Innlent

Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Vetrarsólin getur verið hættuleg.
Vetrarsólin getur verið hættuleg. Aðsend

Betur fór en á horfðist þegar ökumaður, sem lág staða sólar á himni hafði blindað, ók á fleygiferð aftan á kyrrstæðan bíl í vegkanti, sem hafði örfáum mínútum fyrr ekið aftan á annan kyrrstæðan bíl þar fyrir framan, með þeim afleiðingum að fyrsti bíllinn hafnaði á hliðinni, og sá seinni skall utan í ökumenn og farþega beggja síðarnefndu bílanna, þar sem þeir stóðu og fylltu út tjónaskýrslu.

Sigurjón Jónsson var í fremsta bílnum ásamt konu sinni og barni og segist hafa numið staðar á gatnamótum í Grafarvogi til að hleypa gangandi vegfaranda yfir þegar atburðarásin fór í gang. Sólin hafi verið mjög lág að lofti, þannig að hún skein beint í augun á ökumönnum og birgði þeim sýn. 

Viðbragðsaðilar komu á vettvang.Aðsend

Hann segir seinni bílinn þá hafa ekið aftan á sig og báða ökumennina hafa í kjölfarið farið út í vegkant til að fylla út tjónaskýrslu. Þar stóðu þau á milli bílanna. Það var þá sem ungur maður kom á fleygiferð niður götuna, algjörlega blindaður af sólinni, ók á miklum hraða aftan á aftari bílinn, þannig að hann flykktist fram og skall utan í fólkið sem stóð bílanna á milli. Bíll unga mannsins hafnaði svo á á veginum miðjum.

Enginn reyndist mikið slasaður.Aðsend

Allt fór vel miðað við kringumstæðurnar en allt var fólkið flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Slysin reyndust minniháttar og til allrar lukku var barnið í barnastól aftur í fremsta bílnum og slapp þannig við havaríið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×