„Fannst við bara lélegir í kvöld“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. desember 2025 21:38 Freyr Aronsson skoraði fjögur mörk fyrir Hauka í kvöld. Vísir/Vilhelm „Þetta er mjög svekkjandi og mér fannst við bara lélegir í þessum leik,“ sagði Freyr Aronsson, leikmaður Hauka, eftir tveggja marka tap liðsins gegn Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Haukar, sem voru á toppnum fyrir leik kvöldsins, tóku á móti Íslandsmeisturum Fram, í leik sem bauð upp á mikla dramatík. Það voru að lokum Framarar sem höfðu betur, 25-27. „Við áttum kafla sem voru fínir, en svo áttum við líka kafla þar sem við vorum mjög langt niðri. Þetta er bara mjög svekkjandi og bara leiðinlegt.“ Leikurinn var í járnum fram á síðustu sekúndur leiksins, þrátt fyrir að Freyr og félagar í Haukum hafi átt afar slakan kafla síðustu fimm til tíu mínútur leiksins. Hann segir að Haukarnir hafi verið sjálfum sér verstir. „Já, klárlega. Við gerum mikið af mistökum. Þetta var kaflaskiptur leikur og við hittum kannski ekki alveg á kaflann okkar á réttum tíma. Við eigum bara að gera betur.“ Þá varð mikil ramatík undir lokin þegar Haukar freistuðu þess að stela boltanum til að jafna metin á lokasekúndunum. Það endaði þó með því að brotið var á Dánjali Ragnarssyni á miðjum velli og dómarar leiksins dæmdu víti og rautt spjald á Össur Haraldsson, sem fór eðlilega ekki vel í heimamenn. „Ég sá hvorugt atvikið,“ sagði Freyr, en í síðustu sókn Hauka í leiknum var einnig dæmdur ruðningur á Adam Hauk Baumruk. „Ég var að hlaupa út af og veit ekki hvað gerðist hjá Adami og síðan sá ég ekki hitt heldur. Ég veit ekki hvað hann var að dæma á. Ég verð bara að skoða þetta betur, en það er ekki hægt að gera neitt í þessu núna,“ sagði heldur yfirvegaður Freyr. Hann segir þó einnig að Haukarnir ætli sér að snúa genginu við fyrir jóla- og EM-pásuna löngu. „Við munum nýta hana mjög vel, en við eigum auðvitað bikarleik á móti HK eftir. Við ætlum bara á fullu gasi inn í hann og svara fyrir þennan leik,“ sagði Freyr að lokum. Olís-deild karla Fram Haukar Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Sjá meira
Haukar, sem voru á toppnum fyrir leik kvöldsins, tóku á móti Íslandsmeisturum Fram, í leik sem bauð upp á mikla dramatík. Það voru að lokum Framarar sem höfðu betur, 25-27. „Við áttum kafla sem voru fínir, en svo áttum við líka kafla þar sem við vorum mjög langt niðri. Þetta er bara mjög svekkjandi og bara leiðinlegt.“ Leikurinn var í járnum fram á síðustu sekúndur leiksins, þrátt fyrir að Freyr og félagar í Haukum hafi átt afar slakan kafla síðustu fimm til tíu mínútur leiksins. Hann segir að Haukarnir hafi verið sjálfum sér verstir. „Já, klárlega. Við gerum mikið af mistökum. Þetta var kaflaskiptur leikur og við hittum kannski ekki alveg á kaflann okkar á réttum tíma. Við eigum bara að gera betur.“ Þá varð mikil ramatík undir lokin þegar Haukar freistuðu þess að stela boltanum til að jafna metin á lokasekúndunum. Það endaði þó með því að brotið var á Dánjali Ragnarssyni á miðjum velli og dómarar leiksins dæmdu víti og rautt spjald á Össur Haraldsson, sem fór eðlilega ekki vel í heimamenn. „Ég sá hvorugt atvikið,“ sagði Freyr, en í síðustu sókn Hauka í leiknum var einnig dæmdur ruðningur á Adam Hauk Baumruk. „Ég var að hlaupa út af og veit ekki hvað gerðist hjá Adami og síðan sá ég ekki hitt heldur. Ég veit ekki hvað hann var að dæma á. Ég verð bara að skoða þetta betur, en það er ekki hægt að gera neitt í þessu núna,“ sagði heldur yfirvegaður Freyr. Hann segir þó einnig að Haukarnir ætli sér að snúa genginu við fyrir jóla- og EM-pásuna löngu. „Við munum nýta hana mjög vel, en við eigum auðvitað bikarleik á móti HK eftir. Við ætlum bara á fullu gasi inn í hann og svara fyrir þennan leik,“ sagði Freyr að lokum.
Olís-deild karla Fram Haukar Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Sjá meira