Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2026 09:07 Elon Musk, eigandi X og Grok, hefur á skömmum tíma breytt samfélagsmiðlinum í stærsta vettvanginn fyrir kynferðislegt efni af börnum á netinu. Vísir/EPA Aðeins áskrifendur að samfélagsmiðlinum X eiga nú að geta beðið spjallmennið Grok um að skapa fyrir sig myndir. Breytingin er gerð í skugga harðrar gagnrýni og hótana um sektir vegna þess að Grok hefur framleitt ógrynni kynferðislegra mynda af konum og börnum á undanförnum dögum. Notendur X hafa notað gervigreindarforritið Grok til þess að breyta myndum af konum, þar á meðal að fjarlægja föt þeirra og setja þær í kynferðislegar stellingar. Spjallmennið hefur ekki sett það fyrir sig þótt að myndirnar séu af börnum. Yfirvöld í nokkrum löndum rannsaka nú myndaframleiðsluna, þar á meðal í Bretlandi og Frakklandi. Forstjóri Persónuverndar á Íslandi sagði Vísi í gær að engar kvartanir hefðu borist henni um kynferðislegar myndir Grok af íslenskum konum. Elon Musk, eigandi X og Grok, og X brugðust upphaflega við gagnrýninni með því að hvetja notendur til þess að misnota ekki Grok í stað þess að koma í veg fyrir að hægt væri að nota forritið til að framleiðsla myndir af þessu tagi. Fyrirtækið hefur ekki svarað neinum fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Meirihluti ætti ekki að geta látið Grok gera myndir Eftir að tilkynnt var á X-síðu Grok að aðeins áskrifendur að samfélagsmiðlinum gætu notað myndaframleiðslu hans tímabundið getur mikill meirihluti notenda ekki lengur notfært sér hana, að sögn breska blaðsins The Guardian. Ekki er þó ljóst hvort áskrifendur geti enn búið til kynferðislegar myndir af konum gegn vilja þeirra. X hefur upplýsingar um áskrifendur sem nota þjónustuna og ætti því í kenningunni að geta haft eftirlit með þeim sem misnota hana. Á meðal þess sem notendur X hafa gert með Grok er að afklæða lík kvenna sem hafa verið drepnar eða látist í slysum. Þetta hafa þeir til dæmis gert með lík konu sem bandarísk innflytjendayfirvöld myrtu í Minneapolis á miðvikudag. X (Twitter) Gervigreind Bandaríkin Kynferðisofbeldi Elon Musk Tengdar fréttir Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Bresk samtök sem berjast gegn barnaníði á netinu segjast hafa fundið kynferðislegar myndir af stúlkum allt niður í ellefu ára gamlar sem virðast hafa verið búnar til af gervigreindarforriti Elons Musk. 8. janúar 2026 11:29 Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Evrópsk yfirvöld eru byrjuð að skoða fjöldaframleiðslu spjallmennis Elons Musk á kynferðislegum myndum af táningsstúlkum og konum. Varaforsætisráðherra Svíþjóðar er á meðal kvenna sem miðillinn leyfir notendum sínum að hlutgera á samfélagsmiðlinum X með hjálp spjallmennisins. 6. janúar 2026 12:19 Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Frönsk yfirvöld ætla að rannsaka framleiðslu Grok, spjallmennis samfélagsmiðilsins X, á fölsuðum klámmyndum af konum. Hundruð kvenna og táningsstúlkna hafa tilkynnt um að spjallmennið hafi verið notað til þess að búa til kynferðislegar myndir af þeim. 5. janúar 2026 09:18 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Notendur X hafa notað gervigreindarforritið Grok til þess að breyta myndum af konum, þar á meðal að fjarlægja föt þeirra og setja þær í kynferðislegar stellingar. Spjallmennið hefur ekki sett það fyrir sig þótt að myndirnar séu af börnum. Yfirvöld í nokkrum löndum rannsaka nú myndaframleiðsluna, þar á meðal í Bretlandi og Frakklandi. Forstjóri Persónuverndar á Íslandi sagði Vísi í gær að engar kvartanir hefðu borist henni um kynferðislegar myndir Grok af íslenskum konum. Elon Musk, eigandi X og Grok, og X brugðust upphaflega við gagnrýninni með því að hvetja notendur til þess að misnota ekki Grok í stað þess að koma í veg fyrir að hægt væri að nota forritið til að framleiðsla myndir af þessu tagi. Fyrirtækið hefur ekki svarað neinum fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Meirihluti ætti ekki að geta látið Grok gera myndir Eftir að tilkynnt var á X-síðu Grok að aðeins áskrifendur að samfélagsmiðlinum gætu notað myndaframleiðslu hans tímabundið getur mikill meirihluti notenda ekki lengur notfært sér hana, að sögn breska blaðsins The Guardian. Ekki er þó ljóst hvort áskrifendur geti enn búið til kynferðislegar myndir af konum gegn vilja þeirra. X hefur upplýsingar um áskrifendur sem nota þjónustuna og ætti því í kenningunni að geta haft eftirlit með þeim sem misnota hana. Á meðal þess sem notendur X hafa gert með Grok er að afklæða lík kvenna sem hafa verið drepnar eða látist í slysum. Þetta hafa þeir til dæmis gert með lík konu sem bandarísk innflytjendayfirvöld myrtu í Minneapolis á miðvikudag.
X (Twitter) Gervigreind Bandaríkin Kynferðisofbeldi Elon Musk Tengdar fréttir Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Bresk samtök sem berjast gegn barnaníði á netinu segjast hafa fundið kynferðislegar myndir af stúlkum allt niður í ellefu ára gamlar sem virðast hafa verið búnar til af gervigreindarforriti Elons Musk. 8. janúar 2026 11:29 Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Evrópsk yfirvöld eru byrjuð að skoða fjöldaframleiðslu spjallmennis Elons Musk á kynferðislegum myndum af táningsstúlkum og konum. Varaforsætisráðherra Svíþjóðar er á meðal kvenna sem miðillinn leyfir notendum sínum að hlutgera á samfélagsmiðlinum X með hjálp spjallmennisins. 6. janúar 2026 12:19 Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Frönsk yfirvöld ætla að rannsaka framleiðslu Grok, spjallmennis samfélagsmiðilsins X, á fölsuðum klámmyndum af konum. Hundruð kvenna og táningsstúlkna hafa tilkynnt um að spjallmennið hafi verið notað til þess að búa til kynferðislegar myndir af þeim. 5. janúar 2026 09:18 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Bresk samtök sem berjast gegn barnaníði á netinu segjast hafa fundið kynferðislegar myndir af stúlkum allt niður í ellefu ára gamlar sem virðast hafa verið búnar til af gervigreindarforriti Elons Musk. 8. janúar 2026 11:29
Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Evrópsk yfirvöld eru byrjuð að skoða fjöldaframleiðslu spjallmennis Elons Musk á kynferðislegum myndum af táningsstúlkum og konum. Varaforsætisráðherra Svíþjóðar er á meðal kvenna sem miðillinn leyfir notendum sínum að hlutgera á samfélagsmiðlinum X með hjálp spjallmennisins. 6. janúar 2026 12:19
Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Frönsk yfirvöld ætla að rannsaka framleiðslu Grok, spjallmennis samfélagsmiðilsins X, á fölsuðum klámmyndum af konum. Hundruð kvenna og táningsstúlkna hafa tilkynnt um að spjallmennið hafi verið notað til þess að búa til kynferðislegar myndir af þeim. 5. janúar 2026 09:18