Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 11. desember 2025 11:18 Til stendur að opna leikskólann í mars á næsta ári. Vísir/Anton Brink Kostnaðurinn við kaup og uppbyggingu á leikskólanum Brákarborg er kominn yfir þrjá milljarða. Mál leikskólans hefur spannað þrjá borgarstjóra og eru leikskólabörnin enn ekki snúin aftur í húsnæðið. Árið 2020 samþykkti borgarráð að festa kaup á Kleppsvegi 150-152, þar sem áður var kynlífstækjaverslunin Adam og Eva og arkitektarstofa. Í júlí sama ár var gert ráð fyrir að verkefnið myndi kosta alls 1,43 milljarða króna, þar með innifalin kaupin á húsnæðinu sem þurfi þó að rífa. Þann 18. nóvember 2025 var verðbættur kostnaður kominn í rúma 3,2 milljarða króna samkvæmt sundurliðun um heildarkostnað. Þar eru innifaldar tæpar tvö hundruð milljónir króna sem fóru í að færa leikskólabörnin í húsnæði í Ármúla á meðan farið var í viðgerðir á leikskólanum. Frestað fram í mars Kostnaðurinn við leikskólann sjálfan nam um 2,4 milljörðum króna, þar með talin undirbúningur, útboðsverk, umsjón og eftirlit, kaup á búnaði og kaup á húsnæði. Lagfæringar og endurbætur sem hefur þurft að ráðast í hafa síðan kostað, með verðbætum, rétt rúmar fimm hundruð milljónir. Gert er ráð fyrir að þeim verði lokið í mars 2026. Jarðsvæðið og bílastæði við leikskólann á Kleppsvegi kostuðu þá rúmar 129 milljónir króna. Þá kostaði tæpar tvö hundruð milljónir að gera skrifstofuhúsnæðið í Ármúla hæft fyrir starfsemina og að flytja hana yfir. Þar með talin er leiga á húsnæðinu, sem í október er komin upp í tæpar 120 milljónir króna. Mál sem spannar þrjá borgarstjóra Framkvæmdir við leikskólann hófust í október árið 2021. Ári síðar tóku leikskólabörn að mæta í leikskólann við Kleppsveg, en þá voru enn framkvæmdir í gangi. Starfsfólk hafði fengið eina kvöldstund til að flytja allt dót á milli húsnæða. Tveimur árum síðar fór að bera á sprungum í veggjum byggingarinnar og hurðakarmar voru orðnir skakkir þar sem reiknað álag frá ásteypulagi og torfi leikskólans var meira en tilgreint var á teikningum. Allir nemendurnir voru því fluttir í skrifstofuhúsnæði í Ármúla á meðan farið var í viðgerðir, sumarið 2024. Einar Þorsteinsson kallaði eftir að framkvæmdirnar yrðu teknar og loks í sumar var birt skýrsla Innri endurskoðunar þar sem kemur fram að mörgu hafi verið ábótavant við framkvæmdirnar. Þar kemur fram að framkvæmdir hófust áður en teikningar frá hönnuði og burðarvirkishönnun lágu fyrir frá byggingarfulltrúa. Ekki hafi verið framkvæmd sérstök skoðun á burðarvirki bygginganna þegar borgin keypti þær árið 2021. Fyrst stóð til að starfsemin yrði aftur færð í húsnæðið á Kleppsvegi í lok september 2025. Því var hins vegar frestað fyrst til október og svo aftur fram í mars árið 2026. Mistök við byggingu Brákarborgar Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Árið 2020 samþykkti borgarráð að festa kaup á Kleppsvegi 150-152, þar sem áður var kynlífstækjaverslunin Adam og Eva og arkitektarstofa. Í júlí sama ár var gert ráð fyrir að verkefnið myndi kosta alls 1,43 milljarða króna, þar með innifalin kaupin á húsnæðinu sem þurfi þó að rífa. Þann 18. nóvember 2025 var verðbættur kostnaður kominn í rúma 3,2 milljarða króna samkvæmt sundurliðun um heildarkostnað. Þar eru innifaldar tæpar tvö hundruð milljónir króna sem fóru í að færa leikskólabörnin í húsnæði í Ármúla á meðan farið var í viðgerðir á leikskólanum. Frestað fram í mars Kostnaðurinn við leikskólann sjálfan nam um 2,4 milljörðum króna, þar með talin undirbúningur, útboðsverk, umsjón og eftirlit, kaup á búnaði og kaup á húsnæði. Lagfæringar og endurbætur sem hefur þurft að ráðast í hafa síðan kostað, með verðbætum, rétt rúmar fimm hundruð milljónir. Gert er ráð fyrir að þeim verði lokið í mars 2026. Jarðsvæðið og bílastæði við leikskólann á Kleppsvegi kostuðu þá rúmar 129 milljónir króna. Þá kostaði tæpar tvö hundruð milljónir að gera skrifstofuhúsnæðið í Ármúla hæft fyrir starfsemina og að flytja hana yfir. Þar með talin er leiga á húsnæðinu, sem í október er komin upp í tæpar 120 milljónir króna. Mál sem spannar þrjá borgarstjóra Framkvæmdir við leikskólann hófust í október árið 2021. Ári síðar tóku leikskólabörn að mæta í leikskólann við Kleppsveg, en þá voru enn framkvæmdir í gangi. Starfsfólk hafði fengið eina kvöldstund til að flytja allt dót á milli húsnæða. Tveimur árum síðar fór að bera á sprungum í veggjum byggingarinnar og hurðakarmar voru orðnir skakkir þar sem reiknað álag frá ásteypulagi og torfi leikskólans var meira en tilgreint var á teikningum. Allir nemendurnir voru því fluttir í skrifstofuhúsnæði í Ármúla á meðan farið var í viðgerðir, sumarið 2024. Einar Þorsteinsson kallaði eftir að framkvæmdirnar yrðu teknar og loks í sumar var birt skýrsla Innri endurskoðunar þar sem kemur fram að mörgu hafi verið ábótavant við framkvæmdirnar. Þar kemur fram að framkvæmdir hófust áður en teikningar frá hönnuði og burðarvirkishönnun lágu fyrir frá byggingarfulltrúa. Ekki hafi verið framkvæmd sérstök skoðun á burðarvirki bygginganna þegar borgin keypti þær árið 2021. Fyrst stóð til að starfsemin yrði aftur færð í húsnæðið á Kleppsvegi í lok september 2025. Því var hins vegar frestað fyrst til október og svo aftur fram í mars árið 2026.
Mistök við byggingu Brákarborgar Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira