Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar 10. desember 2025 13:45 Landspítali tilkynnti nýverið að ný tungumálastefna hefði verið samþykkt sem kveður á um að íslenska sé aðaltungumál spítalans. Starfsfólk skal að jafnaði tala íslensku í starfseminni en ensku ef íslenskukunnátta er ekki til staðar. Íslenskukennsla verður efld og markvisst stutt við starfsfólk af erlendum uppruna að ná tökum á íslensku. Markmiðið með tungumálastefnunni er einfalt: að tryggja öryggi sjúklinga. Með stefnunni vill Landspítali tryggja að starfsfólk skilji mikilvægar upplýsingar og að það geti átt góð samskipti við sjúklinga, aðstandendur og samstarfsfólk. Stefnan hefur hlotið jákvæð viðbrögð, bæði innan spítalans og utan. Það er ekki síst erlent starfsfólk sem fagnar því að nú liggi skýrt fyrir hverjar kröfur og væntingar spítalans eru í þeirra garð. Aðfinnslur í garð starfsfólks sem talar ekki góða íslensku eru ólíðandi Eftir að fjallað var um tungumálastefnuna í fjölmiðlum hefur því miður borið á því að sjúklingar á Landspítala eða aðstandendur þeirra hafi verið með aðfinnslur í garð starfsfólks spítalans sem talar ekki góða íslensku, og mætt þessu starfsfólki með neikvæðu viðmóti. Það er óviðunandi og í andstöðu við markmið tungumálastefnunnar, sem er að tryggja góð samskipti starfsfólks og þeirra sem sækja þjónustu á spítalann. Um 10% starfsfólks Landspítala eru með erlent ríkisfang. Þetta fólk starfar þvert á deildir og er mikilvægur hlekkur í starfsemi spítalans. Það leggur sig fram um að veita góða þjónustu, ekki síður en þau sem hafa íslensku að móðurmáli, og á ekki skilið að verða fyrir ónotum af hálfu notenda þjónustunnar. Ekki aðeins er það vanvirðing heldur er það til þess fallið að valda vanlíðan og letja fólk til að læra málið. Staðreyndin er sú að margt erlent starfsfólk hefur þegar náð góðri færni í íslensku og aðrir eru að læra. Að ná tökum á nýju tungumáli tekur þó tíma, sérstaklega meðfram fullri vinnu og aðlögun að starfi í nýju landi. Við erum raunsæ og vitum að það mun taka nokkur ár áður en íslenskuhæfnin er komin þangað sem við viljum hafa hana. Þangað til er mikilvægt að fólki sé sýndur skilningur og þolinmæði á meðan tekist er á við ólík föll, kyn, hætti og myndir íslenskunnar. Aukin hæfni erlends starfsfólks í íslensku er, og á að vera, samvinnuverkefni okkar allra. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Íslensk tunga Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Landspítali tilkynnti nýverið að ný tungumálastefna hefði verið samþykkt sem kveður á um að íslenska sé aðaltungumál spítalans. Starfsfólk skal að jafnaði tala íslensku í starfseminni en ensku ef íslenskukunnátta er ekki til staðar. Íslenskukennsla verður efld og markvisst stutt við starfsfólk af erlendum uppruna að ná tökum á íslensku. Markmiðið með tungumálastefnunni er einfalt: að tryggja öryggi sjúklinga. Með stefnunni vill Landspítali tryggja að starfsfólk skilji mikilvægar upplýsingar og að það geti átt góð samskipti við sjúklinga, aðstandendur og samstarfsfólk. Stefnan hefur hlotið jákvæð viðbrögð, bæði innan spítalans og utan. Það er ekki síst erlent starfsfólk sem fagnar því að nú liggi skýrt fyrir hverjar kröfur og væntingar spítalans eru í þeirra garð. Aðfinnslur í garð starfsfólks sem talar ekki góða íslensku eru ólíðandi Eftir að fjallað var um tungumálastefnuna í fjölmiðlum hefur því miður borið á því að sjúklingar á Landspítala eða aðstandendur þeirra hafi verið með aðfinnslur í garð starfsfólks spítalans sem talar ekki góða íslensku, og mætt þessu starfsfólki með neikvæðu viðmóti. Það er óviðunandi og í andstöðu við markmið tungumálastefnunnar, sem er að tryggja góð samskipti starfsfólks og þeirra sem sækja þjónustu á spítalann. Um 10% starfsfólks Landspítala eru með erlent ríkisfang. Þetta fólk starfar þvert á deildir og er mikilvægur hlekkur í starfsemi spítalans. Það leggur sig fram um að veita góða þjónustu, ekki síður en þau sem hafa íslensku að móðurmáli, og á ekki skilið að verða fyrir ónotum af hálfu notenda þjónustunnar. Ekki aðeins er það vanvirðing heldur er það til þess fallið að valda vanlíðan og letja fólk til að læra málið. Staðreyndin er sú að margt erlent starfsfólk hefur þegar náð góðri færni í íslensku og aðrir eru að læra. Að ná tökum á nýju tungumáli tekur þó tíma, sérstaklega meðfram fullri vinnu og aðlögun að starfi í nýju landi. Við erum raunsæ og vitum að það mun taka nokkur ár áður en íslenskuhæfnin er komin þangað sem við viljum hafa hana. Þangað til er mikilvægt að fólki sé sýndur skilningur og þolinmæði á meðan tekist er á við ólík föll, kyn, hætti og myndir íslenskunnar. Aukin hæfni erlends starfsfólks í íslensku er, og á að vera, samvinnuverkefni okkar allra. Höfundur er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun