325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. desember 2025 07:49 Unnið er að því að snjallvæða gatnalýsingu í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær beiðni umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar um að heimila útboð í framkvæmdir vegna LED-ljósavæðingar og endurnýjunar gatnalýsingar fyrir næsta ár. Áætlaður kostnaður vegna framkvæmdanna er 325 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að framkvæmdin muni borga sig upp á nokkrum árum þar sem nýtt ljósakerfi verði ódýrara í rekstri. Um er að ræða næsta skref við heildarendurnýjun götuljósa sem hefur snjallvæðingu að leiðarljósi sem hófst fyrir nokkrum árum, en markmið borgarinnar er að útrýma öllum kvikasilfurlömpum á árinu 2026. Kortið hér að neðan sýnir þau svæði þar sem lömpum hefur þegar verið skipt út, og þau svæði sem áformað er að ráðast í næst. Framgangur við útskiptingu lampa götuljósa í Reykjavík.Reykjavíkurborg Áætlaður kostnaður nemur annars vegar 250 milljónum króna vegna LED-ljósavæðingar, og hins vegar 75 milljónum vegna endurnýjunar gatnalýsingar. „Framkvæmdin felur í sér að endurnýja 7210 lampa og stýrikerfi gatnalýsingar. Þeir staðir sem um ræðir eru í Grafarvogi, Þingholtum, Árbæ, Hlíðum, Laugardal, Kjalarnesi og gangbrautarlampar,“ segir í bréfi umhverfis- og skipulagsráðs um málið. Nýverið greindi Vísir frá kvörtunum íbúa vegna myrkurs í hverfi sínu, en samkvæmt upplýsingum frá borginni skýrðist myrkrið einkum af töfum við framkvæmdir LED-væðingarinnar. Í bókun borgarfulltrúa meirihlutans segir að LED-væðingin sé bæði jákvætt og þýðingarmikið skref til að bæta lýsingu í Reykjavík. „Það skiptir máli upp á að draga úr orkunotkun sem er umhverfislega mikilvægt skref og það skiptir máli upp á að að gera rekstur borgarinnar hagkvæmari, en einnig til að bæta lýsingu í borginni. Sú LED-væðing sem hér er til umræðu er áætluð 250 m.kr. og endurnýjun gatnalýsingar er áætluð 75 m.kr. á árinu 2026. Þessi fjárfesting er talin muni borga sig upp á 4-5 árum vegna lægri kostnaðar við rekstur,” segir í bókun borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, VG, Sósíalista og Flokks fólksins. Reykjavík Stjórnsýsla Umferðaröryggi Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Fleiri fréttir Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ Sjá meira
Um er að ræða næsta skref við heildarendurnýjun götuljósa sem hefur snjallvæðingu að leiðarljósi sem hófst fyrir nokkrum árum, en markmið borgarinnar er að útrýma öllum kvikasilfurlömpum á árinu 2026. Kortið hér að neðan sýnir þau svæði þar sem lömpum hefur þegar verið skipt út, og þau svæði sem áformað er að ráðast í næst. Framgangur við útskiptingu lampa götuljósa í Reykjavík.Reykjavíkurborg Áætlaður kostnaður nemur annars vegar 250 milljónum króna vegna LED-ljósavæðingar, og hins vegar 75 milljónum vegna endurnýjunar gatnalýsingar. „Framkvæmdin felur í sér að endurnýja 7210 lampa og stýrikerfi gatnalýsingar. Þeir staðir sem um ræðir eru í Grafarvogi, Þingholtum, Árbæ, Hlíðum, Laugardal, Kjalarnesi og gangbrautarlampar,“ segir í bréfi umhverfis- og skipulagsráðs um málið. Nýverið greindi Vísir frá kvörtunum íbúa vegna myrkurs í hverfi sínu, en samkvæmt upplýsingum frá borginni skýrðist myrkrið einkum af töfum við framkvæmdir LED-væðingarinnar. Í bókun borgarfulltrúa meirihlutans segir að LED-væðingin sé bæði jákvætt og þýðingarmikið skref til að bæta lýsingu í Reykjavík. „Það skiptir máli upp á að draga úr orkunotkun sem er umhverfislega mikilvægt skref og það skiptir máli upp á að að gera rekstur borgarinnar hagkvæmari, en einnig til að bæta lýsingu í borginni. Sú LED-væðing sem hér er til umræðu er áætluð 250 m.kr. og endurnýjun gatnalýsingar er áætluð 75 m.kr. á árinu 2026. Þessi fjárfesting er talin muni borga sig upp á 4-5 árum vegna lægri kostnaðar við rekstur,” segir í bókun borgarfulltrúa Samfylkingar, Pírata, VG, Sósíalista og Flokks fólksins.
Reykjavík Stjórnsýsla Umferðaröryggi Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Fleiri fréttir Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ Sjá meira