„Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. desember 2025 12:55 Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd segir algjöra stefnubreytingu hjá utanríkisráðherra að fara gegn vísindalegri ráðgjöf. Vísir Utanríkisráðherra segir ekki rétt að norskar fiskvinnslur hafi forskot á íslenskar á makrílafla sem veiddur er í norskri lögsögu. Íslenskar vinnslur geti vel boðið í aflann. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd segir grafalvarlegt að farið sé gegn vísindalegri ráðgjöf með nýju samkomulagi. Yfirvöld á Íslandi, Noregi, Bretlandi og Færeyjum undirrituðu í gær samkomulag um skiptingu og stjórn markílstofnsins. Strandríkjahlutdeild Íslands verður 12,5 prósent af heildaraflamarki og íslensk skip fá aðgang að lögsögu Noregs og Færeyja. Tveir þriðju þess makríls, sem veiddur er í norskri lögsögu, verða boðnir upp í gegnum norska síldarsölusamlagið. Íslenskum vinnslum frjálst að bjóða í fiskinn Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, lýsti í umræðum á þinginu í gær áhyggjum af þessu og kallaði norska síldarsamlagið einokunarsamlag. Þá sagði hann fiskinn ekki myndu koma til vinnslu á Íslandi. „Það eru greinilega vitlausar eða rangar upplýsingar á ferð og kannski eru menn bara að grípa það sem hentar pólitíkinni hverju sinni. Það sem er rétt er að hluti, tveir þriðju aflans sem veiddur er í Noregi er seldur á uppboði í Noregi, en það eru íslenskar vinnslur sem geta líka boðið í hann,“ segir Þorgerður Katrín. Íslenskar vinnslur geti boðið í fiskinn eins og aðrar vinnslur frá öðrum löndum. „Það er allt opið fyrir önnur fyrirtæki, þetta er ekki bara fyrir Noreg. Ég vil geta þess að þriðjung sem við veiðum getum við flutt heim úr norskri lögsögu.“ „Betra er seint en aldrei“ Utanríkismálanefnd kom saman í morgun til að ræða samninginn og mætti Þorgerður fyrir nefndina. Hún var í gær harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki haft utanríkismálanefnd með í ráðum áður en skrifað var undir samning um makrílveiðar. Ráðherrann hafnaði þessum ásökunum og sagði nefndina hafa verið vel upplýsta en viðræðurnar hafi verið viðkvæmar. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í nefndinni segir fundinn í morgun hafa verið ágætan. „Ég gagnrýndi það nú í þingsal í gær og hef verið að gagnrýna samráðsleysi utanríkisráðherra gagnvart utanríkismálanefnd. Samráðið er bundið í lög. Betra er seint en aldrei en það er auðvitað búið að skrifa undir þetta samkomulag,“ segir Diljá. Hún bendir á að trúnaður ríki í nefndinni og ráðherra hefði átt að upplýsa nefndina betur um stöðu mála. „Ekki bara hefði henni verið það hægt heldur ber henni skylda til þess samkvæmt lögum. Það er ekki valkvætt hvort og hvenær er haft samráð við utanríkismálanefnd. Auðvitað er það eðlilegt að það ríki trúnaður þegar standa yfir viðræður við önnur ríki en trúnaður hefur haldist vel í þessari nefnd, þannig að það er ekki hægt að bera það fyrir sig.“ Heildaraflinn mun meiri en er ráðlagt Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa einnig gagnrýnt samráðsleysi og meðal annars bent á að samkomulagið feli í sér að miða skuli við tæplega 300 þúsund tonna heildarafla og á þá eftir að bætast við afli þeirra þjóða sem standa utan samkomulagsins. Alþjóða hafrannsóknarráðið hefur ráðlagt rúmlega 174 þúsund tonna heildarafla og er því um að ræða veiðar upp á ríflega 120 prósent umfram ráðgjöfina. „Við erum með þessu að undirgangast samkomulag þar sem er farið gegn vísindalegri ráðgjöf. Það er grafalvarlegt og algjör stefnubreyting.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Þarna var bara verið að tikka í box“ Utanríkisráðherra hafnar því að utanríkismálanefnd hafi ekki verið með í ráðum áður en skrifað var undir samning um makrílveiðar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir hagsmunum Íslands fórnað í samningunum og ESB og Grænlendingar skildir eftir á köldum klaka. 16. desember 2025 22:37 Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Ísland skrifaði í morgun undir samkomulag við þrjú önnur ríki um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins. Lengi vel hafa önnur ríki ekki viðurkennd stöðu Íslands sem strandríki í makríl. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir samkomulagið halla á íslensk fyrirtæki. 16. desember 2025 13:27 Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að prinsippum sem Íslendingar hafi alla tíð staðið fyrir hafi verið fórnað með samningi um makrílveiðar, sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir í morgun. Þá spyr hann hvort þingsköpum hafi verið kippt úr sambandi við gerð samningsins, þar sem fjárlaganefnd hafi ekkert veður fengið af honum fyrr en í morgun. 16. desember 2025 11:29 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Yfirvöld á Íslandi, Noregi, Bretlandi og Færeyjum undirrituðu í gær samkomulag um skiptingu og stjórn markílstofnsins. Strandríkjahlutdeild Íslands verður 12,5 prósent af heildaraflamarki og íslensk skip fá aðgang að lögsögu Noregs og Færeyja. Tveir þriðju þess makríls, sem veiddur er í norskri lögsögu, verða boðnir upp í gegnum norska síldarsölusamlagið. Íslenskum vinnslum frjálst að bjóða í fiskinn Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, lýsti í umræðum á þinginu í gær áhyggjum af þessu og kallaði norska síldarsamlagið einokunarsamlag. Þá sagði hann fiskinn ekki myndu koma til vinnslu á Íslandi. „Það eru greinilega vitlausar eða rangar upplýsingar á ferð og kannski eru menn bara að grípa það sem hentar pólitíkinni hverju sinni. Það sem er rétt er að hluti, tveir þriðju aflans sem veiddur er í Noregi er seldur á uppboði í Noregi, en það eru íslenskar vinnslur sem geta líka boðið í hann,“ segir Þorgerður Katrín. Íslenskar vinnslur geti boðið í fiskinn eins og aðrar vinnslur frá öðrum löndum. „Það er allt opið fyrir önnur fyrirtæki, þetta er ekki bara fyrir Noreg. Ég vil geta þess að þriðjung sem við veiðum getum við flutt heim úr norskri lögsögu.“ „Betra er seint en aldrei“ Utanríkismálanefnd kom saman í morgun til að ræða samninginn og mætti Þorgerður fyrir nefndina. Hún var í gær harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki haft utanríkismálanefnd með í ráðum áður en skrifað var undir samning um makrílveiðar. Ráðherrann hafnaði þessum ásökunum og sagði nefndina hafa verið vel upplýsta en viðræðurnar hafi verið viðkvæmar. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins í nefndinni segir fundinn í morgun hafa verið ágætan. „Ég gagnrýndi það nú í þingsal í gær og hef verið að gagnrýna samráðsleysi utanríkisráðherra gagnvart utanríkismálanefnd. Samráðið er bundið í lög. Betra er seint en aldrei en það er auðvitað búið að skrifa undir þetta samkomulag,“ segir Diljá. Hún bendir á að trúnaður ríki í nefndinni og ráðherra hefði átt að upplýsa nefndina betur um stöðu mála. „Ekki bara hefði henni verið það hægt heldur ber henni skylda til þess samkvæmt lögum. Það er ekki valkvætt hvort og hvenær er haft samráð við utanríkismálanefnd. Auðvitað er það eðlilegt að það ríki trúnaður þegar standa yfir viðræður við önnur ríki en trúnaður hefur haldist vel í þessari nefnd, þannig að það er ekki hægt að bera það fyrir sig.“ Heildaraflinn mun meiri en er ráðlagt Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa einnig gagnrýnt samráðsleysi og meðal annars bent á að samkomulagið feli í sér að miða skuli við tæplega 300 þúsund tonna heildarafla og á þá eftir að bætast við afli þeirra þjóða sem standa utan samkomulagsins. Alþjóða hafrannsóknarráðið hefur ráðlagt rúmlega 174 þúsund tonna heildarafla og er því um að ræða veiðar upp á ríflega 120 prósent umfram ráðgjöfina. „Við erum með þessu að undirgangast samkomulag þar sem er farið gegn vísindalegri ráðgjöf. Það er grafalvarlegt og algjör stefnubreyting.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Þarna var bara verið að tikka í box“ Utanríkisráðherra hafnar því að utanríkismálanefnd hafi ekki verið með í ráðum áður en skrifað var undir samning um makrílveiðar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir hagsmunum Íslands fórnað í samningunum og ESB og Grænlendingar skildir eftir á köldum klaka. 16. desember 2025 22:37 Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Ísland skrifaði í morgun undir samkomulag við þrjú önnur ríki um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins. Lengi vel hafa önnur ríki ekki viðurkennd stöðu Íslands sem strandríki í makríl. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir samkomulagið halla á íslensk fyrirtæki. 16. desember 2025 13:27 Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að prinsippum sem Íslendingar hafi alla tíð staðið fyrir hafi verið fórnað með samningi um makrílveiðar, sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir í morgun. Þá spyr hann hvort þingsköpum hafi verið kippt úr sambandi við gerð samningsins, þar sem fjárlaganefnd hafi ekkert veður fengið af honum fyrr en í morgun. 16. desember 2025 11:29 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
„Þarna var bara verið að tikka í box“ Utanríkisráðherra hafnar því að utanríkismálanefnd hafi ekki verið með í ráðum áður en skrifað var undir samning um makrílveiðar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir hagsmunum Íslands fórnað í samningunum og ESB og Grænlendingar skildir eftir á köldum klaka. 16. desember 2025 22:37
Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Ísland skrifaði í morgun undir samkomulag við þrjú önnur ríki um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins. Lengi vel hafa önnur ríki ekki viðurkennd stöðu Íslands sem strandríki í makríl. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir samkomulagið halla á íslensk fyrirtæki. 16. desember 2025 13:27
Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að prinsippum sem Íslendingar hafi alla tíð staðið fyrir hafi verið fórnað með samningi um makrílveiðar, sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir í morgun. Þá spyr hann hvort þingsköpum hafi verið kippt úr sambandi við gerð samningsins, þar sem fjárlaganefnd hafi ekkert veður fengið af honum fyrr en í morgun. 16. desember 2025 11:29