Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Lovísa Arnardóttir skrifar 17. desember 2025 18:03 Strengirnir eru alls 36 kílómetrar á lengd. Landsnet Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 voru teknir í rekstur í dag. Í tilkynningu frá Landsneti segir að það sé sögulegt skref og að með tilkomu strengjanna aukist afhendingaröryggi raforku til Vestmannaeyja. Nú sjái þrír öflugir sæstrengir Vestmannaeyjum fyrir rafmagni. „Ég vil óska íbúum og fyrirtækjum í Vestmannaeyjum til hamingju með þennan mikilvæga áfanga. Nýju strengirnir tryggja Vestmannaeyjum aukið afhendingaröryggi og skapa sterkan grunn fyrir áframhaldandi uppbyggingu atvinnulífs og samfélags í Eyjum.“ segir Ragna Árnadóttir forstjóri Landsnets, í tilkynningu. Nýju strengirnir eru alls um 36 kílómetrar að lengd, 10 kílómetrar á landi og 26 kílómetrar í sjó og auka flutningsgetu til Eyja um allt að 120 MVA og tryggja Vestmannaeyjum örugga orkutengingu til framtíðar. Þar kemur einnig fram að lagning nýrra strengja til Eyja hafi lengi verið til umræðu en eftir bilun í Vestmannaeyjastreng 3 árið 2023 hafi verið ákveðið að flýta framkvæmdum. Eftir útboð var samið við Hengtong Submarine Cable um framleiðslu og lagningu strengjanna, en Seaworks, sem undirverktaki, sá um lagningu þeirra. Lagning strengjanna fór fram sumarið 2025 og gengu framkvæmdir vel, veðurskilyrði voru hagstæð og viljum við þakka öllum sem komu að verkefninu fyrir frábæra samvinnu. Verkefnið fól í sér að endurnýja og stækka tengivirkið Rimakot í Landeyjafjöru og settur var upp nýr búnaður í Vestmannaeyjum ásamt því að leggja tvo nýja strengi þar á milli. Samhliða Vestmannaeyjastrengjunum var nýr 132 kV jarðstrengur, Rimakotslína 2, tekinn í rekstur og styrkir hann flutningskerfi raforku á Suðurlandi og tengir Vestmannaeyjar enn frekar við meginflutningskerfið. Strengurinn var lagður á árunum 2024 og 2025 milli Hellu og tengivirkis Landsnets í Rimakoti í Landeyjarfjöru. Strengurinn er 36 km langur, lengsti jarðstrengurinn í kerfi Landsnets. Orkumál Vestmannaeyjar Sæstrengir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
„Ég vil óska íbúum og fyrirtækjum í Vestmannaeyjum til hamingju með þennan mikilvæga áfanga. Nýju strengirnir tryggja Vestmannaeyjum aukið afhendingaröryggi og skapa sterkan grunn fyrir áframhaldandi uppbyggingu atvinnulífs og samfélags í Eyjum.“ segir Ragna Árnadóttir forstjóri Landsnets, í tilkynningu. Nýju strengirnir eru alls um 36 kílómetrar að lengd, 10 kílómetrar á landi og 26 kílómetrar í sjó og auka flutningsgetu til Eyja um allt að 120 MVA og tryggja Vestmannaeyjum örugga orkutengingu til framtíðar. Þar kemur einnig fram að lagning nýrra strengja til Eyja hafi lengi verið til umræðu en eftir bilun í Vestmannaeyjastreng 3 árið 2023 hafi verið ákveðið að flýta framkvæmdum. Eftir útboð var samið við Hengtong Submarine Cable um framleiðslu og lagningu strengjanna, en Seaworks, sem undirverktaki, sá um lagningu þeirra. Lagning strengjanna fór fram sumarið 2025 og gengu framkvæmdir vel, veðurskilyrði voru hagstæð og viljum við þakka öllum sem komu að verkefninu fyrir frábæra samvinnu. Verkefnið fól í sér að endurnýja og stækka tengivirkið Rimakot í Landeyjafjöru og settur var upp nýr búnaður í Vestmannaeyjum ásamt því að leggja tvo nýja strengi þar á milli. Samhliða Vestmannaeyjastrengjunum var nýr 132 kV jarðstrengur, Rimakotslína 2, tekinn í rekstur og styrkir hann flutningskerfi raforku á Suðurlandi og tengir Vestmannaeyjar enn frekar við meginflutningskerfið. Strengurinn var lagður á árunum 2024 og 2025 milli Hellu og tengivirkis Landsnets í Rimakoti í Landeyjarfjöru. Strengurinn er 36 km langur, lengsti jarðstrengurinn í kerfi Landsnets.
Orkumál Vestmannaeyjar Sæstrengir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira