„Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Jakob Bjarnar skrifar 23. desember 2025 09:00 Helgi Hrafn segir slaufunarmenninguna og vókið hafa verið eineltismenningu, það sé ofbeldi sem eigi aldrei rétt á sér. vísir/vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, birti í gærkvöldi eins konar uppgjörspistil við slaufunaræðið sem gekk yfir Ísland fyrir nokkrum árum – það hafi ekki verið í lagi. „Þetta var ofbeldismenning, þar sem stórir hópar af fólki tóku sig beinlínis saman og markvisst og meðvitað meiddu og skemmdu fyrir fólki sem það var ósammála. Spennan og hetjustælarnir sem fylgdu voru stundum ógnvænlegir. Þvílíka kátínan yfir því að hafa tortímt einhverjum,“ segir Helgi meðal annars í pistli sínum. Snarbrjálað og illa innrætt fólk nær yfirhöndinni Helgi Hrafn segist þekkja vókið og slaufunaræðið harla vel, hann hafi verið í þessu miðju en því miður haldið sig að mestu til hlés. Hann segist skammast sín fyrir það. Helgi rekur aðgerðarleysi sitt að mestu til hrottalegs eineltis sem hann hafi orðið fyrir í æsku. Hann hafi einfaldlega ekki hætt sér í þessa hakkavél. „Ef maður sagði nokkurn skapaðan hlut sem var fræðilega, hugsanlegt hægt að skilja á einhvern annan hátt heldur en veg helstu byltingarforingjanna, þá tók sig til hópur sem beinlínis vildi eyðileggja allt fyrir manni. Allt saman. Félagslífið, fjölskylduna, vinnuna, allt.“ Að sögn Helga Hrafns gerist þetta stundum í mannlegu samfélagi, að „krítískur massi af snarbrjáluðu fólki“ nái einhvern veginn yfirhöndinni. Og að það komist tímabundið í tísku að vera fullkomlega ógeðslegur við annað fólk. „Að sjálfsögðu alltaf með einhverjum helvítis réttlætingum um að allir eigi þetta skilið. En þótt að auðvitað lentu allskonar drullusokkar í þessu líka, ekki bara blásaklaust fólk, þá var þetta samt ofbeldishegðun og hún er ekki í lagi.“ Risavaxnir hópar af eineltisseggjum Kveikja pistilsins virðast hafa verið hugleiðingar Björns Levís Gunnarssonar sem vildi gagnrýna viðtal Sölva Tryggvasonar við Hlédísi Maren Guðmundsdóttur félagsfræðing sem segir mikla vanmáttarkennd og ójafnvægi hafa einkennt mikið af vinstra fólki á undanförnum árum. Björn Leví vildi meina að það kvæði allt eins rammt að eineltis- og útilokunarárátta á hægri væng en Helgi Hrafn sagði það fráleitt vera svo. Hann þekkti kúgunina ágætlega, bæði vinstra og hægra megin frá og hún væri miklu stækari til vinstri. „Slaufunaræðið sem gekk hérna fyrir nokkrum árum sérstaklega, var ofbeldismenning. Það var beinlínis ætlunin að meiða og særa og eyðileggja fyrir fólki sem var ósammála fyrir það eitt að vera ósammála. Það voru allir sem sýndu ekki strax hlýðni við byltinguna málaðir upp sem einhverjir svikarar og síðan gengu risavaxnir hópar af eineltisseggjum í að eyðileggja eins mikið fyrir þeim og mögulegt var.“ Helgi Hrafn segist hafa séð þetta sjálfur og hann hafi sýnt því meðvirkni, nokkuð sem hann sjái mikið eftir í dag. Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar MeToo Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
„Þetta var ofbeldismenning, þar sem stórir hópar af fólki tóku sig beinlínis saman og markvisst og meðvitað meiddu og skemmdu fyrir fólki sem það var ósammála. Spennan og hetjustælarnir sem fylgdu voru stundum ógnvænlegir. Þvílíka kátínan yfir því að hafa tortímt einhverjum,“ segir Helgi meðal annars í pistli sínum. Snarbrjálað og illa innrætt fólk nær yfirhöndinni Helgi Hrafn segist þekkja vókið og slaufunaræðið harla vel, hann hafi verið í þessu miðju en því miður haldið sig að mestu til hlés. Hann segist skammast sín fyrir það. Helgi rekur aðgerðarleysi sitt að mestu til hrottalegs eineltis sem hann hafi orðið fyrir í æsku. Hann hafi einfaldlega ekki hætt sér í þessa hakkavél. „Ef maður sagði nokkurn skapaðan hlut sem var fræðilega, hugsanlegt hægt að skilja á einhvern annan hátt heldur en veg helstu byltingarforingjanna, þá tók sig til hópur sem beinlínis vildi eyðileggja allt fyrir manni. Allt saman. Félagslífið, fjölskylduna, vinnuna, allt.“ Að sögn Helga Hrafns gerist þetta stundum í mannlegu samfélagi, að „krítískur massi af snarbrjáluðu fólki“ nái einhvern veginn yfirhöndinni. Og að það komist tímabundið í tísku að vera fullkomlega ógeðslegur við annað fólk. „Að sjálfsögðu alltaf með einhverjum helvítis réttlætingum um að allir eigi þetta skilið. En þótt að auðvitað lentu allskonar drullusokkar í þessu líka, ekki bara blásaklaust fólk, þá var þetta samt ofbeldishegðun og hún er ekki í lagi.“ Risavaxnir hópar af eineltisseggjum Kveikja pistilsins virðast hafa verið hugleiðingar Björns Levís Gunnarssonar sem vildi gagnrýna viðtal Sölva Tryggvasonar við Hlédísi Maren Guðmundsdóttur félagsfræðing sem segir mikla vanmáttarkennd og ójafnvægi hafa einkennt mikið af vinstra fólki á undanförnum árum. Björn Leví vildi meina að það kvæði allt eins rammt að eineltis- og útilokunarárátta á hægri væng en Helgi Hrafn sagði það fráleitt vera svo. Hann þekkti kúgunina ágætlega, bæði vinstra og hægra megin frá og hún væri miklu stækari til vinstri. „Slaufunaræðið sem gekk hérna fyrir nokkrum árum sérstaklega, var ofbeldismenning. Það var beinlínis ætlunin að meiða og særa og eyðileggja fyrir fólki sem var ósammála fyrir það eitt að vera ósammála. Það voru allir sem sýndu ekki strax hlýðni við byltinguna málaðir upp sem einhverjir svikarar og síðan gengu risavaxnir hópar af eineltisseggjum í að eyðileggja eins mikið fyrir þeim og mögulegt var.“ Helgi Hrafn segist hafa séð þetta sjálfur og hann hafi sýnt því meðvirkni, nokkuð sem hann sjái mikið eftir í dag.
Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar MeToo Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Fleiri fréttir Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent