Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar 17. desember 2025 09:33 Að færa Hamarsvirkjun í biðflokk úr verndarflokki er pólitísk ákvörðun sem gengur gegn öllu því sem rammaáætlun stendur fyrir: faglegu, óháðu og lýðræðislegu ferli um vernd og nýtingu náttúruauðlinda. Þegar virkjunarkostur sem var metinn með hæsta verndargildi allra kosta er tekinn úr verndarflokki án efnislegra raka, er ekki lengur verið að starfa á grundvelli sérfræðiþekkingar, heldur pólitískra sjónarmiða sem eiga ekki samleið með því samráðs- og fagferli sem rammaáætlun byggir á og þjóna hagsmunum örfárra í stað almennings í landinu. Vatnasvæði Hamarsvirkjunar á upptök sín á einu síðasta heila víðernissvæði Austurhálendis. Þar hafa sérfræðistofnanir ríkisins - Náttúrufræðistofnun, faghópar rammaáætlunar og fjölmargir fræðimenn - bent á mjög hátt verndargildi landslags, lífríkis, hreindýrabúsvæða og vatnafars. Þetta eru ekki tilfinningarök. Þetta eru staðreyndir. Það er líka staðreynd að engin skýr og trúverðug orkuþörf hefur verið lögð fram sem réttlætir röskun á svona dýrmætu svæði. Vandinn á Austurlandi er flutningskerfið - ekki raforkuframleiðsla. Hamarsvirkjun bætir engu við öryggi netsins; hún getur jafnvel aukið truflanir. Þrátt fyrir þetta er gripið til sömu tuggunnar um „orkuskort“ til að hygla sérhagsmunum, en auðvitað ætti í þessu samhengi að taka fram að hvergi er framleidd jafnmikil orka á hvern íbúa eins og á Austurlandi. Á sama tíma blasir við sú staðreynd að Arctic Hydro, einkafyrirtækið sem vill virkja, er með skuldir upp á 8,5 milljarða króna og tapaði 453 milljónum króna á síðasta ári, en árið þar á undan tapaði félagið 289 milljónum. Qair Iceland, sem er í eigu Qair International, erlends félags, fer með 91,3% hlut í Arctic Hydro. Það er umhugsunarefni þegar ráðherra virðist tilbúinn til að fórna ríkisjörðum, friðlýstum verðmætum og víðernum í þágu slíks einkafélags sem er einungis bundið hagsmunum sinnar eigin starfsemi, en ekki langtímahagsmunum samfélagsins.Í þessu sést greinilega að samtvinnun umhverfisráðuneytis og orkumálaráðuneytis nær engri átt. Júlíus Sólnes, fyrsti umhverfisráðherra Íslands og Steingrímur Hermannsson fyrrum forsætisráðherra, sammæltust um, á sínum tíma, þegar verið var að stofna umhverfisráðuneytið að sami maðurinn mætti aldrei vera iðnaðar- og orkumálaráðherra og umhverfisráðherra og gengu enn lengra og töldu best að þessir tveir ráðherrar væru ekki í sama stjórnmálaflokki, samkvæmt Júlíusi. Samtvinnun umhverfisráðuneytis og orkumála er eins og að setja refinn yfir hænsnakofann; hagsmunir verndar og nýtingar fara einfaldlega ekki saman. Í grundvallaratriðum snýst þetta um það hvort framtíð íslenskra víðerna eigi að ráðast af óháðri sérfræðiþekkingu og lýðræðislegu ferli eða af þrýstingi þeirra sem hafa stórkostlegan fjárhagslegan ávinning af framkvæmdum sem þessum og einungis eigin hagsmuna að gæta? Að færa Hamarsvirkjun í biðflokk eykur ekki orkuöryggi á Austurlandi eða varfærni í orkuframleiðslu. Það er ekki ábyrg ákvarðanataka. Það er afsal á þjóðareign sem faglegt ferli ætti að vernda, en verndargildi víðerna er látið víkja fyrir hagsmunum einkaaðila. Nú þarf kjark til að bregðast við þessari vendingu orkumálaráðherra.Kjark til að draga skýr mörk.Kjark til að verja víðerni sem verða ekki endurheimt.Nú þarf kjark til að segja nei.Nei við skammtímagróða.Nei við pólitískri handstýringu á rammaáætlun. Og já - já við náttúrunni, lýðræðinu og sameiginlegum framtíðarhagsmunum. Ég hvet alla sem áhuga hafa á vernd íslenskrar náttúru að skrá sig í NAUST - Náttúruverndarsamtök Austurlands og/eða Landvernd og leggja baráttunni lið. Refinn burt úr hænsnakofanum! Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Múlaþingi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Múlaþing Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Að færa Hamarsvirkjun í biðflokk úr verndarflokki er pólitísk ákvörðun sem gengur gegn öllu því sem rammaáætlun stendur fyrir: faglegu, óháðu og lýðræðislegu ferli um vernd og nýtingu náttúruauðlinda. Þegar virkjunarkostur sem var metinn með hæsta verndargildi allra kosta er tekinn úr verndarflokki án efnislegra raka, er ekki lengur verið að starfa á grundvelli sérfræðiþekkingar, heldur pólitískra sjónarmiða sem eiga ekki samleið með því samráðs- og fagferli sem rammaáætlun byggir á og þjóna hagsmunum örfárra í stað almennings í landinu. Vatnasvæði Hamarsvirkjunar á upptök sín á einu síðasta heila víðernissvæði Austurhálendis. Þar hafa sérfræðistofnanir ríkisins - Náttúrufræðistofnun, faghópar rammaáætlunar og fjölmargir fræðimenn - bent á mjög hátt verndargildi landslags, lífríkis, hreindýrabúsvæða og vatnafars. Þetta eru ekki tilfinningarök. Þetta eru staðreyndir. Það er líka staðreynd að engin skýr og trúverðug orkuþörf hefur verið lögð fram sem réttlætir röskun á svona dýrmætu svæði. Vandinn á Austurlandi er flutningskerfið - ekki raforkuframleiðsla. Hamarsvirkjun bætir engu við öryggi netsins; hún getur jafnvel aukið truflanir. Þrátt fyrir þetta er gripið til sömu tuggunnar um „orkuskort“ til að hygla sérhagsmunum, en auðvitað ætti í þessu samhengi að taka fram að hvergi er framleidd jafnmikil orka á hvern íbúa eins og á Austurlandi. Á sama tíma blasir við sú staðreynd að Arctic Hydro, einkafyrirtækið sem vill virkja, er með skuldir upp á 8,5 milljarða króna og tapaði 453 milljónum króna á síðasta ári, en árið þar á undan tapaði félagið 289 milljónum. Qair Iceland, sem er í eigu Qair International, erlends félags, fer með 91,3% hlut í Arctic Hydro. Það er umhugsunarefni þegar ráðherra virðist tilbúinn til að fórna ríkisjörðum, friðlýstum verðmætum og víðernum í þágu slíks einkafélags sem er einungis bundið hagsmunum sinnar eigin starfsemi, en ekki langtímahagsmunum samfélagsins.Í þessu sést greinilega að samtvinnun umhverfisráðuneytis og orkumálaráðuneytis nær engri átt. Júlíus Sólnes, fyrsti umhverfisráðherra Íslands og Steingrímur Hermannsson fyrrum forsætisráðherra, sammæltust um, á sínum tíma, þegar verið var að stofna umhverfisráðuneytið að sami maðurinn mætti aldrei vera iðnaðar- og orkumálaráðherra og umhverfisráðherra og gengu enn lengra og töldu best að þessir tveir ráðherrar væru ekki í sama stjórnmálaflokki, samkvæmt Júlíusi. Samtvinnun umhverfisráðuneytis og orkumála er eins og að setja refinn yfir hænsnakofann; hagsmunir verndar og nýtingar fara einfaldlega ekki saman. Í grundvallaratriðum snýst þetta um það hvort framtíð íslenskra víðerna eigi að ráðast af óháðri sérfræðiþekkingu og lýðræðislegu ferli eða af þrýstingi þeirra sem hafa stórkostlegan fjárhagslegan ávinning af framkvæmdum sem þessum og einungis eigin hagsmuna að gæta? Að færa Hamarsvirkjun í biðflokk eykur ekki orkuöryggi á Austurlandi eða varfærni í orkuframleiðslu. Það er ekki ábyrg ákvarðanataka. Það er afsal á þjóðareign sem faglegt ferli ætti að vernda, en verndargildi víðerna er látið víkja fyrir hagsmunum einkaaðila. Nú þarf kjark til að bregðast við þessari vendingu orkumálaráðherra.Kjark til að draga skýr mörk.Kjark til að verja víðerni sem verða ekki endurheimt.Nú þarf kjark til að segja nei.Nei við skammtímagróða.Nei við pólitískri handstýringu á rammaáætlun. Og já - já við náttúrunni, lýðræðinu og sameiginlegum framtíðarhagsmunum. Ég hvet alla sem áhuga hafa á vernd íslenskrar náttúru að skrá sig í NAUST - Náttúruverndarsamtök Austurlands og/eða Landvernd og leggja baráttunni lið. Refinn burt úr hænsnakofanum! Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Múlaþingi
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun