Upp­gjörið: Ár­mann - Álfta­nes 75-110 | Mikil­vægur sigur eftir taphrinu

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Álftanes-Stjarnan01253

Fimm leikja taphrinu Álftanes lauk í kvöld er liðið vann mikilvægan sigur gegn Ármanni í Bónus deild karla í kvöld, 75-110.

Leikurinn fór afar hægt af stað og kom fyrsta stigið í sjöttu sókn leiksins. Stigasöfnun beggja liða gekk brösulega í fyrsta leikhluta sem lauk 13-18.

Annar leikhluti bauð upp á það sama, stigasöfnun gekk illa og Ármenningum tókst illa að koma boltanum í körfuna. Álftnesingar áttu hins vegar ágætis kafla þegar leið á leikhlutann og tókst liðinu að ná 14 stiga forskoti þegar öðrum leikhluta lauk, 31-45.

Þriðji leikhluti var afar sterkur og settu Álftnesingar í sjötta gír og gáfu ekkert eftir. Leikhlutanum lauk með 18 stiga forskoti gestanna, 54-72.

Álftanes missteig sig ekki og hélt sama striki og tók öll völd á vellinum í fjórða leikhluta. Öruggur og mikilvægur sigur fyrir liðið sem sigraði með 35 stigum, 75-110.

Atvik leiksins

Ákefðin sem Álftanes sýndi í síðari hálfleik eftir dapran fyrri hjá báðum liðum. Leikurinn hafði verið nokkuð jafn en gestirnir höfðu verið ögn meira sannfærandi. Liðið tók svo yfir leikinn í síðari hálfleik og sigraði sannfærandi.

Stjörnur og skúrkar

Ade var með 24 stig hjá Álftanesi og 10 fráköst. David Okeke með 23 stig og 12 fráköst. Dúi Þór með 23 stig og 12 stoðsendingar.

Stigahæstur hjá Ármanni var Daniel Love með 20 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar. Bragi Guðmundsson kom þar næstur með 16 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar.

Stemning og umgjörð

Ágætis stemning í Laugardalshöllinni en umgjörðin hérna er frábær.

Dómarar

Bjarki Þór Davíðsson, Jón Þór Eyþórsson og Sófus Bender stóðu vaktina í kvöld með prýði. Ánægðir að stíga aftur á völlinn eftir gott jólafrí.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira