Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. desember 2025 17:08 Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla hringdi beint í utanríksiráðherra. Vísir Skólameistari Borgarholtsskóla hafði samband við utanríkisráðherra sama dag og tilkynnt var að staða hans yrði auglýst til umsóknar að loknum skipunartíma hans. Utanríkisráðherra upplýsti forsætisráðherra um vendingarnar. Þá fékk forsætisráðherra að vita að hugmyndir væru uppi um að fækka skólameisturum. Fulltrúar mennta- og barnamálaráðuneytisins tilkynntu Ársæli Guðmundssyni, fráfarandi skólameistara Borgarholtsskóla, á fundi að embætti skólameistarans yrði auglýst til umsóknar. Í kjölfar fundarins hafði Ársæll samband við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra. Í upplýsingum frá forsætisráðuneytinu, sem Rúv greindi fyrst frá en fréttastofa hefur undir höndum, segir að Þorgerður upplýsti Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra, um að embætti skólameistarans yrði auglýst. Ákvörðunin olli usla í samfélaginu en fyrr á árinu hringdi Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í Ársæl vegna Nike-skópars barnabarns hennar sem hurfu. Að sögn Ársæls hellti Inga sig yfir hann og sagðist hafa ítök í lögreglunni. Hugmyndir uppi um færri skólameistara Ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, olli töluverðum usla í samfélaginu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu hana en fyrir þingfund þann 4. desember sendi aðstoðarmaður Guðmundar aðstoðarmanni Kristrúnar talpunkta fyrir fundinn. Í punktunum segir að á fundi Ársæls með fulltrúum ráðuneytisins hafi hvergi komið fram að starfskrafta hans væri ekki óskað og gæti hann sótt um stöðuna líkt og aðrir. Ákvörðunin hefði verið tekin í ljósi fyrirhugaðra breytinga á framhaldsskólastiginu en til stendur að koma upp svæðisskrifstofum. Þá hafi engin ákvörðun verið tekin um aðra skólameistara en í sviga segir að tekin verður ákvörðun um framtíð þriggja skólameistara á næsta ári. Einnig kemur fram að hver skólameistari sé í raun embættismaður og hugmyndir séu uppi um að það gæti breyst með mögulegri fækkun sýslumannsembætta. Nokkrum dögum eftir að Ársæli var tilkynnt að staða hans yrði auglýst fékk Árni Ólason, skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum, að heyra í útvarpsfréttum að staða hans yrði einnig auglýst til umsóknar. Áðurnefndar svæðisskrifstofur séu gríðarleg breyting samkvæmt talpunktunum og ákveðin óvissa ríkir á meðan breytingarferlið er í gangi. Guðmundur tilkynnti í september að hann hygðist setja á laggirnar fjórar til sex skrifstofur víðs vegar um landið sem ættu að koma til móts við starfsfólk framhaldsskóla með aukinni þjónustu, styttri boðleiðum og minni skriffinnsku. Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Fulltrúar mennta- og barnamálaráðuneytisins tilkynntu Ársæli Guðmundssyni, fráfarandi skólameistara Borgarholtsskóla, á fundi að embætti skólameistarans yrði auglýst til umsóknar. Í kjölfar fundarins hafði Ársæll samband við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra. Í upplýsingum frá forsætisráðuneytinu, sem Rúv greindi fyrst frá en fréttastofa hefur undir höndum, segir að Þorgerður upplýsti Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra, um að embætti skólameistarans yrði auglýst. Ákvörðunin olli usla í samfélaginu en fyrr á árinu hringdi Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í Ársæl vegna Nike-skópars barnabarns hennar sem hurfu. Að sögn Ársæls hellti Inga sig yfir hann og sagðist hafa ítök í lögreglunni. Hugmyndir uppi um færri skólameistara Ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra, olli töluverðum usla í samfélaginu. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu hana en fyrir þingfund þann 4. desember sendi aðstoðarmaður Guðmundar aðstoðarmanni Kristrúnar talpunkta fyrir fundinn. Í punktunum segir að á fundi Ársæls með fulltrúum ráðuneytisins hafi hvergi komið fram að starfskrafta hans væri ekki óskað og gæti hann sótt um stöðuna líkt og aðrir. Ákvörðunin hefði verið tekin í ljósi fyrirhugaðra breytinga á framhaldsskólastiginu en til stendur að koma upp svæðisskrifstofum. Þá hafi engin ákvörðun verið tekin um aðra skólameistara en í sviga segir að tekin verður ákvörðun um framtíð þriggja skólameistara á næsta ári. Einnig kemur fram að hver skólameistari sé í raun embættismaður og hugmyndir séu uppi um að það gæti breyst með mögulegri fækkun sýslumannsembætta. Nokkrum dögum eftir að Ársæli var tilkynnt að staða hans yrði auglýst fékk Árni Ólason, skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum, að heyra í útvarpsfréttum að staða hans yrði einnig auglýst til umsóknar. Áðurnefndar svæðisskrifstofur séu gríðarleg breyting samkvæmt talpunktunum og ákveðin óvissa ríkir á meðan breytingarferlið er í gangi. Guðmundur tilkynnti í september að hann hygðist setja á laggirnar fjórar til sex skrifstofur víðs vegar um landið sem ættu að koma til móts við starfsfólk framhaldsskóla með aukinni þjónustu, styttri boðleiðum og minni skriffinnsku.
Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mál skólameistara Borgarholtsskóla Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira