Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. janúar 2026 16:21 Unnur Anna Valdimarsdóttir er forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Aðsend Sjálfbærni íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar er í uppnámi að mati forseta á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Ekki sé hægt að standa við áform um fjölgun nema í heilbrigðisgreinum vegna niðurskurðar stjórnvalda. Áform hafa verið uppi um að fjölga nemendum innan heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands til að koma í veg fyrir skort á heilbrigðisstarfsfólki á landinu. „Undanfarin ár hefur skortur á heilbrigðisstarfsfólki í landinu aukist meðal annars vegna örrar fólksfjölgunar og öldrunar þjóðarinnar. Stjórnvöld hafa bent á að mannekla í heilbrigðiskerfinu muni aukast verulega á komandi árum og hafa því kallað eftir því að íslenskir háskólar fjölgi nemum í heilbrigðisgreinum,“ segir í aðsendri grein forsetanna á Vísi. Þessir forsetar og forstöðumenn undirrituðu greinina: Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs Arna Hauksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum Berglind Eva Benediktsdóttir, forseti Lyfjafræðideildar Bjarni Elvar Pétursson, forseti Tannlæknadeildar Heiða María Sigurðardóttir, forseti Sálfræðideildar Helga Bragadóttir, forseti Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar Ólafur Ögmundarson, forseti Matvæla- og næringarfræðideildar Sólveg Ása Árnadóttir, formaður Námsbrautar í sjúkraþjálfun Sædís Sævarsdóttir, forseti Læknadeildar Til að hægt sé að fjölga nemendunum þurfi hins vegar að fylgja fjármagn þar sem námið sé afar kostnaðarsamt vegna klínískrar þjálfunar, umfangsmikilla sérhæfðra innviða og fjölda sérfræðinga sem þarf til kennslu. Undirstaða velferðarkerfisins sé vel menntað heilbrigðisstarfsfólk. „Fjölgun nema kallar óhjákvæmilega á fjölgun háskólakennara og frekari fjárfestingar í innviðum og húsnæði.“ Skera enn frekar niður Fjárskortur Háskóla Íslands hefur áður verið til umfjöllunar og hækkun skársetningargjalda við skólann er til skoðunar. Forsetarnir benda á að í fjárlögum fyrir árið 2026 bætist við aðhaldskrafa á Háskóla Íslands upp á eitt prósent. Það sé samhliða auknum útgjöldum vegna húsnæðis og launahækkana. „Þessi niðurskurður skaðar kjarnastarfsemi Háskóla Íslands og er grafalvarlegur fyrir Heilbrigðisvísindasvið sem þegar hefur verið vanfjármagnað svo árum skiptir og neyðist nú til að að skera enn frekar niður, fresta nauðsynlegri nýliðun kennara og endurnýjun innviða.“ Afleiðingin sé að áform Háskóla Íslands um að fjölga nemendunum séu í uppnámi og þar af leiðandi „sjálfbærni íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar“. „Ráðherrar heilbrigðis- og háskólamála voru nýlega upplýstir um þessa alvarlegu stöðu og þau úrræði sem brýnt er að ráðast í til að forðast frekari skerðingar á starfseminni og tryggja að hægt verði að halda áfram nauðsynlegri fjölgun nema í heilbrigðisgreinum.“ Þau segjast trúa að stjórnvöld muni tafarlaust bregðast við aðkallandi vandamálinu og tryggja farsæla framtíð heilbrigðiskerfisins. Háskólar Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Sjá meira
Áform hafa verið uppi um að fjölga nemendum innan heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands til að koma í veg fyrir skort á heilbrigðisstarfsfólki á landinu. „Undanfarin ár hefur skortur á heilbrigðisstarfsfólki í landinu aukist meðal annars vegna örrar fólksfjölgunar og öldrunar þjóðarinnar. Stjórnvöld hafa bent á að mannekla í heilbrigðiskerfinu muni aukast verulega á komandi árum og hafa því kallað eftir því að íslenskir háskólar fjölgi nemum í heilbrigðisgreinum,“ segir í aðsendri grein forsetanna á Vísi. Þessir forsetar og forstöðumenn undirrituðu greinina: Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs Arna Hauksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum Berglind Eva Benediktsdóttir, forseti Lyfjafræðideildar Bjarni Elvar Pétursson, forseti Tannlæknadeildar Heiða María Sigurðardóttir, forseti Sálfræðideildar Helga Bragadóttir, forseti Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar Ólafur Ögmundarson, forseti Matvæla- og næringarfræðideildar Sólveg Ása Árnadóttir, formaður Námsbrautar í sjúkraþjálfun Sædís Sævarsdóttir, forseti Læknadeildar Til að hægt sé að fjölga nemendunum þurfi hins vegar að fylgja fjármagn þar sem námið sé afar kostnaðarsamt vegna klínískrar þjálfunar, umfangsmikilla sérhæfðra innviða og fjölda sérfræðinga sem þarf til kennslu. Undirstaða velferðarkerfisins sé vel menntað heilbrigðisstarfsfólk. „Fjölgun nema kallar óhjákvæmilega á fjölgun háskólakennara og frekari fjárfestingar í innviðum og húsnæði.“ Skera enn frekar niður Fjárskortur Háskóla Íslands hefur áður verið til umfjöllunar og hækkun skársetningargjalda við skólann er til skoðunar. Forsetarnir benda á að í fjárlögum fyrir árið 2026 bætist við aðhaldskrafa á Háskóla Íslands upp á eitt prósent. Það sé samhliða auknum útgjöldum vegna húsnæðis og launahækkana. „Þessi niðurskurður skaðar kjarnastarfsemi Háskóla Íslands og er grafalvarlegur fyrir Heilbrigðisvísindasvið sem þegar hefur verið vanfjármagnað svo árum skiptir og neyðist nú til að að skera enn frekar niður, fresta nauðsynlegri nýliðun kennara og endurnýjun innviða.“ Afleiðingin sé að áform Háskóla Íslands um að fjölga nemendunum séu í uppnámi og þar af leiðandi „sjálfbærni íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar“. „Ráðherrar heilbrigðis- og háskólamála voru nýlega upplýstir um þessa alvarlegu stöðu og þau úrræði sem brýnt er að ráðast í til að forðast frekari skerðingar á starfseminni og tryggja að hægt verði að halda áfram nauðsynlegri fjölgun nema í heilbrigðisgreinum.“ Þau segjast trúa að stjórnvöld muni tafarlaust bregðast við aðkallandi vandamálinu og tryggja farsæla framtíð heilbrigðiskerfisins.
Þessir forsetar og forstöðumenn undirrituðu greinina: Unnur Anna Valdimarsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs Arna Hauksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar í lýðheilsuvísindum Berglind Eva Benediktsdóttir, forseti Lyfjafræðideildar Bjarni Elvar Pétursson, forseti Tannlæknadeildar Heiða María Sigurðardóttir, forseti Sálfræðideildar Helga Bragadóttir, forseti Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar Ólafur Ögmundarson, forseti Matvæla- og næringarfræðideildar Sólveg Ása Árnadóttir, formaður Námsbrautar í sjúkraþjálfun Sædís Sævarsdóttir, forseti Læknadeildar
Háskólar Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Sjá meira