Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar 10. desember 2025 15:32 Nú er desember gengin í garð og jólin nálgast óðfluga. Yfirleitt er margt um að vera á þessum tíma árs, uppbrotsdagar, jólaboð, tónleikar og aðrir fjölbreyttir viðburðir sem gera mánuðinn bæði hátíðlegan og skemmtilegan, en líka oft ansi annasaman.Þrátt fyrir að desember sé oft fullur af hlýju og gleði fylgir honum líka aukið álag og áreiti, bæði fyrir börn og fullorðna. Við getum ekki stýrt öllu því sem mætir okkur í dagsins amstri, en við getum þó haft áhrif á hluta af því. Samfélagsmiðlar eru gott dæmi um áreiti sem getur tekið óþarflega mikið pláss í okkar lífi. Þeir geta meðal annars ýtt undir samanburð, óraunhæfar væntingar og tilfinningu um að við séum ekki að standa okkur nægilega vel. Þess vegna þurfum við fullorðna fólkið, að kunna að setja mörk á þetta áreiti, bæði fyrir okkur sjálf og ekki síst fyrir börnin okkar. Við viljum ekki að samanburður, óraunhæfar væntingar og mikið áreiti skyggi á hátíðirnar.Er hægt að draga úr áreitinu? Eitt áhrifaríkt skref til þess að draga úr áreitinu er að draga úr skjánotkun. Snjalltækin fylgja flestum okkar hvert sem við förum og eru orðin verulega stór hluti að daglegu áreiti, jafnvel án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Væri það ekki heillandi hugmynd af draga úr desember áreitinu með því að minnka snjalltækjaáreiti?Við hjá Heimili og skóla- Landsamtökum foreldra hittum reglulega bæði nemendur og foreldra í fræðslum. Við erum til dæmis með fræðslur sem snúa að stafrænu öryggi og uppeldi. Þar spjöllum við um skjánotkun við börnin og skoðum með þeim hvaða áhrif hún hefur á líðan, samskipti og daglegt líf. Reglulega kemur upp umræðan um fyrirmyndir og börnin tala mikið um að foreldrar þeirra séu ekkert sérstaklega góðar fyrirmyndir í skjávenjum.Þetta ræðum við einnig við foreldrana og hvetjum til þess að vera góðar fyrirmyndir í þessum efnum, því börnin læra það sem fyrir þeim er haft.Endurmetum skjávenjur Desember, með allir sinni dagskrá og gleði er í raun kjörinn mánuður til þess að endurmeta skjávenjur heimilisins. Það getur verið mjög gagnlegt að setjast niður saman sem fjölskylda og móta sameiginlegar skjáreglur heimilisins. Þá fá allir heimilismeðlimir að leggja sitt að mörkum, reglurnar verða skýrari og sanngjarnari og því líklegra að þeim verði fylgt. Einnig skiptir miklu máli að ræða saman um afhverju reglurnar séu mikilvægar og hvernig of mikil skjánotkun getur haft áhrif á líðan, svefn, einbeitingu og ekki síst áhrif á samveru. Erum við raunverulega til staðar í samveru eða erum við bara í skjáunum okkar?Þegar sameiginlegur skilningur næst verður auðveldara og jafnvel skemmtilegra að breytum þeim sjávenjum sem fyrir eru. Verum raunverulega til staðar um jólin og höldum því svo áfram Jólin eru tími friðar og samveru. Þau bjóða upp á dýrmæt tækifæri til að hægja á, njóta líðandi stundar og vera í raunverulegri samveru með þeim sem okkur þykir vænt um. Með því að leggja frá okkur snjalltækin þá minnkum við ekki bara áreitið heldur gefum við okkur sjálfum og börnunum okkar betra tækifæri á að tengjast hvort öðru, slaka á og njóta. Leggjum frá okkur snjalltækin og verum til staðar! Fyrir okkur sjálf og fyrir börnin okkar. Höfundur er sérfræðingur í foreldrasamstarfi og forvörnum hjá Heimili og Skóla - Landsamtökum foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Nú er desember gengin í garð og jólin nálgast óðfluga. Yfirleitt er margt um að vera á þessum tíma árs, uppbrotsdagar, jólaboð, tónleikar og aðrir fjölbreyttir viðburðir sem gera mánuðinn bæði hátíðlegan og skemmtilegan, en líka oft ansi annasaman.Þrátt fyrir að desember sé oft fullur af hlýju og gleði fylgir honum líka aukið álag og áreiti, bæði fyrir börn og fullorðna. Við getum ekki stýrt öllu því sem mætir okkur í dagsins amstri, en við getum þó haft áhrif á hluta af því. Samfélagsmiðlar eru gott dæmi um áreiti sem getur tekið óþarflega mikið pláss í okkar lífi. Þeir geta meðal annars ýtt undir samanburð, óraunhæfar væntingar og tilfinningu um að við séum ekki að standa okkur nægilega vel. Þess vegna þurfum við fullorðna fólkið, að kunna að setja mörk á þetta áreiti, bæði fyrir okkur sjálf og ekki síst fyrir börnin okkar. Við viljum ekki að samanburður, óraunhæfar væntingar og mikið áreiti skyggi á hátíðirnar.Er hægt að draga úr áreitinu? Eitt áhrifaríkt skref til þess að draga úr áreitinu er að draga úr skjánotkun. Snjalltækin fylgja flestum okkar hvert sem við förum og eru orðin verulega stór hluti að daglegu áreiti, jafnvel án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Væri það ekki heillandi hugmynd af draga úr desember áreitinu með því að minnka snjalltækjaáreiti?Við hjá Heimili og skóla- Landsamtökum foreldra hittum reglulega bæði nemendur og foreldra í fræðslum. Við erum til dæmis með fræðslur sem snúa að stafrænu öryggi og uppeldi. Þar spjöllum við um skjánotkun við börnin og skoðum með þeim hvaða áhrif hún hefur á líðan, samskipti og daglegt líf. Reglulega kemur upp umræðan um fyrirmyndir og börnin tala mikið um að foreldrar þeirra séu ekkert sérstaklega góðar fyrirmyndir í skjávenjum.Þetta ræðum við einnig við foreldrana og hvetjum til þess að vera góðar fyrirmyndir í þessum efnum, því börnin læra það sem fyrir þeim er haft.Endurmetum skjávenjur Desember, með allir sinni dagskrá og gleði er í raun kjörinn mánuður til þess að endurmeta skjávenjur heimilisins. Það getur verið mjög gagnlegt að setjast niður saman sem fjölskylda og móta sameiginlegar skjáreglur heimilisins. Þá fá allir heimilismeðlimir að leggja sitt að mörkum, reglurnar verða skýrari og sanngjarnari og því líklegra að þeim verði fylgt. Einnig skiptir miklu máli að ræða saman um afhverju reglurnar séu mikilvægar og hvernig of mikil skjánotkun getur haft áhrif á líðan, svefn, einbeitingu og ekki síst áhrif á samveru. Erum við raunverulega til staðar í samveru eða erum við bara í skjáunum okkar?Þegar sameiginlegur skilningur næst verður auðveldara og jafnvel skemmtilegra að breytum þeim sjávenjum sem fyrir eru. Verum raunverulega til staðar um jólin og höldum því svo áfram Jólin eru tími friðar og samveru. Þau bjóða upp á dýrmæt tækifæri til að hægja á, njóta líðandi stundar og vera í raunverulegri samveru með þeim sem okkur þykir vænt um. Með því að leggja frá okkur snjalltækin þá minnkum við ekki bara áreitið heldur gefum við okkur sjálfum og börnunum okkar betra tækifæri á að tengjast hvort öðru, slaka á og njóta. Leggjum frá okkur snjalltækin og verum til staðar! Fyrir okkur sjálf og fyrir börnin okkar. Höfundur er sérfræðingur í foreldrasamstarfi og forvörnum hjá Heimili og Skóla - Landsamtökum foreldra.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun