Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2025 23:21 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á ríkisstjórnarfundi fyrr í kvöld. AP/Julia Demaree Nikhinson Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í kvöld vilja alla Sómala úr Bandaríkjunum. Þeir væru „rusl“, gæfu ekkert til Bandaríkjanna og ættu að hunskast aftur til síns heima. Hann virtist ekki gera neinn greinarmun á fólki með bandarískan ríkisborgararétt og annarra. „Landið þeirra er ekki ömurlegt að ástæðulausu. Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi,“ sagði Trump undir lokin á löngum ríkisstjórnarfundi í kvöld. Þá kallaði hann Ilhan Omar, þingkonu Demókrataflokksins frá Minnesota sem kemur upprunalega frá Sómalíu en hefur verið bandarískur ríkisborgari í 25 ár, „rusl“ og sagði hann Bandaríkin á rangri leið ef hleypa ætti svona „rusli“ inn í landið áfram. „Ilhan Omar er rusl. Hún er rusl. Vinir hennar, rusl. Þetta er ekki fólk sem vinnur. Þetta er ekki fólk sem segir: „Jæja, brettum upp ermar og gerum þennan stað frábæran“,“ sagði Trump. „Þetta er fólk sem gerir ekkert nema að kvarta,“ sagði hann einnig. „Þau kvarta, og þaðan sem þau koma, eiga þau ekkert.“ Þá bætti hann við: „Sko, ef þau kæmu frá paradís og segðu: „Þetta er ekki paradís“, en þegar þau koma frá helvíti og þau kvarta og gera ekkert nema væla, við viljum þau ekki í landinu okkar. Leyfum þeim að fara til síns heima og laga þann stað.“ Við það bankaði JD Vance, varaforseti, í borðið til að taka undir með forsetanum. Ein af opinberum síðum Hvíta hússins á X deildi hluta af ummælum Trumps með þeim texta að forsetinn hefði verið að „segja sannleikann“ um vanþakkláta flóttamenn frá Sómalíu. .@POTUS tells it like it is about ungrateful Somali refugees amid the Minnesota fraud scandal:"When they come from hell and they complain and do nothing but bitch — we don't want them in our country. Let 'em go back to where they came from and fix it." 🔥 pic.twitter.com/fuaAKP8VsW— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) December 2, 2025 Reiður yfir stóru fjársvikamáli Áður en Trump fór að tala um Sómala í Bandaríkjunum var hann að tala um Tim Walz, ríkisstjóra Minnesota, og umfangsmikið svikamál sem hefur litið dagsins ljós þar. Saksóknarar hafa ákært tugi manna fyrir að svíkja hundruð milljóna dala úr styrkjaverkefnum tengdum Covid-19. Flestir hinna ákærðu koma upprunalega frá Sómalíu. Í nýlegri frétt New York Times segir að 59 hafi verið dæmdir vegna þessara svika. Um þrjú mismunandi mál sé að ræða og að rúmum milljarði dala hafi verið stolið, samtals. Það er meira en Minnesota ver til fangelsismála á hverju ári. Tim Walz hefur verið harðlega gagnrýndur vegna þessa auk annarra Demókrata í Minnesota. Margir Bandaríkjamenn frá Sómalíu í Minnesota segja að svikin hafi komið verulega niður á orðspori þeirra allra. Um áttatíu þúsund manns sem rekja uppruna sinn til Sómalíu búa í Minnesota. Þeir segja ósanngjarnt að þeir standi allir gagnvart fordómum og grunsemdum vegna aðgerða tiltölulega fámenns hóps. Þá tilkynnti Trump fyrir nokkrum dögum að hann ætlaði að stöðva allar hælisumsóknir í Bandaríkjunum eftir að fyrrverandi hermaður frá Afganistan, sem aðstoðaði bandaríska herinn þar í landi, skaut tvo hermenn í Washington DC. Á ríkisstjórnarfundinum þakkaði Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Trump fyrir það að enginn fellibylur hefði náð landi í Bandaríkjunum í haust. Hún sagði hann hafa haldið þeim fjarri og þau væru þakklát. Noem: You made it through the hurricane season without a hurricane—you kept the hurricanes away. We appreciate that. pic.twitter.com/Lh2nLj2eBc— Acyn (@Acyn) December 2, 2025 Bandaríkin Donald Trump Sómalía Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Sjá meira
„Landið þeirra er ekki ömurlegt að ástæðulausu. Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi,“ sagði Trump undir lokin á löngum ríkisstjórnarfundi í kvöld. Þá kallaði hann Ilhan Omar, þingkonu Demókrataflokksins frá Minnesota sem kemur upprunalega frá Sómalíu en hefur verið bandarískur ríkisborgari í 25 ár, „rusl“ og sagði hann Bandaríkin á rangri leið ef hleypa ætti svona „rusli“ inn í landið áfram. „Ilhan Omar er rusl. Hún er rusl. Vinir hennar, rusl. Þetta er ekki fólk sem vinnur. Þetta er ekki fólk sem segir: „Jæja, brettum upp ermar og gerum þennan stað frábæran“,“ sagði Trump. „Þetta er fólk sem gerir ekkert nema að kvarta,“ sagði hann einnig. „Þau kvarta, og þaðan sem þau koma, eiga þau ekkert.“ Þá bætti hann við: „Sko, ef þau kæmu frá paradís og segðu: „Þetta er ekki paradís“, en þegar þau koma frá helvíti og þau kvarta og gera ekkert nema væla, við viljum þau ekki í landinu okkar. Leyfum þeim að fara til síns heima og laga þann stað.“ Við það bankaði JD Vance, varaforseti, í borðið til að taka undir með forsetanum. Ein af opinberum síðum Hvíta hússins á X deildi hluta af ummælum Trumps með þeim texta að forsetinn hefði verið að „segja sannleikann“ um vanþakkláta flóttamenn frá Sómalíu. .@POTUS tells it like it is about ungrateful Somali refugees amid the Minnesota fraud scandal:"When they come from hell and they complain and do nothing but bitch — we don't want them in our country. Let 'em go back to where they came from and fix it." 🔥 pic.twitter.com/fuaAKP8VsW— Rapid Response 47 (@RapidResponse47) December 2, 2025 Reiður yfir stóru fjársvikamáli Áður en Trump fór að tala um Sómala í Bandaríkjunum var hann að tala um Tim Walz, ríkisstjóra Minnesota, og umfangsmikið svikamál sem hefur litið dagsins ljós þar. Saksóknarar hafa ákært tugi manna fyrir að svíkja hundruð milljóna dala úr styrkjaverkefnum tengdum Covid-19. Flestir hinna ákærðu koma upprunalega frá Sómalíu. Í nýlegri frétt New York Times segir að 59 hafi verið dæmdir vegna þessara svika. Um þrjú mismunandi mál sé að ræða og að rúmum milljarði dala hafi verið stolið, samtals. Það er meira en Minnesota ver til fangelsismála á hverju ári. Tim Walz hefur verið harðlega gagnrýndur vegna þessa auk annarra Demókrata í Minnesota. Margir Bandaríkjamenn frá Sómalíu í Minnesota segja að svikin hafi komið verulega niður á orðspori þeirra allra. Um áttatíu þúsund manns sem rekja uppruna sinn til Sómalíu búa í Minnesota. Þeir segja ósanngjarnt að þeir standi allir gagnvart fordómum og grunsemdum vegna aðgerða tiltölulega fámenns hóps. Þá tilkynnti Trump fyrir nokkrum dögum að hann ætlaði að stöðva allar hælisumsóknir í Bandaríkjunum eftir að fyrrverandi hermaður frá Afganistan, sem aðstoðaði bandaríska herinn þar í landi, skaut tvo hermenn í Washington DC. Á ríkisstjórnarfundinum þakkaði Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Trump fyrir það að enginn fellibylur hefði náð landi í Bandaríkjunum í haust. Hún sagði hann hafa haldið þeim fjarri og þau væru þakklát. Noem: You made it through the hurricane season without a hurricane—you kept the hurricanes away. We appreciate that. pic.twitter.com/Lh2nLj2eBc— Acyn (@Acyn) December 2, 2025
Bandaríkin Donald Trump Sómalía Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Sjá meira