Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. desember 2025 08:02 Jón Finnbogason framkvæmdastjóri Stefnis sem rekur sjóði byggingafyrirtækja sem bjóða nýja sameignarsamninga með fasteignakaupendum fagnar því að Seðlabankinn hafi hert lánþegaskilyrði vegna leiðarinnar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir mikilvægt að kaupendur lesi vel slíka samninga áður en þeir skrifa undir. Þeir geti verið langir og flóknir. Vísir Framkvæmdastjóri sjóðsstýringarfyrirtækisins Stefnis, fagnar því að fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hafi ákveðið að herða lánþegaskilyrði vegna nýrra sameignasamninga á fasteignamarkaði. Um áttatíu manns hafa sótt um slíka samninga. Stefnir rekur sex sjóði fyrir byggingafyrirtæki sem bjóða upp á formið. Sameignarformið felur í sér að kaupandi semur í raun við Stefni, byggingafyrirtæki og nýja fjárfestingarfyrirtækið Aparta. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans tilkynnti í gær um hert lánþegaskilyrði hjá fjármálastofnunum vegna glænýrra sameignarsamninga byggingafyrirtækja á fasteignamarkaði. Nú þarf við útreikning fjármálastofnana á greiðslubyrði lána að taka tillit allra greiðslna sem falla til vegna fasteignakaupa, líka þeirra sem er frestað samkvæmt nýjum sameignarsamningum. Sex byggingafyrirtæki með sex sjóði hjá Stefni Sjóðstýringarfyrirtækið Stefnir og dótturfélag Arion banka er eina félagið, eins og er, sem býður byggingafyrirtækjum upp á að reka fyrir þau sjóði sem gera sameignarsamninga við kaupendur fasteigna. SAMEIGNARSAMNINGAR Sameignarsamningar ganga út á að kaupandi leggur fram minnst 10% eigið fé í útborgun og sjóður byggingafyrirtækisins frá 20-25 prósent af kaupverði og gerist þar með meðeigandi í eigninni. Með þessari leið nægir kaupanda að taka 70% fasteignalán til að ljúka fjármögnun. Sjóðurinn leigir svo eignarhlut sinn í fasteigninni til kaupandans fyrir um 5% af kaupverði hlutarins. Fyrirtækin sem bjóða upp á sameignarformið Nú þegar eru sex byggingafyrirtæki sem bjóða upp á sameignarleið að íbúðakaupum hjá Stefni. Reir verk hf. (Reir 20)Byggingafélagið Skuggi (Kauplykill)ÞG verktakar (ÞG 20)SAFÍR byggingar ehf. (SAFÍR 20)Öxar byggingafélag ehf. (Öxar 20)Umbra ehf. (Umbra 20) Áttatíu hafa sótt um sameignarsamninga Jón Finnbogason framkvæmdastjóri Stefnis segir að um áttatíu manns hafi sótt um sameignarsamninga hjá Stefni við íbúðarkaup. „Við erum að reka sjóði sem eru fjármagnaðir af byggingaraðilum. Þessir sjóðir kaupa íbúðirnar með einstaklingum sem kjósa að nýta þessa leið og þannig verða sjóðirnir meðeigendur íbúðanna. Við rekum þessa sjóði eins og aðra sjóði hjá Stefni,“ segir Jón. Seðlabankastjóri hefur lagt á við kaupendur sem fara þessa leið að lesa vel yfir öll skilyrðin sem fylgja. Samningar geti verið langir og flóknir. Fréttastofa fékk afrit af sameignarsamningi upp á þrjátíu blaðsíður. Þá fylgir einnig sérstakur leigusamningur upp á fimm blaðsíður og viðauki sem telur nokkrar síður. Loks fylgja tvö skjöl sem eru samantektir á fyrrgreindum samningum. Fram kemur að þrír aðilar eru hluti af samningnum auk kaupanda eða Stefnir, sjálft byggingafyrirtækið og nýtt fyrirtæki sem ber heitið Aparta á Íslandi en hét áður Hili og var kynnt sem nýsköpunarfyrirtæki á þessu ári. Úr sameignarsamningi þar sem kemur fram hverjir eru aðilar að samningnum auk kaupanda. Vísir Jón Finnbogason segir að hluthafar sjóðanna greiði umsýslugjald til Stefnis fyrir reksturinn en ekki kaupendur fasteignanna. Hluthafarnir fái svo lægri ávöxtun af sjóðnum sem nemi kostnaðinum af því að reka hann. „Samstarfsaðili Stefnis í þessum samningum er fyrirtækið Aparta á Íslandi. Það er fyrirtæki er hluti af stærra félagi sem er að veita sömu þjónustu í Skandinavíu. Það sér um samskipti við kaupanda ef einhver mál koma upp eins og ef hann vill breyta eða bæta íbúðarhúsnæðið,“ segir Jón. Aðspurður um hvað Aparta á Íslandi taki fyrir sína þjónustu svara Jón: „Það er innifalið í þóknun sem Stefnir tekur. Við erum ekki að rukka kaupendur um það.“ Fagnar útspili Seðlabankans Jón segir að Stefnir hafi látið Seðlabankanum í té öll þau gögn sem fylgja nýju sameignarsamningunum. Hann fagni því að bankinn hafi ákveðið að þrengja lánþegaskilyrði vegna nýja formsins. „Við höfum veitt Seðlabankanum aðgang að öllum gögnum og samningum frá upphafi vegna þessarar leiðar og fundað ítrekað með bankanum. Við fögnum því að Seðlabankinn taki málið áfram til þeirrar skoðunar sem þeir hafa gert af miklum myndugleika frá upphafi. Við fögnum að þeir segi gott og vel þessi vara er svona og við teljum rétt að breyta reglum um greiðslumat með þessum hætti,“ segir hann. Aðspurður um hvort Stefnir sé í samvinnu við Arion banka vegna nýja formsins í ljósi þess að Stefnir er dótturfélag bankans svarar Jón: „Við vinnum með öllum lánveitendum. Þessi leið hefur ekki skoðun á því hverjir eru að lána, heldur hvar meðeigandinn fær bestu kjörin.“ Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Seðlabankinn Arion banki Neytendur Tengdar fréttir Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Vignir S. Halldórsson, verktaki og faglegur framkvæmdastjóri Öxar ehf. og Monika S. Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, gagnrýna að gefið hafi verið í skyn á fundi Seðlabankans í gær að verktakar og seljendur einir eigi að taka á sig hækkun á fasteignamarkaði. Monika og Vignir voru til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 4. desember 2025 09:21 Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir útspil fjármálastöðugleikanefndar í morgun hafa komið á óvart. Hann veltir því fyrir sér hvernig markaðurinn eigi að koma á jafnvægi á húsnæðismarkaði þegar hið opinbera grípur ítrekað inn í. 3. desember 2025 14:29 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sjá meira
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans tilkynnti í gær um hert lánþegaskilyrði hjá fjármálastofnunum vegna glænýrra sameignarsamninga byggingafyrirtækja á fasteignamarkaði. Nú þarf við útreikning fjármálastofnana á greiðslubyrði lána að taka tillit allra greiðslna sem falla til vegna fasteignakaupa, líka þeirra sem er frestað samkvæmt nýjum sameignarsamningum. Sex byggingafyrirtæki með sex sjóði hjá Stefni Sjóðstýringarfyrirtækið Stefnir og dótturfélag Arion banka er eina félagið, eins og er, sem býður byggingafyrirtækjum upp á að reka fyrir þau sjóði sem gera sameignarsamninga við kaupendur fasteigna. SAMEIGNARSAMNINGAR Sameignarsamningar ganga út á að kaupandi leggur fram minnst 10% eigið fé í útborgun og sjóður byggingafyrirtækisins frá 20-25 prósent af kaupverði og gerist þar með meðeigandi í eigninni. Með þessari leið nægir kaupanda að taka 70% fasteignalán til að ljúka fjármögnun. Sjóðurinn leigir svo eignarhlut sinn í fasteigninni til kaupandans fyrir um 5% af kaupverði hlutarins. Fyrirtækin sem bjóða upp á sameignarformið Nú þegar eru sex byggingafyrirtæki sem bjóða upp á sameignarleið að íbúðakaupum hjá Stefni. Reir verk hf. (Reir 20)Byggingafélagið Skuggi (Kauplykill)ÞG verktakar (ÞG 20)SAFÍR byggingar ehf. (SAFÍR 20)Öxar byggingafélag ehf. (Öxar 20)Umbra ehf. (Umbra 20) Áttatíu hafa sótt um sameignarsamninga Jón Finnbogason framkvæmdastjóri Stefnis segir að um áttatíu manns hafi sótt um sameignarsamninga hjá Stefni við íbúðarkaup. „Við erum að reka sjóði sem eru fjármagnaðir af byggingaraðilum. Þessir sjóðir kaupa íbúðirnar með einstaklingum sem kjósa að nýta þessa leið og þannig verða sjóðirnir meðeigendur íbúðanna. Við rekum þessa sjóði eins og aðra sjóði hjá Stefni,“ segir Jón. Seðlabankastjóri hefur lagt á við kaupendur sem fara þessa leið að lesa vel yfir öll skilyrðin sem fylgja. Samningar geti verið langir og flóknir. Fréttastofa fékk afrit af sameignarsamningi upp á þrjátíu blaðsíður. Þá fylgir einnig sérstakur leigusamningur upp á fimm blaðsíður og viðauki sem telur nokkrar síður. Loks fylgja tvö skjöl sem eru samantektir á fyrrgreindum samningum. Fram kemur að þrír aðilar eru hluti af samningnum auk kaupanda eða Stefnir, sjálft byggingafyrirtækið og nýtt fyrirtæki sem ber heitið Aparta á Íslandi en hét áður Hili og var kynnt sem nýsköpunarfyrirtæki á þessu ári. Úr sameignarsamningi þar sem kemur fram hverjir eru aðilar að samningnum auk kaupanda. Vísir Jón Finnbogason segir að hluthafar sjóðanna greiði umsýslugjald til Stefnis fyrir reksturinn en ekki kaupendur fasteignanna. Hluthafarnir fái svo lægri ávöxtun af sjóðnum sem nemi kostnaðinum af því að reka hann. „Samstarfsaðili Stefnis í þessum samningum er fyrirtækið Aparta á Íslandi. Það er fyrirtæki er hluti af stærra félagi sem er að veita sömu þjónustu í Skandinavíu. Það sér um samskipti við kaupanda ef einhver mál koma upp eins og ef hann vill breyta eða bæta íbúðarhúsnæðið,“ segir Jón. Aðspurður um hvað Aparta á Íslandi taki fyrir sína þjónustu svara Jón: „Það er innifalið í þóknun sem Stefnir tekur. Við erum ekki að rukka kaupendur um það.“ Fagnar útspili Seðlabankans Jón segir að Stefnir hafi látið Seðlabankanum í té öll þau gögn sem fylgja nýju sameignarsamningunum. Hann fagni því að bankinn hafi ákveðið að þrengja lánþegaskilyrði vegna nýja formsins. „Við höfum veitt Seðlabankanum aðgang að öllum gögnum og samningum frá upphafi vegna þessarar leiðar og fundað ítrekað með bankanum. Við fögnum því að Seðlabankinn taki málið áfram til þeirrar skoðunar sem þeir hafa gert af miklum myndugleika frá upphafi. Við fögnum að þeir segi gott og vel þessi vara er svona og við teljum rétt að breyta reglum um greiðslumat með þessum hætti,“ segir hann. Aðspurður um hvort Stefnir sé í samvinnu við Arion banka vegna nýja formsins í ljósi þess að Stefnir er dótturfélag bankans svarar Jón: „Við vinnum með öllum lánveitendum. Þessi leið hefur ekki skoðun á því hverjir eru að lána, heldur hvar meðeigandinn fær bestu kjörin.“
SAMEIGNARSAMNINGAR Sameignarsamningar ganga út á að kaupandi leggur fram minnst 10% eigið fé í útborgun og sjóður byggingafyrirtækisins frá 20-25 prósent af kaupverði og gerist þar með meðeigandi í eigninni. Með þessari leið nægir kaupanda að taka 70% fasteignalán til að ljúka fjármögnun. Sjóðurinn leigir svo eignarhlut sinn í fasteigninni til kaupandans fyrir um 5% af kaupverði hlutarins.
Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Fjármálamarkaðir Seðlabankinn Arion banki Neytendur Tengdar fréttir Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Vignir S. Halldórsson, verktaki og faglegur framkvæmdastjóri Öxar ehf. og Monika S. Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, gagnrýna að gefið hafi verið í skyn á fundi Seðlabankans í gær að verktakar og seljendur einir eigi að taka á sig hækkun á fasteignamarkaði. Monika og Vignir voru til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 4. desember 2025 09:21 Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir útspil fjármálastöðugleikanefndar í morgun hafa komið á óvart. Hann veltir því fyrir sér hvernig markaðurinn eigi að koma á jafnvægi á húsnæðismarkaði þegar hið opinbera grípur ítrekað inn í. 3. desember 2025 14:29 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sjá meira
Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Vignir S. Halldórsson, verktaki og faglegur framkvæmdastjóri Öxar ehf. og Monika S. Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, gagnrýna að gefið hafi verið í skyn á fundi Seðlabankans í gær að verktakar og seljendur einir eigi að taka á sig hækkun á fasteignamarkaði. Monika og Vignir voru til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 4. desember 2025 09:21
Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir útspil fjármálastöðugleikanefndar í morgun hafa komið á óvart. Hann veltir því fyrir sér hvernig markaðurinn eigi að koma á jafnvægi á húsnæðismarkaði þegar hið opinbera grípur ítrekað inn í. 3. desember 2025 14:29