Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson og Örn Pálsson skrifa 5. desember 2025 14:45 Í dag fagnar Landssamband smábátaeigenda 40 ára afmæli sínu. Það var á þessum degi fyrir 40 árum sem Arthur Bogason flutti stofnræðu sambandsins, og hefur hann (með hléum) og Örn Pálsson staðið vaktina í brúnni síðan þá. Á seinasta aðalfundi tók Kjartan Sveinsson við kyndlinum frá þessum merka manni, vitandi það vel að hann væri ekki trillukarl í dag – frekar en nokkur annar – ef ekki væri fyrir þrotlausa baráttu Arthurs og Arnar. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar Heildarafli smábáta á síðasta fiskveiðiári var 76 þúsund tonn sem skilaði 34,3 milljörðum í aflaverðmæti og útflutningsverðmæti var tvöföld sú upphæð. Hlutur smábáta í heildarafla þorsks var 23%, ýsuafli var 16% og steinbítur 23% heildarafla tegundarinnar. Hæst hefur afli smábáta farið í 95 þúsund tonn á fiskveiðiárinu 2016/2017. Þorskur er mikilvægasta fisktegund smábáta, um 68% heildaraflans. Aðrar tegundir sem mikilvægar eru fyrir smábáta eru ýsa, steinbítur, ufsi og grásleppa. Við stofnun LS var afli smábáta um 20 þúsund tonn. Á þessum merku tímamótum væri hægt að minnast fjölmargra þátta sem starf LS hefur skilað félagsmönnum. Tvö þeirra skulu hér nefnd. janúar 1991 komu til framkvæmda ákvæði í lögum um stjórn fiskveiða þar sem kveðið var á um að allir smábátar 6 brl. og stærri voru kvótasettir (950 alls). Aðrir smábátar (1.100 alls) fengu aðlögunartíma til 1. september 1994 að ávinna sér aflaheimildir til kvóta í þorski þar skipt yrði milli þeirra 2,18% leyfilegs afla í þorski. Aflahlutdeild þessa kerfis – krókaaflamark - til þorskveiðiheimilda nú er 17,5%. Landssamband smábátaeigenda var stofnað um þá kröfu að gefa handfæraveiðar frjálsar. Árið 2009 var komið á sérveiðileyfi til handfæraveiða – strandveiðar. Veiðikerfið var lögfest ári síðar. Til strandveiða á árinu 2025 voru ætluð 11.032 tonn af þorski – 5,2% leyfilegs heildarafla. Alls 806 bátar voru á bakvið þann afla. Plus ça change, plus c'est la même chose. Það er þó magnað að lesa fréttir frá stofnfundinum. Ræðan sem Sveinbjörn Jónsson hélt gæti verið haldin nú 40 árum síðar: "Tilgangur minn með þessari upptalningu var að reyna að sýna fram á, að það er útilokað að draga línur í gegnum þennan hóp og hver sá sem það reynir má vera viss um að hann hallar réttlætinu. Tilgangurinn var líka sá að reyna að koma í veg fyrir að við sem hér erum samankomnir frá hinum ýmsu stöðum með hinar ýmsu forsendur – eyddum tíma okkar í að karpa um áhersluatriði sem við kynnum aldrei að ná saman um. Heldur reyndum þess í stað að finna grundvöll til að berjast fyrir sameiginlegum rétti okkar allra. Réttinum til að stunda iðju okkar frjálsir þar sem það ógnar á engan hátt hagsmunum þessarar þjóðar eða öðrum þegnum hennar." Enn þann dag í dag berjumst við á móti þessum sömu öflum sem reyna af öllum mætti að grafa undan tilverurétti okkar. Þar sannast hið fornkveðna: því meira sem hlutirnir breytast, því meira eru þeir sami hluturinn. Smábátaeigendur! Innilegar hamingjuóskir með félagið ykkar. Standið vörð um það hér eftir sem hingað til. Kjartan Páll Sveinsson formaðurÖrn Pálsson framkvæmdastjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag fagnar Landssamband smábátaeigenda 40 ára afmæli sínu. Það var á þessum degi fyrir 40 árum sem Arthur Bogason flutti stofnræðu sambandsins, og hefur hann (með hléum) og Örn Pálsson staðið vaktina í brúnni síðan þá. Á seinasta aðalfundi tók Kjartan Sveinsson við kyndlinum frá þessum merka manni, vitandi það vel að hann væri ekki trillukarl í dag – frekar en nokkur annar – ef ekki væri fyrir þrotlausa baráttu Arthurs og Arnar. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar Heildarafli smábáta á síðasta fiskveiðiári var 76 þúsund tonn sem skilaði 34,3 milljörðum í aflaverðmæti og útflutningsverðmæti var tvöföld sú upphæð. Hlutur smábáta í heildarafla þorsks var 23%, ýsuafli var 16% og steinbítur 23% heildarafla tegundarinnar. Hæst hefur afli smábáta farið í 95 þúsund tonn á fiskveiðiárinu 2016/2017. Þorskur er mikilvægasta fisktegund smábáta, um 68% heildaraflans. Aðrar tegundir sem mikilvægar eru fyrir smábáta eru ýsa, steinbítur, ufsi og grásleppa. Við stofnun LS var afli smábáta um 20 þúsund tonn. Á þessum merku tímamótum væri hægt að minnast fjölmargra þátta sem starf LS hefur skilað félagsmönnum. Tvö þeirra skulu hér nefnd. janúar 1991 komu til framkvæmda ákvæði í lögum um stjórn fiskveiða þar sem kveðið var á um að allir smábátar 6 brl. og stærri voru kvótasettir (950 alls). Aðrir smábátar (1.100 alls) fengu aðlögunartíma til 1. september 1994 að ávinna sér aflaheimildir til kvóta í þorski þar skipt yrði milli þeirra 2,18% leyfilegs afla í þorski. Aflahlutdeild þessa kerfis – krókaaflamark - til þorskveiðiheimilda nú er 17,5%. Landssamband smábátaeigenda var stofnað um þá kröfu að gefa handfæraveiðar frjálsar. Árið 2009 var komið á sérveiðileyfi til handfæraveiða – strandveiðar. Veiðikerfið var lögfest ári síðar. Til strandveiða á árinu 2025 voru ætluð 11.032 tonn af þorski – 5,2% leyfilegs heildarafla. Alls 806 bátar voru á bakvið þann afla. Plus ça change, plus c'est la même chose. Það er þó magnað að lesa fréttir frá stofnfundinum. Ræðan sem Sveinbjörn Jónsson hélt gæti verið haldin nú 40 árum síðar: "Tilgangur minn með þessari upptalningu var að reyna að sýna fram á, að það er útilokað að draga línur í gegnum þennan hóp og hver sá sem það reynir má vera viss um að hann hallar réttlætinu. Tilgangurinn var líka sá að reyna að koma í veg fyrir að við sem hér erum samankomnir frá hinum ýmsu stöðum með hinar ýmsu forsendur – eyddum tíma okkar í að karpa um áhersluatriði sem við kynnum aldrei að ná saman um. Heldur reyndum þess í stað að finna grundvöll til að berjast fyrir sameiginlegum rétti okkar allra. Réttinum til að stunda iðju okkar frjálsir þar sem það ógnar á engan hátt hagsmunum þessarar þjóðar eða öðrum þegnum hennar." Enn þann dag í dag berjumst við á móti þessum sömu öflum sem reyna af öllum mætti að grafa undan tilverurétti okkar. Þar sannast hið fornkveðna: því meira sem hlutirnir breytast, því meira eru þeir sami hluturinn. Smábátaeigendur! Innilegar hamingjuóskir með félagið ykkar. Standið vörð um það hér eftir sem hingað til. Kjartan Páll Sveinsson formaðurÖrn Pálsson framkvæmdastjóri
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar