„Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Eiður Þór Árnason og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 5. desember 2025 18:50 Inga Sæland, félagsmálaráðherra og formaður Flokks fólksins, telur málið fordæmalaust. Vísir/Anton Brink Formaður Flokks fólksins furðar sig á því að lögmaður skólameistara Borgarholtsskóla vilji leiða sig og forsætisráðherra fyrir dóm í tengslum við þá ákvörðun menntamálaráðherra að auglýsa stöðu skólameistarans lausa til umsóknar. „Ég hef bara aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni,“ segir Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, í samtali við fréttastofu. Henni þyki ekki rétt að beita dómstólum í þessu máli. Klippa: Inga mæti fyrir dóm sé þess nauðsyn „Hér er verið að fara að lögum og ekkert annað þannig að ég átta mig ekki alveg á þessari vegferð ef ég á að segja alveg eins og er,“ bætir hún við um ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Inga átti sig ekki á því hvað liggi að baki þeirri ósk Arnars Þórs Stefánssonar, lögmanns Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, um að forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra verði leiddir fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. „Ég skil það ekki. Ég held að þetta sé fordæmalaust. Ég hef aldrei heyrt eða séð neitt þvíumlíkt. Þannig að þetta verður lögmaður Ársæls að tjá sig um, ekki ég.“ Mæti ef nauðsyn ber til Að sögn lögmannsins vill hann leiða hópinn fyrir dóm til að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. Ákvörðun menntamálaráðherra er sögð bera vott um valdníðslu í bréfi lögmannsins en Ársæll komst í kastljós fjölmiðla þegar greint var frá því að Inga hefði hringt í hann vegna týnds skópars barnabarns síns. Þá hefur Ársæll einnig opinberlega gagnrýnt fyrirhuguð breytingaáform menntamálaráðherra á framhaldsskólastigi. Bæði Inga og Guðmundur hafna því að tengsl séu milli þess og þeirrar ákvörðunar ráðherra að auglýsa stöðu Ársæls. Munt þú mæta fyrir dómstóla ef það verður niðurstaðan og ræða þetta mál? „Ef ég þarf að gera það lögum samkvæmt, annars ekki,“ segir Inga að lokum. Mál skólameistara Borgarholtsskóla Flokkur fólksins Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. 5. desember 2025 12:27 Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Lögmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, hefur óskað eftir því að fá að leiða forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. Það er gert til þess að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. 5. desember 2025 11:42 Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla segir það algjörlega ótvírætt að enginn nemandi hafi hætt í skólanum vegna skómálsins svokallaða. Skýringar ráðherra um kerfisbreytingar séu óskiljanlegar og gagnrýni Ársæls á stjórnvöld hafi legið ákvörðuninni til grundvallar. 4. desember 2025 20:39 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
„Ég hef bara aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni,“ segir Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, í samtali við fréttastofu. Henni þyki ekki rétt að beita dómstólum í þessu máli. Klippa: Inga mæti fyrir dóm sé þess nauðsyn „Hér er verið að fara að lögum og ekkert annað þannig að ég átta mig ekki alveg á þessari vegferð ef ég á að segja alveg eins og er,“ bætir hún við um ákvörðun Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Inga átti sig ekki á því hvað liggi að baki þeirri ósk Arnars Þórs Stefánssonar, lögmanns Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, um að forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra verði leiddir fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. „Ég skil það ekki. Ég held að þetta sé fordæmalaust. Ég hef aldrei heyrt eða séð neitt þvíumlíkt. Þannig að þetta verður lögmaður Ársæls að tjá sig um, ekki ég.“ Mæti ef nauðsyn ber til Að sögn lögmannsins vill hann leiða hópinn fyrir dóm til að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. Ákvörðun menntamálaráðherra er sögð bera vott um valdníðslu í bréfi lögmannsins en Ársæll komst í kastljós fjölmiðla þegar greint var frá því að Inga hefði hringt í hann vegna týnds skópars barnabarns síns. Þá hefur Ársæll einnig opinberlega gagnrýnt fyrirhuguð breytingaáform menntamálaráðherra á framhaldsskólastigi. Bæði Inga og Guðmundur hafna því að tengsl séu milli þess og þeirrar ákvörðunar ráðherra að auglýsa stöðu Ársæls. Munt þú mæta fyrir dómstóla ef það verður niðurstaðan og ræða þetta mál? „Ef ég þarf að gera það lögum samkvæmt, annars ekki,“ segir Inga að lokum.
Mál skólameistara Borgarholtsskóla Flokkur fólksins Dómsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. 5. desember 2025 12:27 Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Lögmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, hefur óskað eftir því að fá að leiða forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. Það er gert til þess að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. 5. desember 2025 11:42 Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla segir það algjörlega ótvírætt að enginn nemandi hafi hætt í skólanum vegna skómálsins svokallaða. Skýringar ráðherra um kerfisbreytingar séu óskiljanlegar og gagnrýni Ársæls á stjórnvöld hafi legið ákvörðuninni til grundvallar. 4. desember 2025 20:39 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. 5. desember 2025 12:27
Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Lögmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara Borgarholtsskóla, hefur óskað eftir því að fá að leiða forsætisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sex aðstoðarmenn ráðherra fyrir dóm sem vitni í svokölluðu vitnaleiðslumáli. Það er gert til þess að leita sönnunar um atvik í tengslum við ákvörðun menntamálaráðherra um að auglýsa embætti Ársæls laust til umsóknar. 5. desember 2025 11:42
Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Ársæll Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla segir það algjörlega ótvírætt að enginn nemandi hafi hætt í skólanum vegna skómálsins svokallaða. Skýringar ráðherra um kerfisbreytingar séu óskiljanlegar og gagnrýni Ársæls á stjórnvöld hafi legið ákvörðuninni til grundvallar. 4. desember 2025 20:39