Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. desember 2025 13:34 ÁTVR hefur einkarétt á áfengissölu í verslun á Íslandi, en erlendar netverslanir hafa skotið upp kollinum á undanförnum árum. Engum er þó heimilt að afhenda áfengi á sölustað að sögn Árna Friðleifssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm/Ívar Það var að eigin frumkvæði lögreglu sem ráðist var í lokanir fjögurra verslana á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna gruns um ólöglega sölu áfengis á hátíðardögum. Forsvarsmenn fyrirtækjanna gætu átt sekt yfir höfði sér fyrir brot á reglugerð um smásölu og áfengisveitingar, að sögn Árna Friðleifssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Lögregla metur að þetta sé brot á reglugerð um smásölu og veitingar áfengis, sem sagt brot á 3. grein í þessari reglugerð þar sem stendur að áfengisútsölustaðir skuli vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst,“ segir Árni. Lögreglan réðist í sambærilegar aðgerðir gegn verslunum sem stunda netsölu með áfengi á sama tíma í fyrra, en viðurlög geta fylgt brotum á umræddri reglugerð. „Þetta eru sektir en sektarupphæðin, ég er ekki með hana á hreinu eins og staðan er núna,“ segir Árni. Vísir greindi frá því í gær að afhendingarstöðum netverslananna Smáríkisins og Nýju vínbúðarinnar hafi verið lokað, en ekki er fjallað sérstaklega um heimsendingu áfengis í reglugerðinni. „Málin fara væntanlega í rannsókn núna strax á mánudaginn og þá er bara metið hvernig það er. En alla veganna er reglugerðin alveg skýr um að áfengisútsölustaðir skuli vera lokaðir,“ segir Árni. Bæði Smáríkið og Nýja vínbúðin hafa auglýst opnunartíma á rauðum dögum nú um jólin á samfélagsmiðlum sínum en Smáríkið birti í gær færslu á heimasíðu sinni þar sem viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem það kunni að valda að lögregla hafi lokað afhendingarstöð fyrirtækisins. Er þetta frumkvæðisverkefni hjá ykkur í lögreglunni eða er farið í þetta í kjölfar ábendinga? „Þetta er bara frumkvæðisvinna. Lögreglan náttúrlega á að fara eftir og fylgjast með að lögum og reglugerðum sé framfylgt, og þetta er bara eitt af hennar frumkvæðisverkefnum,“ svarar Árni. Áfengi Netverslun með áfengi Lögreglumál Verslun Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
„Lögregla metur að þetta sé brot á reglugerð um smásölu og veitingar áfengis, sem sagt brot á 3. grein í þessari reglugerð þar sem stendur að áfengisútsölustaðir skuli vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, sumardaginn fyrsta, 1. maí, 17. júní og fyrsta mánudag í ágúst,“ segir Árni. Lögreglan réðist í sambærilegar aðgerðir gegn verslunum sem stunda netsölu með áfengi á sama tíma í fyrra, en viðurlög geta fylgt brotum á umræddri reglugerð. „Þetta eru sektir en sektarupphæðin, ég er ekki með hana á hreinu eins og staðan er núna,“ segir Árni. Vísir greindi frá því í gær að afhendingarstöðum netverslananna Smáríkisins og Nýju vínbúðarinnar hafi verið lokað, en ekki er fjallað sérstaklega um heimsendingu áfengis í reglugerðinni. „Málin fara væntanlega í rannsókn núna strax á mánudaginn og þá er bara metið hvernig það er. En alla veganna er reglugerðin alveg skýr um að áfengisútsölustaðir skuli vera lokaðir,“ segir Árni. Bæði Smáríkið og Nýja vínbúðin hafa auglýst opnunartíma á rauðum dögum nú um jólin á samfélagsmiðlum sínum en Smáríkið birti í gær færslu á heimasíðu sinni þar sem viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem það kunni að valda að lögregla hafi lokað afhendingarstöð fyrirtækisins. Er þetta frumkvæðisverkefni hjá ykkur í lögreglunni eða er farið í þetta í kjölfar ábendinga? „Þetta er bara frumkvæðisvinna. Lögreglan náttúrlega á að fara eftir og fylgjast með að lögum og reglugerðum sé framfylgt, og þetta er bara eitt af hennar frumkvæðisverkefnum,“ svarar Árni.
Áfengi Netverslun með áfengi Lögreglumál Verslun Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira