báðum starfsmönnunum 850 þúsund krónur í málskostnað. Arion banki Tryggingar Dómsmál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Málsástæður Arion banka um að starfsmennirnir hafi hafið rekstur í samkeppni á ráðningartímabilinu héldu ekki vatni fyrir dómi. Sögðu frá ástæðu uppsagnar Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm í málinu í dag. Málsatvik eru þau að starfsmennirnir, karlmaður og kona, hófu störf við fyrirtækjatryggingar hjá Arion banka árið 2022. Þann 1. júlí síðastliðinn sögðu þau störfum sínum lausum með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Þegar þau sögðu upp starfaði konan sem viðskiptastjóri smárra og meðalstórra fyrirtækja og karlmaðurinn sem viðskiptastjóri í fyrirtækjatryggingum á fyrirtækja- og fjárfestingabankasviði. Við uppsagnirnar greindu þau frá því að ástæða þeirra væri sú að þau hygðust sjálf hefja rekstur á sviði vátryggingamiðlunar. Samið var um að síðasti starfsdagur konunnar yrði 31. október en að uppsagnarfrestur karlmannsins tæki ekki gildi fyrr en 1. september, þar sem hann væri í fæðingarorlofi til og með 31. ágúst. Ekkert sem bannaði undirbúning Viku eftir uppsagnirnar rifti Arion banki ráðningarsamningunum við þau bæði, og gaf þær skýringar að þau hefðu orðið uppvís að því að hefja rekstur í samkeppni við bankann, sem teldist brot á trúnaðarskyldum þeirra. Þá hefðu þau orðið uppvís að því að taka að sér störf í þágu annars aðila án samþykkis. Ágreiningurinn sneri að því hvort vinnuveitandinn hefði haft vitneskju um fyrirætlanir starfsmannanna áður en þau sögðu upp störfum sínum. Starfsmennirnir byggðu á því fyrir dómi að undirbúningur að rekstri eigin vátryggingarmiðlunar hafi ekki falið í sér brot á ráðningarsamningnum. Ekkert í samningnum hafi bannað þeim að stofna slíkt félag og hefja undirbúning Þá hefði hvorugt þeirra hafið störf annars staðar á uppsagnarfrestinum né hafi þau unnið gegn hagsmunum bankans á nokkurn hátt. Þá bentu þau á að vinnuveitandi þeirra hefði vitað af fyrirætlunum þeirra að hefja rekstur eigin vátryggingarmiðlunar eftir að þau tilkynntu honum það á uppsagnardag. Taldi þau brjóta gegn trúnaðarskyldum Starfsmennirnir kröfðu Arion banka um vangoldin laun á þriggja mánaða uppsagnarfresti og karlmaðurinn krafði hann um tveggja mánaða fæðingarorlofsgreiðslur í ofanálag. Krafa konunnar nam 4,3 milljónum króna og krafa karlmannsins nam tæplega 5,9 milljónum króna. Hvort um sig kröfðu þau bankann um eina milljón króna í miskabætur. Fyrir dómi bar Arion banki fyrir sig ákvæði í ráðningarsamningi um að starfsmenn skuli fylgja innri reglum bankans í störfum sínum. Í ákvæði í innri reglum bankans segir að starfsmaður megi ekki hefjast handa við eða reka neina starfsemi aðra samhliða starfi sínu, sitja í stjórn fyrirtækis eða stunda atvinnu hjá öðrum aðilum nema með sérstakri fyrirfram skriflegri heimild framkvæmdastjóra. Samkvæmt ákvæðinu sé nægilegt að atvinnustarfsemin sé í undirbúningi. Með því að stofna félagið, en þau eru bæði framkvæmdastjórar með prókúruumboð, hafi þau stofnað til atvinnustarfsemi í samkeppni við Vörð, dótturfélag bankans. Þá hafi starfsmennirnir verið bundnir trúnaðarskyldum á ráðningartíma og brotið gegn þeim með því að stofna félagið. Þessar málsástæður héldu ekki vatni fyrir héraðsdómi, sem taldi að ákvæðið í innri reglum bankans bæri að skýra svo að það kvæði á um skilyrði þess að starfsmenn megi taka að sér aukastörf. Ákvæðin verði ekki skýrð svo að lagðar yrðu ríkari samkeppnishömlur á starfsmenn bankans en leiði af almennum ólögfestum reglum. Ekki fallist á miskabótakröfu Dómurinn féllst á það með Arion banka að starfsmennirnir hefðu átt að upplýsa um stofnun einkahlutafélags til undirbúnings fyrirhuguðum rekstri þegar það var stofnað, tæpum mánuði fyrir uppsögnina, en sá dráttur kæmi ekki að sök. Ekki var fallist á að með því að stofna félagið og hefja undirbúning að fyrirhuguðum rekstri við tryggingamiðlun hefðu starfsmennirnir þegar hafið atvinnustarfsemi í félaginu. Þvert á móti lægi fyrir að engin starfsemi hafi verið hafin í félaginu, sem hefði ekki enn hlotið starfsleyfi. Þrátt fyrir að vitaskuld væri undirbúningsvinna að starfsemi félagsins hafin gæti hún ein og sér ekki talist brot gegn trúnaðarskyldu þannig að það réttlætti riftun ráðningarsamningsins. Því var fallist á kröfur starfsmannanna tveggja um að Arion banki greiði þeim hin vangoldnu laun og fæðingarorlofsgreiðslur í tilfelli karlmannsins. Ekki var fallist á kröfu um miskabætur þar sem starfsmennirnir höfðu ekki sýnt fram á að saknæmisskilyrði skaðabótalaga væru fyrir hendi í málinu. Þá var bankinn dæmdur til að greiða báðum starfsmönnunum 850 þúsund krónur í málskostnað.
Arion banki Tryggingar Dómsmál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira