Telur rétt að sniðganga Eurovision Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. desember 2025 12:48 Logi Már Einarsson menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Menningarmálaráðherra telur rétt að sniðganga Euróvisjón í ljósi þess að ákveðið hafi verið að leyfa Ísraelum að taka þátt. Það sé hins vegar ekki ráðherra að ákveða hvaða leið verði farin heldur stjórnar Ríkisútvarpsins. Fulltrúar evrópskra sjónvarpsstöðva samþykktu í síðustu viku að leyfa Ísrelum að taka þátt í Eurovision í Vín í Austurríki á næsta ári. Nokkur lönd tilkynntu þá þegar að þau myndu draga sig úr keppninni. Þeirra á meðal voru Hollendingar, Spánverjar, Írar og Slóvenar. Stjórn Ríkisútvarpsins hefur fengið áskoranir víða að um að falla frá þátttöku. Stjórnin hafði áður beint þeim tilmælum til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva að Ísrael yrði vísað úr keppninni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu finnst minnihluta stjórnarmanna RÚV að ákvörðun um þátttöku í keppninni eigi að vera í höndum ráðherra, frekar en í höndum stjórnar, þar sem um pólitíska ákvörðun sé að ræða. Persónuleg skoðun Logi Már Einarsson menningarmálaráðherra segir að það sé ekki á hans könnu að taka ákvörðun í málinu heldur stjórnarinnar en hann hafi hins vegar persónulega skoðun. „Nú er það ekki ráðherra að hlutast til um dagskrárgerð. Við værum komin á hættulegar brautir ef ráðherra gæti með geðþóttaákvörðunum tekið ákvarðanir um einstaka dagskrárliði hjá fjölmiðlunum. Persónulega þá segir magatilfinningin mér hins vegar að við ættum að láta eiga sig að taka þátt. En sem ráðherra mun ég auðvitað ekki stíga inn í þetta mál enda á ég ekki að gera það,“ segir Logi. Stjórn ríkisútvarpsins mun taka ákvörðun í málinu á fundi sínum sem hefst klukkan þrjú á morgun en frestur til að draga þátttöku til baka úr keppninni rennur út á morgun. Lóaboratoríum boða til samstöðufundar við RÚV á morgun klukkan hálf þrjú þar sem stjórn stofnunarinnar er hvött til að sniðganga Eurovision. Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira
Fulltrúar evrópskra sjónvarpsstöðva samþykktu í síðustu viku að leyfa Ísrelum að taka þátt í Eurovision í Vín í Austurríki á næsta ári. Nokkur lönd tilkynntu þá þegar að þau myndu draga sig úr keppninni. Þeirra á meðal voru Hollendingar, Spánverjar, Írar og Slóvenar. Stjórn Ríkisútvarpsins hefur fengið áskoranir víða að um að falla frá þátttöku. Stjórnin hafði áður beint þeim tilmælum til Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva að Ísrael yrði vísað úr keppninni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu finnst minnihluta stjórnarmanna RÚV að ákvörðun um þátttöku í keppninni eigi að vera í höndum ráðherra, frekar en í höndum stjórnar, þar sem um pólitíska ákvörðun sé að ræða. Persónuleg skoðun Logi Már Einarsson menningarmálaráðherra segir að það sé ekki á hans könnu að taka ákvörðun í málinu heldur stjórnarinnar en hann hafi hins vegar persónulega skoðun. „Nú er það ekki ráðherra að hlutast til um dagskrárgerð. Við værum komin á hættulegar brautir ef ráðherra gæti með geðþóttaákvörðunum tekið ákvarðanir um einstaka dagskrárliði hjá fjölmiðlunum. Persónulega þá segir magatilfinningin mér hins vegar að við ættum að láta eiga sig að taka þátt. En sem ráðherra mun ég auðvitað ekki stíga inn í þetta mál enda á ég ekki að gera það,“ segir Logi. Stjórn ríkisútvarpsins mun taka ákvörðun í málinu á fundi sínum sem hefst klukkan þrjú á morgun en frestur til að draga þátttöku til baka úr keppninni rennur út á morgun. Lóaboratoríum boða til samstöðufundar við RÚV á morgun klukkan hálf þrjú þar sem stjórn stofnunarinnar er hvött til að sniðganga Eurovision.
Eurovision Eurovision 2026 Ríkisútvarpið Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Sjá meira