Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. desember 2025 19:00 Finnbogi Jónasson aðstoðaryfirlögregluþjónn Greiningardeildar ríkislögreglustjóra segir gríðarlega aukningu á haldlagningu á fíkniefnum tengjast fjölgun brotahópa á landinu. Vísir Skipulögð glæpastarfsemi hefur aldrei verið eins umfangsmikil hér á landi og er nú svipuð og á öðrum Norðurlöndum að sögn stjórnanda hjá ríkislögreglustjóra. Gríðarlegt magn fíkniefna flæði til landsins samfara þróuninni. Það komi því ekki á óvart að hvert metið á fætur öðru hafi verið slegið í haldlagningu fíkniefna. Hvert Íslandsmetið á fætur öðru hefur verið slegið í ár þegar kemur að haldlagningu á fíkniefnum, sérstaklega kókaíni, amfetamíni, MDMA, hassi, marijúana, ketamíni og nýgeðvirkum efnum. Fleiri brotahópar flytji inn fíkniefni Finnbogi Jónasson aðstoðaryfirlögregluþjónn Greiningardeildar ríkislögreglustjóra segir þetta mikla magn fíkniefna tengjast fjölgun brotahópa á landinu. „Það er náttúrulega ljóst af þessum haldlagningum að það er gríðarlegt flæði af fíkniefnum inn til landsins,“ segir Finnbogi. Fjöldi brotahópa á landinu er tvöfalt meiri en fyrir áratug. Þeir eru nú tuttugu talsins. „Það er alveg ljóst að menn eru ekki að smygla svona stórum sendingum nema á bak við það sé talsvert skipulag. Þannig að það að hér séu starfandi fjöldi brotahópa hefur áhrif á þetta mikla magn,“ segir hann. Jafnoki annarra Norðurlanda Hann segir að Ísland skeri sig nú ekki lengur úr varðandi brotastarfsemi eins og áður. „Ísland er alltaf að færast nær alþjóðasamfélaginu. Umhverfið hér er að verða mjög svipað og á Norðurlöndum með tilliti til brotastarfsemi. Hóparnir koma alls staðar að en svo starfa hér líka hreinræktaðir íslenskir brotahópar sem er þá stýrt af Íslendingum. Sumir þeirra eru búsettir erlendis,“ segir Finnbogi. „Fíkniefnabrotin eru langalgengust og þar eru gríðarlegir fjármunir. En við erum líka að sjá aukningu í mansalsmálum og þá ekki bara vændi heldur vinnumansali og öðrum málum,“ segir Finnbogi. Miklar samfélagsbreytingar Hann segir að margt hafi breyst í samfélaginu samfara þessari þróun. „Þetta er skaðleg þróun og margir hópanna eru hættulegir. Margir þeirra hika ekki við að beita ofbeldi til að ná sínu fram. Við höfum áhyggjur af því. Við sjáum meira af ofbeldisglæðum en áður. Ofbeldið er oftast milli sjálfra hópanna, þegar menn eru að tryggja stöðu sína. En það hefur alveg komið fyrir að almennir borgarar hafi lent á milli,“ segir hann. Samfara þróuninni sé ágóða brotanna komið út í hagkerfið með víðtæku peningaþvætti. „Við sjáum peningaþvætti í nánast öllum afkimum samfélagsins eða alls staðar þar sem tekið er á móti reiðufé. Þetta er t.d. stundað í fasteignaviðskipum og við kaup á listaverkum og lúxusvörum,“ segir hann. Allt samfélagið þurfi að vakna Finnbogi segir brýnt að allt samfélagið leggist á eitt í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi. „Það er samfélagslegt verkefni okkar allra að sporna við þessu. Það er aldrei einkamál lögreglu og tollgæslu að stöðva skipulagða brotastarfsemi, þarna þurfa stjórnvöld og almenningur að koma inn. Við þurfum í sameiningu að skapa erfiðara umhverfi fyrir brotahópana,“ segir hann að lokum. Lögreglumál Fíkniefnabrot Lögreglan Fíkn Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Hvert Íslandsmetið á fætur öðru hefur verið slegið í ár þegar kemur að haldlagningu á fíkniefnum, sérstaklega kókaíni, amfetamíni, MDMA, hassi, marijúana, ketamíni og nýgeðvirkum efnum. Fleiri brotahópar flytji inn fíkniefni Finnbogi Jónasson aðstoðaryfirlögregluþjónn Greiningardeildar ríkislögreglustjóra segir þetta mikla magn fíkniefna tengjast fjölgun brotahópa á landinu. „Það er náttúrulega ljóst af þessum haldlagningum að það er gríðarlegt flæði af fíkniefnum inn til landsins,“ segir Finnbogi. Fjöldi brotahópa á landinu er tvöfalt meiri en fyrir áratug. Þeir eru nú tuttugu talsins. „Það er alveg ljóst að menn eru ekki að smygla svona stórum sendingum nema á bak við það sé talsvert skipulag. Þannig að það að hér séu starfandi fjöldi brotahópa hefur áhrif á þetta mikla magn,“ segir hann. Jafnoki annarra Norðurlanda Hann segir að Ísland skeri sig nú ekki lengur úr varðandi brotastarfsemi eins og áður. „Ísland er alltaf að færast nær alþjóðasamfélaginu. Umhverfið hér er að verða mjög svipað og á Norðurlöndum með tilliti til brotastarfsemi. Hóparnir koma alls staðar að en svo starfa hér líka hreinræktaðir íslenskir brotahópar sem er þá stýrt af Íslendingum. Sumir þeirra eru búsettir erlendis,“ segir Finnbogi. „Fíkniefnabrotin eru langalgengust og þar eru gríðarlegir fjármunir. En við erum líka að sjá aukningu í mansalsmálum og þá ekki bara vændi heldur vinnumansali og öðrum málum,“ segir Finnbogi. Miklar samfélagsbreytingar Hann segir að margt hafi breyst í samfélaginu samfara þessari þróun. „Þetta er skaðleg þróun og margir hópanna eru hættulegir. Margir þeirra hika ekki við að beita ofbeldi til að ná sínu fram. Við höfum áhyggjur af því. Við sjáum meira af ofbeldisglæðum en áður. Ofbeldið er oftast milli sjálfra hópanna, þegar menn eru að tryggja stöðu sína. En það hefur alveg komið fyrir að almennir borgarar hafi lent á milli,“ segir hann. Samfara þróuninni sé ágóða brotanna komið út í hagkerfið með víðtæku peningaþvætti. „Við sjáum peningaþvætti í nánast öllum afkimum samfélagsins eða alls staðar þar sem tekið er á móti reiðufé. Þetta er t.d. stundað í fasteignaviðskipum og við kaup á listaverkum og lúxusvörum,“ segir hann. Allt samfélagið þurfi að vakna Finnbogi segir brýnt að allt samfélagið leggist á eitt í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi. „Það er samfélagslegt verkefni okkar allra að sporna við þessu. Það er aldrei einkamál lögreglu og tollgæslu að stöðva skipulagða brotastarfsemi, þarna þurfa stjórnvöld og almenningur að koma inn. Við þurfum í sameiningu að skapa erfiðara umhverfi fyrir brotahópana,“ segir hann að lokum.
Lögreglumál Fíkniefnabrot Lögreglan Fíkn Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira