Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Bjarki Sigurðsson skrifar 4. janúar 2026 13:41 Vilborg Ása Guðjónsdóttir er alþjóðastjórnmálafræðingur. Vísir Alþjóðastjórnmálafræðingur segir ekki hægt að útiloka að borgarastyrjöld brjótist út í Venesúela í kjölfar innrásar Bandaríkjamanna. Innrásin sjálf hafi ekki endilega komið á óvart, en hvernig var staðið að henni sé forvitnilegt. Hæstiréttur Venesúela hefur skipað Delcy Rodríguez, varaforseta ríkisins, að taka við embætti forseta meðan Nicolás Maduro er í haldi Bandaríkjamanna. Rodriguez ávarpaði venesúelsku þjóðina í gærkvöldi. Hún fordæmdi handtöku Maduro og sagði yfirvöld tilbúin að verja landið fyrir frekari árásum Bandaríkjamanna. Venesúela verði aldrei nýlenda annars lands á ný. Með ávarpinu gekk Rodriguez þvert á orð Trump sem sagði hana hafa samþykkt að Bandaríkin tækju við völdum í landinu, enda hefði hún ekki átt annarra kosta völ. Óvissan gríðarleg Vilborg Ása Guðjónsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir margt óljóst varðandi stöðuna í Venesúela. Innrás Bandaríkjanna hafi í sjálfu sér ekki komið á óvart, en hvernig staðið var að henni veki athygli. „Óvissan er gríðarleg. Ég held að margir Venesúelamenn hafi verið mjög ánægðir með fréttir gærdagsins og þeim var fagnað víða um heim. En nú eru kannski að renna tvær grímur á Venesúelamenn, bæði innan og utan landsins, þar sem komið hefur í ljós að María Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og Nóbelsverðlaunahafi, er ekki hluti af þessu ferli Bandaríkjastjórnar. Og að Bandaríkjamenn ætli sjálfir að taka við stjórn landsins um óákveðinn tíma. Þetta vekur ákveðinn ugg og það er algjör óvissa um framhaldið og hvort þetta geti skilað einhverjum jákvæðum niðurstöðum eða ekki,“ segir Vilborg. Sagan segir sitt Svipaðar atburðarásir og í gær hafi sést áður, og sagan er ekki endilega með Bandaríkjamönnum í liði. „Oftar en ekki hefur þetta algjörlega misheppnast. Þeim markmiðum sem sett eru í upphafi hefur ekki verið náð og staðan hefur versnað gríðarlega í þessum löndum. Við getum nefnt Írak og Líbíu í því sambandi. Það má segja að íhlutunin í Panama árið 1990 hafi gengið ágætlega upp en sérfræðingar segja að aðstæður hafi verið allt aðrar þá en í dag og því sé ekki hægt að bera það saman,“ segir Vilborg. Allt mjög tvísýnt Það sé ekki hægt að útiloka að borgarastyrjöld brjótist út. „Það er alls ekki hægt að útiloka það. Staðan er mjög tvísýn, óvissan er mjög mikil. Það voru margir sem héldu að ef Bandaríkin færu þarna inn yrði það gert öðruvísi. Það yrði mjög afmörkuð aðgerð að fjarlægja Maduro og koma lýðræðislega kjörnum forseta landsins í stólinn. Það er ekki að gerast. Þar með má segja að Bandaríkjamenn hafi opnað ákveðið Pandórubox og það er engin leið til að sjá hvernig þetta mun þróast,“ segir Vilborg. Bandaríkin Venesúela Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Hæstiréttur Venesúela hefur skipað Delcy Rodríguez, varaforseta ríkisins, að taka við embætti forseta meðan Nicolás Maduro er í haldi Bandaríkjamanna. Rodriguez ávarpaði venesúelsku þjóðina í gærkvöldi. Hún fordæmdi handtöku Maduro og sagði yfirvöld tilbúin að verja landið fyrir frekari árásum Bandaríkjamanna. Venesúela verði aldrei nýlenda annars lands á ný. Með ávarpinu gekk Rodriguez þvert á orð Trump sem sagði hana hafa samþykkt að Bandaríkin tækju við völdum í landinu, enda hefði hún ekki átt annarra kosta völ. Óvissan gríðarleg Vilborg Ása Guðjónsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir margt óljóst varðandi stöðuna í Venesúela. Innrás Bandaríkjanna hafi í sjálfu sér ekki komið á óvart, en hvernig staðið var að henni veki athygli. „Óvissan er gríðarleg. Ég held að margir Venesúelamenn hafi verið mjög ánægðir með fréttir gærdagsins og þeim var fagnað víða um heim. En nú eru kannski að renna tvær grímur á Venesúelamenn, bæði innan og utan landsins, þar sem komið hefur í ljós að María Machado, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og Nóbelsverðlaunahafi, er ekki hluti af þessu ferli Bandaríkjastjórnar. Og að Bandaríkjamenn ætli sjálfir að taka við stjórn landsins um óákveðinn tíma. Þetta vekur ákveðinn ugg og það er algjör óvissa um framhaldið og hvort þetta geti skilað einhverjum jákvæðum niðurstöðum eða ekki,“ segir Vilborg. Sagan segir sitt Svipaðar atburðarásir og í gær hafi sést áður, og sagan er ekki endilega með Bandaríkjamönnum í liði. „Oftar en ekki hefur þetta algjörlega misheppnast. Þeim markmiðum sem sett eru í upphafi hefur ekki verið náð og staðan hefur versnað gríðarlega í þessum löndum. Við getum nefnt Írak og Líbíu í því sambandi. Það má segja að íhlutunin í Panama árið 1990 hafi gengið ágætlega upp en sérfræðingar segja að aðstæður hafi verið allt aðrar þá en í dag og því sé ekki hægt að bera það saman,“ segir Vilborg. Allt mjög tvísýnt Það sé ekki hægt að útiloka að borgarastyrjöld brjótist út. „Það er alls ekki hægt að útiloka það. Staðan er mjög tvísýn, óvissan er mjög mikil. Það voru margir sem héldu að ef Bandaríkin færu þarna inn yrði það gert öðruvísi. Það yrði mjög afmörkuð aðgerð að fjarlægja Maduro og koma lýðræðislega kjörnum forseta landsins í stólinn. Það er ekki að gerast. Þar með má segja að Bandaríkjamenn hafi opnað ákveðið Pandórubox og það er engin leið til að sjá hvernig þetta mun þróast,“ segir Vilborg.
Bandaríkin Venesúela Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira