Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2025 17:26 Bergþór ásamt félögum sínum í Miðflokknum á flokksþinginu í október. Vísir/Lýður Valberg Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir enga safaríka sögu á bak við þá staðreynd að hann sé frá störfum á Alþingi á sama tíma og fréttist að sambýliskona hans sé hætt störfum fyrir flokkinn. Um tilviljun sé að ræða en Bergþór liggur flatur með brjósklos. Bergþór, sem er fyrrverandi Sjálfstæðismaður, hefur setið á þingi fyrir Miðflokkinn frá árinu 2017. Hann var þingflokksformaður flokksins þar til í september og greindi í framhaldi frá því að hann hygðist bjóða sig fram sem varaformaður flokksins á landsþingi. Svo fór að Bergþór dró framboð sitt til baka, Snorri Másson var kjörinn varaformaður og Bergþór því óbreyttur þingmaður flokksins í dag. Sigríður Á. Andersen er í dag formaður þingflokksins. Laufey Rún Ketilsdóttir, sambýliskona Bergþórs, sagðist í dag vera hætt störfum fyrir Miðflokkinn. Þar hefur hún starfað sem starfsmaður þingflokks í rúmt ár en var áður upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Laufey Rún er eins og Bergþór fyrrverandi Sjálfstæðismaður, starfaði fyrir þingflokkinn og síðar sem aðstoðarmaður Sigríðar Á. Andersen sem þá var dómsmálaráðherra flokksins. Bergþór lá láréttur þegar Vísir náði af honum tali. Hann glímir við svæsið brjósklos og gæti verið að fá inflúensuna í þokkabót. Hann hló að vangaveltum þess efnis að hann væri ósáttur með stöðu sína innan Miðflokksins. „Það er því miður ekki jafnskemmtilegt drama þarna og það hljómar,“ segir Bergþór. Það sé af og frá að hann íhugi að feta í fótspor Birgis Þórarinssonar sem flutti sig um set í fyrra úr Miðflokknum í Sjálfstæðisflokkinn en flokkarnir tveir eru báðir á hægri væng stjórnmálanna. Snorri varaformaður, Sigríður þingflokksformaður og Bergþór þingmaður á nýliðnu flokksþingi Miðflokksins.Vísir/Lýður Valberg „Það er enginn fótur fyrir því. Þetta er búin að vera rúllandi saga í átta ár.“ Hann segir tilviljun eina ráða því að starfslok Laufeyjar Rúnar beri upp á sama tíma og kalla þurfi inn varamann á þingið fyrir hann. Hans kraftar núna fari í að jafna sig af brjósklosinu og svo komi hann þeim mun brattari til leiks á nýju ári í baráttuna á þingi. Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira
Bergþór, sem er fyrrverandi Sjálfstæðismaður, hefur setið á þingi fyrir Miðflokkinn frá árinu 2017. Hann var þingflokksformaður flokksins þar til í september og greindi í framhaldi frá því að hann hygðist bjóða sig fram sem varaformaður flokksins á landsþingi. Svo fór að Bergþór dró framboð sitt til baka, Snorri Másson var kjörinn varaformaður og Bergþór því óbreyttur þingmaður flokksins í dag. Sigríður Á. Andersen er í dag formaður þingflokksins. Laufey Rún Ketilsdóttir, sambýliskona Bergþórs, sagðist í dag vera hætt störfum fyrir Miðflokkinn. Þar hefur hún starfað sem starfsmaður þingflokks í rúmt ár en var áður upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Laufey Rún er eins og Bergþór fyrrverandi Sjálfstæðismaður, starfaði fyrir þingflokkinn og síðar sem aðstoðarmaður Sigríðar Á. Andersen sem þá var dómsmálaráðherra flokksins. Bergþór lá láréttur þegar Vísir náði af honum tali. Hann glímir við svæsið brjósklos og gæti verið að fá inflúensuna í þokkabót. Hann hló að vangaveltum þess efnis að hann væri ósáttur með stöðu sína innan Miðflokksins. „Það er því miður ekki jafnskemmtilegt drama þarna og það hljómar,“ segir Bergþór. Það sé af og frá að hann íhugi að feta í fótspor Birgis Þórarinssonar sem flutti sig um set í fyrra úr Miðflokknum í Sjálfstæðisflokkinn en flokkarnir tveir eru báðir á hægri væng stjórnmálanna. Snorri varaformaður, Sigríður þingflokksformaður og Bergþór þingmaður á nýliðnu flokksþingi Miðflokksins.Vísir/Lýður Valberg „Það er enginn fótur fyrir því. Þetta er búin að vera rúllandi saga í átta ár.“ Hann segir tilviljun eina ráða því að starfslok Laufeyjar Rúnar beri upp á sama tíma og kalla þurfi inn varamann á þingið fyrir hann. Hans kraftar núna fari í að jafna sig af brjósklosinu og svo komi hann þeim mun brattari til leiks á nýju ári í baráttuna á þingi.
Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira