Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar 9. desember 2025 12:00 Á morgun, miðvikudaginn 10. desember 2025, kýs stjórn RÚV um það hvort Ísland taki þátt í Eurovision á næsta ári eða sniðgengur keppnina vegna þáttöku Ísraels - og þjóðarmorðsins á Gaza. Í fyrstu grein laga um Ríkisútvarpi (sem stjórnarmönnum ber að framfylgja) segir að markmið þeirra sé að stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi. Nýleg skoðanakönnun Gallup sýnir að 68% Íslendinga vilja ekki að við tökum þátt ef Ísrael verður með en aðeins 21% vilja gera það. Markmiðum laganna um félgslega samheldni verður augljóslega ekki náð með því stjórn RÚV láti vilja svo lítils minnihluta ráða för en hunsi vilja yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Í stefnu RÚV segir að hlutverk félagsins sé að þjóna samfélaginu og að það standi vörð um hagsmuni almennings af hugrekki. Það ætti því að vera borðleggjandi hver niðurstaða stjórnar RÚV verður á morgun - en svo er þó ekki. Þrýstingur Ástæðan er þær aðferðir sem Ísrael beitir um allan heim til að þvinga fram þá niðurstöðu sem þau vilja. Í Bandaríkjunum er grímulaus hagsmunagæsla Ísraels vel þekkt og ekki síður sú harka sem þau nota gegn öllum sem eru þeim andsnúin. Svindl Ísraels í kosningunni í úrslitum Eurovision í fyrra hefur mikið verið rætt. Vegna þess var framkvæmd kosninganna nýlega breytt til að reyna að koma í veg fyrir að það endurtaki sig. Ásakanir hafa núna komið fram um að að Ísrael hafi haft rangt við þegar aðildarfélög EBU greiddu atkvæði á þann veg að ekki komst á dagskrá tillaga um að vísa Ísrael úr kepnni. Það er allanvega alveg ljóst að Ísrael og bandamenn þess munu gera allt sem í valdi þeirra stendur til að koma í veg fyrir að stjórn RÚV greiði atkvæði á þann veg sem þjóðin vill. Stjórn RÚV Stjórn RÚV er skipuð af Alþingi fyrir utan einn fulltrúa starfsfólks. Þau eru því flest fulltrúar flokka á þingi og fullrúar sömu flokka og mynda ríkisstjórn, mynda meirihluta í stjórn RÚV. Skoðum þennan meirhluta. Ef við byrjum á fulltrúum Samfylkingarinnar þá eru það: Stefán Jón Hafstein og Kristín Sóley Björnsdóttir og til vara eru Viðar Eggertsson og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir. Samkvæmt Gallup vilja 80% kjósenda Samfylkingarinnar ekki að við tökum þátt ef Ísrael er með en aðeins 5% vilja það, svo ef allt er eðlilegt má reikna með þessir stjórnarmenn greiði atkvæði með sniðgöngu. Fulltrúar Viðreisnar eru Auður Finnbogadóttir og Dijá Ámundadóttir Zoëga og varamenn þeirra eru Kamma Thordarson og Natan Kolbeinsson. Vilji kjósenda Viðreisnar er líka alveg klár því 77% vilja sniðganga ef Ísrael verður með en 11% ekki. Heimir Már Pétursson er fulltrúi Flokks fólksins og varamaður hans er Katrín Viktoría Leiva. Í Flokki fólksins vilja 47% ekki að við tökum þátt í Eurovision ef Ísrael er með en 18% vilja það. Sniðgöngufólkið er því miklu fjölmennara þótt munurinn sé minni en hjá hinum stjórnarflokkunum. Vilji flokksmanna er engu að síður afgerandi. Saman mynda þessi þrír flokkar meirihluta í stjórn Rúv og því má búast við að þau standi saman í þessu máli til að skapa ekki úlfúð og ágreining innan sinna raða og milli flokkanna innbyrðis. Fulltrúi Framsóknarflokksins í stjórninni er Silja Dögg Gunnarsdóttir og varamaður hennar er Jónas Skúlason. Stuðningur kjósenda Framsóknarflokksins við sniðgöngu er enn meiri en meðal kjósenda Flokks fólksins því 53% framsóknarfólks vill ekki vera með Ísrael á sviðinu en aðeins 17% vill það. Það verður því athyglisvert að sjá hvort fulltrúi Framsóknarflokksins fari að eindregnum vilja flokksmanna sinna og styðji tillögu um sniðgöngu eða gangi þvert gegn þeim vilja og sláist í hóp með Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum og þeirra 21% kjósenda sem vilja vera með Ísrael í Eurovision. Við munum aldrei gleyma Mörgum okkar sem erum í þeim stóra hópi kjósenda sem vill sniðganga Eurovision er mikil alvara - og við höfum mörg hver sterkar tilfinningar að baki þeirri sannfæringu - að okkur beri skylda til að sýna í verki andúð okkar á þjóðarmorðinu á Gaza. Sniðganga Eurovision 2026 er góð leið til þess - og mun heyrast um allan heim. Við munum örugglega ekki taka því vel ef fulltrúar í stjórn RÚV láta utanaðkomandi þrýsting verða til þess að þau gangi í berhögg við skýran vilja stuðningmanna sinna. Slík svik við kjósendur þeirra flokka sem að baki þeim standa mun fylgja því fólki um ókomna tíð. Við munum aldrei gleyma þessari kosningu sem fram fer í stjórn RÚV á morgun. Höfundur er hönnuður og áhugamaður um að Ísland leggi sitt af mörkum til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn B. Björnsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á morgun, miðvikudaginn 10. desember 2025, kýs stjórn RÚV um það hvort Ísland taki þátt í Eurovision á næsta ári eða sniðgengur keppnina vegna þáttöku Ísraels - og þjóðarmorðsins á Gaza. Í fyrstu grein laga um Ríkisútvarpi (sem stjórnarmönnum ber að framfylgja) segir að markmið þeirra sé að stuðla að lýðræðislegri umræðu, menningarlegri fjölbreytni og félagslegri samheldni í íslensku samfélagi. Nýleg skoðanakönnun Gallup sýnir að 68% Íslendinga vilja ekki að við tökum þátt ef Ísrael verður með en aðeins 21% vilja gera það. Markmiðum laganna um félgslega samheldni verður augljóslega ekki náð með því stjórn RÚV láti vilja svo lítils minnihluta ráða för en hunsi vilja yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Í stefnu RÚV segir að hlutverk félagsins sé að þjóna samfélaginu og að það standi vörð um hagsmuni almennings af hugrekki. Það ætti því að vera borðleggjandi hver niðurstaða stjórnar RÚV verður á morgun - en svo er þó ekki. Þrýstingur Ástæðan er þær aðferðir sem Ísrael beitir um allan heim til að þvinga fram þá niðurstöðu sem þau vilja. Í Bandaríkjunum er grímulaus hagsmunagæsla Ísraels vel þekkt og ekki síður sú harka sem þau nota gegn öllum sem eru þeim andsnúin. Svindl Ísraels í kosningunni í úrslitum Eurovision í fyrra hefur mikið verið rætt. Vegna þess var framkvæmd kosninganna nýlega breytt til að reyna að koma í veg fyrir að það endurtaki sig. Ásakanir hafa núna komið fram um að að Ísrael hafi haft rangt við þegar aðildarfélög EBU greiddu atkvæði á þann veg að ekki komst á dagskrá tillaga um að vísa Ísrael úr kepnni. Það er allanvega alveg ljóst að Ísrael og bandamenn þess munu gera allt sem í valdi þeirra stendur til að koma í veg fyrir að stjórn RÚV greiði atkvæði á þann veg sem þjóðin vill. Stjórn RÚV Stjórn RÚV er skipuð af Alþingi fyrir utan einn fulltrúa starfsfólks. Þau eru því flest fulltrúar flokka á þingi og fullrúar sömu flokka og mynda ríkisstjórn, mynda meirihluta í stjórn RÚV. Skoðum þennan meirhluta. Ef við byrjum á fulltrúum Samfylkingarinnar þá eru það: Stefán Jón Hafstein og Kristín Sóley Björnsdóttir og til vara eru Viðar Eggertsson og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir. Samkvæmt Gallup vilja 80% kjósenda Samfylkingarinnar ekki að við tökum þátt ef Ísrael er með en aðeins 5% vilja það, svo ef allt er eðlilegt má reikna með þessir stjórnarmenn greiði atkvæði með sniðgöngu. Fulltrúar Viðreisnar eru Auður Finnbogadóttir og Dijá Ámundadóttir Zoëga og varamenn þeirra eru Kamma Thordarson og Natan Kolbeinsson. Vilji kjósenda Viðreisnar er líka alveg klár því 77% vilja sniðganga ef Ísrael verður með en 11% ekki. Heimir Már Pétursson er fulltrúi Flokks fólksins og varamaður hans er Katrín Viktoría Leiva. Í Flokki fólksins vilja 47% ekki að við tökum þátt í Eurovision ef Ísrael er með en 18% vilja það. Sniðgöngufólkið er því miklu fjölmennara þótt munurinn sé minni en hjá hinum stjórnarflokkunum. Vilji flokksmanna er engu að síður afgerandi. Saman mynda þessi þrír flokkar meirihluta í stjórn Rúv og því má búast við að þau standi saman í þessu máli til að skapa ekki úlfúð og ágreining innan sinna raða og milli flokkanna innbyrðis. Fulltrúi Framsóknarflokksins í stjórninni er Silja Dögg Gunnarsdóttir og varamaður hennar er Jónas Skúlason. Stuðningur kjósenda Framsóknarflokksins við sniðgöngu er enn meiri en meðal kjósenda Flokks fólksins því 53% framsóknarfólks vill ekki vera með Ísrael á sviðinu en aðeins 17% vill það. Það verður því athyglisvert að sjá hvort fulltrúi Framsóknarflokksins fari að eindregnum vilja flokksmanna sinna og styðji tillögu um sniðgöngu eða gangi þvert gegn þeim vilja og sláist í hóp með Sjálfstæðisflokknum og Miðflokknum og þeirra 21% kjósenda sem vilja vera með Ísrael í Eurovision. Við munum aldrei gleyma Mörgum okkar sem erum í þeim stóra hópi kjósenda sem vill sniðganga Eurovision er mikil alvara - og við höfum mörg hver sterkar tilfinningar að baki þeirri sannfæringu - að okkur beri skylda til að sýna í verki andúð okkar á þjóðarmorðinu á Gaza. Sniðganga Eurovision 2026 er góð leið til þess - og mun heyrast um allan heim. Við munum örugglega ekki taka því vel ef fulltrúar í stjórn RÚV láta utanaðkomandi þrýsting verða til þess að þau gangi í berhögg við skýran vilja stuðningmanna sinna. Slík svik við kjósendur þeirra flokka sem að baki þeim standa mun fylgja því fólki um ókomna tíð. Við munum aldrei gleyma þessari kosningu sem fram fer í stjórn RÚV á morgun. Höfundur er hönnuður og áhugamaður um að Ísland leggi sitt af mörkum til að stöðva þjóðarmorðið á Gaza.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun