„Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 5. desember 2025 17:42 Þórunn Sveinbjarnardóttir er forseti Alþingis. Vísir/Anton Brink Svo virðist sem fokið hafi í Þórunni Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis, á þingfundi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar stigu í stríðum straumi í ræðustól til þess að gagnrýna Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans, undir liðnum fundarstjórn forseta. „Ég er komin með nóg. Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk,“ heyrðist Þórunn segja eftir að hafa gert tíu mínútna hlé á þingfundi. Þetta herma heimildir Vísis innan úr þinghúsinu en Morgunblaðið greindi fyrst frá. Líkt og Vísir fjallaði um í dag fóru þingmenn stjórnarandstöðunnar hörðum orðum um Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans á þingfundi í dag. Hann sagðist í gær aðeins hafa lesið útdrátt skýrslu sem hann vísaði til við kynningu á samgönguáætlun. Því efast þingmenn um að áætlunin byggi á faglegu mati, líkt og kom fram í máli forsætisráðherra í gær. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta, sem virðist notuð til þess að ræða ýmislegt annað en fundarstjórn þessa dagana, og ræddu þessar vendingar í málum samgönguáætlunar í fjölda ræðna. Þegar sex þingmenn höfðu flutt ræðu kvaddi forseti sér hljóðs og minnti þingmenn á tímamörk og einnig að verið væri að tala undir liðnum fundarstjórn forseta. „Ég bið háttvirta þingmenn um að virða þingsköpin.“ Hvatti þingmenn til að ræða við sína formenn Þá kom dagskrá þingsins til umræðu eftir að Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagðist skynja það á þingmönnum og finna ákall úr samfélaginu öllu að nýkynnt samgönguáætlun kæmist á dagskrá þingsins. Þingmenn fengu tækifæri til að ræða hana, vísa henni til nefndar og að hún fengi gott umsagnarferli. „Ég óska eftir því við hæstv. forseta að við reynum að finna tíma til að koma samgönguáætlun á dagskrá milli umræðna í fjárlögum. Þá getum við einmitt tekið og rætt samgönguáætlun, sent hana svo til nefndar og vísað til umsagnar þar sem við höfum góðan tíma yfir jólin, inn í janúar, til að vera með lengra umsagnarferli í svona stóru og mikilvægu máli.“ Óhætt er að segja að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið illa í þessa tillögu Guðmundar Ara. Fimm þingmenn stigu í ræðustól til þess að mótmæla tillögu Guðmundar Ara, áður en Þórunn kvaddi sér aftur hljóðs. „Það er rétt að forseti upplýsi háttvirta þingmenn um að þingflokksformenn allra þingflokka á Alþingi eru upplýstir um gang mála hér og einnig um það hvað er fyrirhugað að setja á dagskrá þingfunda eftir helgi. Ég mæli með því að háttvirtir þingmenn ræði við þingflokksformenn flokka sinna og kynni sér hvað er í pípunum,“ sagði hún. Þingfundur hófst klukkan 13 en klukkan 13:09 tilkynnti Þórunn að hún hefði ákveðið að gera tíu mínútna hlé á þingfundi og kalla til fundar með þingflokksformönnum. „Ég er komin með nóg. Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk,“ heyrðu nærstaddir Þórunni segja þegar hún gekk niður úr stóli forseta. Þórunn hefur ekki svarað fréttastofu vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Alþingi Samfylkingin Samgönguáætlun Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Þetta herma heimildir Vísis innan úr þinghúsinu en Morgunblaðið greindi fyrst frá. Líkt og Vísir fjallaði um í dag fóru þingmenn stjórnarandstöðunnar hörðum orðum um Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra og samgönguáætlun hans á þingfundi í dag. Hann sagðist í gær aðeins hafa lesið útdrátt skýrslu sem hann vísaði til við kynningu á samgönguáætlun. Því efast þingmenn um að áætlunin byggi á faglegu mati, líkt og kom fram í máli forsætisráðherra í gær. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs undir liðnum fundarstjórn forseta, sem virðist notuð til þess að ræða ýmislegt annað en fundarstjórn þessa dagana, og ræddu þessar vendingar í málum samgönguáætlunar í fjölda ræðna. Þegar sex þingmenn höfðu flutt ræðu kvaddi forseti sér hljóðs og minnti þingmenn á tímamörk og einnig að verið væri að tala undir liðnum fundarstjórn forseta. „Ég bið háttvirta þingmenn um að virða þingsköpin.“ Hvatti þingmenn til að ræða við sína formenn Þá kom dagskrá þingsins til umræðu eftir að Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagðist skynja það á þingmönnum og finna ákall úr samfélaginu öllu að nýkynnt samgönguáætlun kæmist á dagskrá þingsins. Þingmenn fengu tækifæri til að ræða hana, vísa henni til nefndar og að hún fengi gott umsagnarferli. „Ég óska eftir því við hæstv. forseta að við reynum að finna tíma til að koma samgönguáætlun á dagskrá milli umræðna í fjárlögum. Þá getum við einmitt tekið og rætt samgönguáætlun, sent hana svo til nefndar og vísað til umsagnar þar sem við höfum góðan tíma yfir jólin, inn í janúar, til að vera með lengra umsagnarferli í svona stóru og mikilvægu máli.“ Óhætt er að segja að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið illa í þessa tillögu Guðmundar Ara. Fimm þingmenn stigu í ræðustól til þess að mótmæla tillögu Guðmundar Ara, áður en Þórunn kvaddi sér aftur hljóðs. „Það er rétt að forseti upplýsi háttvirta þingmenn um að þingflokksformenn allra þingflokka á Alþingi eru upplýstir um gang mála hér og einnig um það hvað er fyrirhugað að setja á dagskrá þingfunda eftir helgi. Ég mæli með því að háttvirtir þingmenn ræði við þingflokksformenn flokka sinna og kynni sér hvað er í pípunum,“ sagði hún. Þingfundur hófst klukkan 13 en klukkan 13:09 tilkynnti Þórunn að hún hefði ákveðið að gera tíu mínútna hlé á þingfundi og kalla til fundar með þingflokksformönnum. „Ég er komin með nóg. Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk,“ heyrðu nærstaddir Þórunni segja þegar hún gekk niður úr stóli forseta. Þórunn hefur ekki svarað fréttastofu vegna málsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Alþingi Samfylkingin Samgönguáætlun Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira